Seðlabankar hækka stýrivexti bráðlega Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 4. maí 2011 16:00 Almennt er búist við að helstu seðlabankar heimsins séu að snúa frá lágvaxtastefnu sinni sem verið hefur við lýði í á þriðja ár í baráttu sinni gegn verðhækkunum á olíu- og matvörumarkaði sem hefur keyrt upp verðbólgu víða um heim. Evrópski seðlabankinn reið á vaðið í nýliðnum mánuði og hækkaði stýrivexti um fjórðung úr prósentustigi. Við það fór vaxtastig úr einu prósenti í 1,25 og hefur það ekki verið hærra í tæp þrjú ár. Helsta ástæðan fyrir vaxtahækkuninni er sú að verðbólga jókst á evrusvæðinu í mánuðinum, fór úr 2,7 prósentum í mars í 2,8 prósent. Það er tæpu prósentustigi yfir verðbólgumarkmiðum evrópska seðlabankans. Vaxtahækkun hefur af sömu ástæðu legið um skeið í loftinu í Bandaríkjunum og Bretlandi, sem bæði flagga lægstu stýrivöxtum í sögulegu tilliti. Bloomberg-fréttastofan hefur eftir fjármálasérfræðingum í Evrópu að aðstæður séu slíkar á myntsvæðinu að sennilegt sé að vextir verði hækkaðir frekar í næsta mánuði, jafnvel að þeir verði komnir í 1,75 prósent fyrir árslok. Jens Sondergaard, hagfræðingur hjá fjármálafyrirtækinu Nomura International í London, segir í samtali við fréttastofuna vaxtahækkun geta hamlað því að fasteignamarkaðurinn nái sér á strik eftir dýfu í fjármálakreppunni. „Það hefur dregið úr eftirspurn húsnæðislána. Við teljum að fólk viti ekki í hvorn fótinn það á að stíga," segir hann. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, AGS, varaði nýverið við að aukin verðbólga gæti haft neikvæð áhrif í Asíu, ekki síst á íbúa landanna. Mælt var með því að seðlabankar í álfunni brygðust við með aðhaldssamari fjármálastefnu en fram til þessa hefði tíðkast. Indverjar hafa ekki látið sitt eftir liggja. Seðlabanki landsins hækkaði stýrivexti í gær um hálft prósentustig og fór vaxtastig við það í 7,25 prósent. Breska ríkisútvarpið segir þetta snarpari hækkun en búist hafi verið við. Þetta var níunda stýrivaxtahækkun bankans á rúmu ári og liður í að draga úr þenslu efnahagslífsins. Verðbólga á Indlandi mældist 8,9 prósent í mars. Búist er við að aðgerðin muni draga hagvöxt niður í átta prósent á árinu. Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Almennt er búist við að helstu seðlabankar heimsins séu að snúa frá lágvaxtastefnu sinni sem verið hefur við lýði í á þriðja ár í baráttu sinni gegn verðhækkunum á olíu- og matvörumarkaði sem hefur keyrt upp verðbólgu víða um heim. Evrópski seðlabankinn reið á vaðið í nýliðnum mánuði og hækkaði stýrivexti um fjórðung úr prósentustigi. Við það fór vaxtastig úr einu prósenti í 1,25 og hefur það ekki verið hærra í tæp þrjú ár. Helsta ástæðan fyrir vaxtahækkuninni er sú að verðbólga jókst á evrusvæðinu í mánuðinum, fór úr 2,7 prósentum í mars í 2,8 prósent. Það er tæpu prósentustigi yfir verðbólgumarkmiðum evrópska seðlabankans. Vaxtahækkun hefur af sömu ástæðu legið um skeið í loftinu í Bandaríkjunum og Bretlandi, sem bæði flagga lægstu stýrivöxtum í sögulegu tilliti. Bloomberg-fréttastofan hefur eftir fjármálasérfræðingum í Evrópu að aðstæður séu slíkar á myntsvæðinu að sennilegt sé að vextir verði hækkaðir frekar í næsta mánuði, jafnvel að þeir verði komnir í 1,75 prósent fyrir árslok. Jens Sondergaard, hagfræðingur hjá fjármálafyrirtækinu Nomura International í London, segir í samtali við fréttastofuna vaxtahækkun geta hamlað því að fasteignamarkaðurinn nái sér á strik eftir dýfu í fjármálakreppunni. „Það hefur dregið úr eftirspurn húsnæðislána. Við teljum að fólk viti ekki í hvorn fótinn það á að stíga," segir hann. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, AGS, varaði nýverið við að aukin verðbólga gæti haft neikvæð áhrif í Asíu, ekki síst á íbúa landanna. Mælt var með því að seðlabankar í álfunni brygðust við með aðhaldssamari fjármálastefnu en fram til þessa hefði tíðkast. Indverjar hafa ekki látið sitt eftir liggja. Seðlabanki landsins hækkaði stýrivexti í gær um hálft prósentustig og fór vaxtastig við það í 7,25 prósent. Breska ríkisútvarpið segir þetta snarpari hækkun en búist hafi verið við. Þetta var níunda stýrivaxtahækkun bankans á rúmu ári og liður í að draga úr þenslu efnahagslífsins. Verðbólga á Indlandi mældist 8,9 prósent í mars. Búist er við að aðgerðin muni draga hagvöxt niður í átta prósent á árinu.
Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira