Bankarnir ausa út lánsfé 20. apríl 2011 06:00 beðið eftir viðskiptavini Matvöruverð hefur hækkað mikið í Kína. Landsmenn virðast hafa nóg fé á milli handanna. Fréttablaðið/AP Hagvöxtur jókst um 9,7 prósent í Kína á fyrsta ársfjórðungi. Þetta er 0,1 prósentustigs samdráttur á milli ársfjórðunga og meiri vöxtur en gert var ráð fyrir. Á sama tíma hækkaði verðlag í kringum tíu prósent og keyrði verðbólgu upp. Hún mælist nú 5,4 prósent. Niðurstaðan þykir sýna að aðgerðir stjórnvalda til að kæla hagkerfið, þar á meðal snarpar stýrivaxtahækkanir, gangi hægt, eins og Alistair Thornton, hagfræðingur IGS Global Insight, sem sérhæfir sig í greiningum í efnahags- og atvinnumálum, bendir á. Breska viðskiptadagblaðið Financial Times segir hagtölurnar vísbendingu um að stjórnvöld í Kína muni draga úr aðhaldi á lánsfjármarkaði og lækka verðbólgu. Aðgerðir stjórnvalda hafi fram til þessa ekki dregið úr aðgangi fólks að lánsfé. Bankar lánuðu 680 milljarða júana, jafnvirði 11.800 milljarða íslenskra króna, í síðasta mánuði. Það er 27 prósenta aukning á milli mánaða. Þrátt fyrir hita í kínverska hagkerfinu lofaði Wen Jiabao forsætisráðherra í ræðu sinni í liðinni viku að stjórnvöld myndu áfram gera fólki kleift að eignast ódýrara húsnæði. - jab Fréttir Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Hagvöxtur jókst um 9,7 prósent í Kína á fyrsta ársfjórðungi. Þetta er 0,1 prósentustigs samdráttur á milli ársfjórðunga og meiri vöxtur en gert var ráð fyrir. Á sama tíma hækkaði verðlag í kringum tíu prósent og keyrði verðbólgu upp. Hún mælist nú 5,4 prósent. Niðurstaðan þykir sýna að aðgerðir stjórnvalda til að kæla hagkerfið, þar á meðal snarpar stýrivaxtahækkanir, gangi hægt, eins og Alistair Thornton, hagfræðingur IGS Global Insight, sem sérhæfir sig í greiningum í efnahags- og atvinnumálum, bendir á. Breska viðskiptadagblaðið Financial Times segir hagtölurnar vísbendingu um að stjórnvöld í Kína muni draga úr aðhaldi á lánsfjármarkaði og lækka verðbólgu. Aðgerðir stjórnvalda hafi fram til þessa ekki dregið úr aðgangi fólks að lánsfé. Bankar lánuðu 680 milljarða júana, jafnvirði 11.800 milljarða íslenskra króna, í síðasta mánuði. Það er 27 prósenta aukning á milli mánaða. Þrátt fyrir hita í kínverska hagkerfinu lofaði Wen Jiabao forsætisráðherra í ræðu sinni í liðinni viku að stjórnvöld myndu áfram gera fólki kleift að eignast ódýrara húsnæði. - jab
Fréttir Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira