Sem betur fer Svavar Gestsson skrifar 15. apríl 2011 07:00 Sem betur fer – eða hvað? – virðast allir hafa gleymt þessu: Á árunum fyrir 1960 var kannað hvernig unnt væri að koma fyrir litlu kjarnorkuveri til orkuframleiðslu í Vestmannaeyjum. Um var að ræða kjarnorkuver með 26,2 megavatta varmaafli eða 5,6 megavatta rafafli. Þetta tæki átti að nýta létt vatn og auðgað úraníum svipað og er í orkuverunum í Japan, sem eru að nokkru leyti komin vel til ára sinna. Hugmyndin var að nota varmaaflið fyrir hitaveitu þegar rafaflið væri ekki að fullu nýtt. Rafmagnsveitur ríkisins skoðuðu málið sérstaklega. Vinna var líka á borðum Kjarnfræðanefndar en hún var stofnuð 1956 eftir Genfarfundinn um friðsamlega notkun kjarnorku 1955. Björn Kristinsson, rafmagnsverkfræðingur, þá framkvæmdastjóri nefndarinnar og seinna prófessor við Háskóla Íslands, vann greinargerð fyrir nefndina um orkuverið. Nefndin var lögð niður 1964. Hugsanleg áhrif vetnissamruna (kjarnasamruna) á íslenskt efnahagslíf voru rædd í fullri alvöru á þessum árum. Menn trúðu á tímabili að stillanlegur vetnissamruni væri rétt handan við hornið. Þetta gat þýtt að best væri að koma innlendri orku í verð áður en það yrði of seint og hafði bein áhrif á orkusölu til stóriðjunnar. Og viðhorf til raforkuverðs. Í umræðunum um orkuverð til álversins í Straumsvík tókust á nokkur meginsjónarmið. Áhersla var lögð á að nauðsynlegt væri að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið eins og það var kallað. Talið var að efnahagslífið væri of veikt með því að treysta á sjávarútveginn einan. Var mikið til í því. Sumir bentu reyndar á möguleika ferðaþjónustunnar. Það voru ekki talin veigamikil rök á þeirri tíð. Nú er ferðaþjónustan að rísa yfir allar aðrar atvinnugreinar í gjaldeyrisöflun. Andstæðingar stóriðjuversins á sjöunda áratugnum voru hins vegar ekki á móti stóriðjunni sem slíkri heldur í fyrsta lagi allt of lágu orkuverði til álversins og í öðru lagi báru einhverjir – en fáir – fram umhverfisrök; álverið mengar. Og í þriðja lagi voru margir andvígir álverinu af því að það var og er í eigu útlendinga. Sú röksemd heyrist sjaldan nú orðið. En hinar eru áfram á sínum stað. Sú sem snýr að orkuverðinu hefur hins vegar orðið örlagaríkust. Verðið fyrir raforkuna á Íslandi hefur verið allt of lágt. Það er enn allt of lágt. Sú staðreynd á að nokkru leyti rætur að rekja til þess að einhverjir töldu að kjarnorkan væri að koma; að hún myndi eftir skamma stund gera íslensku orkulindirnar verðlausar. Sem betur fer urðu þeir ekki sannspáir sem héldu slíku fram. Kjarnorkuver í Vestmannaeyjum varð aldrei til nema á fáeinum minnisblöðum. Þetta kjarnorkuver hefði aldrei orðið neitt í samanburði við þau sem seinna urðu til um allan heim. En Íslendingar könnuðu þessa slóð. Minnisblöðin eru til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Sjá meira
Sem betur fer – eða hvað? – virðast allir hafa gleymt þessu: Á árunum fyrir 1960 var kannað hvernig unnt væri að koma fyrir litlu kjarnorkuveri til orkuframleiðslu í Vestmannaeyjum. Um var að ræða kjarnorkuver með 26,2 megavatta varmaafli eða 5,6 megavatta rafafli. Þetta tæki átti að nýta létt vatn og auðgað úraníum svipað og er í orkuverunum í Japan, sem eru að nokkru leyti komin vel til ára sinna. Hugmyndin var að nota varmaaflið fyrir hitaveitu þegar rafaflið væri ekki að fullu nýtt. Rafmagnsveitur ríkisins skoðuðu málið sérstaklega. Vinna var líka á borðum Kjarnfræðanefndar en hún var stofnuð 1956 eftir Genfarfundinn um friðsamlega notkun kjarnorku 1955. Björn Kristinsson, rafmagnsverkfræðingur, þá framkvæmdastjóri nefndarinnar og seinna prófessor við Háskóla Íslands, vann greinargerð fyrir nefndina um orkuverið. Nefndin var lögð niður 1964. Hugsanleg áhrif vetnissamruna (kjarnasamruna) á íslenskt efnahagslíf voru rædd í fullri alvöru á þessum árum. Menn trúðu á tímabili að stillanlegur vetnissamruni væri rétt handan við hornið. Þetta gat þýtt að best væri að koma innlendri orku í verð áður en það yrði of seint og hafði bein áhrif á orkusölu til stóriðjunnar. Og viðhorf til raforkuverðs. Í umræðunum um orkuverð til álversins í Straumsvík tókust á nokkur meginsjónarmið. Áhersla var lögð á að nauðsynlegt væri að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið eins og það var kallað. Talið var að efnahagslífið væri of veikt með því að treysta á sjávarútveginn einan. Var mikið til í því. Sumir bentu reyndar á möguleika ferðaþjónustunnar. Það voru ekki talin veigamikil rök á þeirri tíð. Nú er ferðaþjónustan að rísa yfir allar aðrar atvinnugreinar í gjaldeyrisöflun. Andstæðingar stóriðjuversins á sjöunda áratugnum voru hins vegar ekki á móti stóriðjunni sem slíkri heldur í fyrsta lagi allt of lágu orkuverði til álversins og í öðru lagi báru einhverjir – en fáir – fram umhverfisrök; álverið mengar. Og í þriðja lagi voru margir andvígir álverinu af því að það var og er í eigu útlendinga. Sú röksemd heyrist sjaldan nú orðið. En hinar eru áfram á sínum stað. Sú sem snýr að orkuverðinu hefur hins vegar orðið örlagaríkust. Verðið fyrir raforkuna á Íslandi hefur verið allt of lágt. Það er enn allt of lágt. Sú staðreynd á að nokkru leyti rætur að rekja til þess að einhverjir töldu að kjarnorkan væri að koma; að hún myndi eftir skamma stund gera íslensku orkulindirnar verðlausar. Sem betur fer urðu þeir ekki sannspáir sem héldu slíku fram. Kjarnorkuver í Vestmannaeyjum varð aldrei til nema á fáeinum minnisblöðum. Þetta kjarnorkuver hefði aldrei orðið neitt í samanburði við þau sem seinna urðu til um allan heim. En Íslendingar könnuðu þessa slóð. Minnisblöðin eru til.
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar