Atvinnuleysi og lítill hagvöxtur í Bandaríkjunum 2. maí 2011 04:00 Ben Bernanke seðlabankastjóri sagðist á blaðamannafundi í fyrradag ætla að gera allt hvað hann geti til að koma efnahagslífi Bandaríkjanna á réttan kjöl. Þar á meðal að halda vaxtastigi lágu. Fréttablaðið/AP Hagvöxtur mældist 1,8 prósent í Bandaríkjunum á ársgrundvelli á fyrstu þremur mánuðum ársins, samkvæmt upplýsingum viðskiptaráðuneytisins þar í landi. Þetta er verulegur samdráttur á milli ársfjórðunga en hagkerfið óx um 3,1 prósent á síðasta ársfjórðungi í fyrra. Ekki bætti úr skák að atvinnuleysi jókst vestanhafs í þarsíðustu viku. Þessi afturkippur í efnahagslífinu þykir draga úr væntingum um viðspyrnu efnahagslífsins eftir fjármálakreppuna. Hagtölurnar vestra eru nokkuð undir væntingum en samkvæmt meðalspá Reuters var almennt reiknað með 2,0 prósenta hagvexti á fjórðungnum. Þá hljóðaði hagspá bandaríska seðlabankans upp á 3,4 til 3,9 prósenta hagvöxt á árinu öllu. Ben Bernanke seðlabankastjóri sagði á blaðamannafundi fyrir helgi að bankastjórnin myndi leggja lóð sitt á vogarskálarnar til að koma efnahagslífinu í gang, þar á meðal að halda stýrivöxtum lágum. Eftir birtingu upplýsinganna í gær birti seðlabankinn endurskoðaða hagspá þar sem væntingar um hagvöxt voru dregnar niður í 3,1 til 3,3 prósent. Rökin fyrir endurskoðuninni voru veikur bati efnahagslífsins og almennar verðhækkanir sem hafi keyrt upp verðbólgu. Breska ríkisútvarpið, BBC, segir hækkun á raforkuverði ekki óeðlilega nú um stundir enda kaldur vetur að baki. Reuters-fréttastofan bætir við að veðurfarið hafi hamlað framkvæmdum utandyra. Við þá þróun hafi bæst snörp hækkun á eldsneyti og matvælum, ekki síst korni og hveiti, sem kom illa við buddu neytenda og olli því að þeir héldu að sér höndum í byrjun árs. jonab@frettabladid.is að Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Hagvöxtur mældist 1,8 prósent í Bandaríkjunum á ársgrundvelli á fyrstu þremur mánuðum ársins, samkvæmt upplýsingum viðskiptaráðuneytisins þar í landi. Þetta er verulegur samdráttur á milli ársfjórðunga en hagkerfið óx um 3,1 prósent á síðasta ársfjórðungi í fyrra. Ekki bætti úr skák að atvinnuleysi jókst vestanhafs í þarsíðustu viku. Þessi afturkippur í efnahagslífinu þykir draga úr væntingum um viðspyrnu efnahagslífsins eftir fjármálakreppuna. Hagtölurnar vestra eru nokkuð undir væntingum en samkvæmt meðalspá Reuters var almennt reiknað með 2,0 prósenta hagvexti á fjórðungnum. Þá hljóðaði hagspá bandaríska seðlabankans upp á 3,4 til 3,9 prósenta hagvöxt á árinu öllu. Ben Bernanke seðlabankastjóri sagði á blaðamannafundi fyrir helgi að bankastjórnin myndi leggja lóð sitt á vogarskálarnar til að koma efnahagslífinu í gang, þar á meðal að halda stýrivöxtum lágum. Eftir birtingu upplýsinganna í gær birti seðlabankinn endurskoðaða hagspá þar sem væntingar um hagvöxt voru dregnar niður í 3,1 til 3,3 prósent. Rökin fyrir endurskoðuninni voru veikur bati efnahagslífsins og almennar verðhækkanir sem hafi keyrt upp verðbólgu. Breska ríkisútvarpið, BBC, segir hækkun á raforkuverði ekki óeðlilega nú um stundir enda kaldur vetur að baki. Reuters-fréttastofan bætir við að veðurfarið hafi hamlað framkvæmdum utandyra. Við þá þróun hafi bæst snörp hækkun á eldsneyti og matvælum, ekki síst korni og hveiti, sem kom illa við buddu neytenda og olli því að þeir héldu að sér höndum í byrjun árs. jonab@frettabladid.is að
Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira