Besta afmælisgjöfin Sigursteinn Másson skrifar 4. maí 2011 06:00 Í ár er haldið upp á 75 ára afmæli Tryggingastofnunar ríkisins og hálfrar aldar afmæli Öryrkjabandalags Íslands. Sem stjórnarmaður í TR til fjögurra ára og fyrrverandi formaður ÖBÍ finnst mér rétt að stinga niður penna á þessum tímamótum. Það var gríðarlegt framfaraspor í velferðarmálum á Íslandi þegar TR var stofnað. Margir þekkja þá sögu mun betur en ég en það er engum blöðum um það að fletta að lög um almannatryggingar á Íslandi gjörbreyttu á nokkrum árum stöðu atvinnulausra, sjúkra, fatlaðra og aldraðra á Íslandi. Ísland er í röð þeirra ríkja í heiminum sem fremst standa á sviði velferðarmála þótt margt megi betur fara. Stofnun ÖBÍ var sömuleiðis framfaraspor og þá sérstaklega til að byrja með í húsnæðismálum fatlaðra því fyrir fimmtíu árum var Hússjóður ÖBÍ einnig stofnaður en sem nú er orðinn barn síns tíma. Síðan þá hafa ýmsir sigrar unnist í réttindamálum og varðandi viðhorf til fólks með fötlun. Á stórafmælum er til siðs að líta um öxl en það er líka gott að skoða hvar maður er staddur og hugsa til framtíðar. Það er ekkert sjálfsagt mál að TR verði til um aldur og ævi og það sama á við um ÖBÍ. Hvert er erindi þessara stofnana við almenning á Íslandi í dag og til íslensks samfélags? Hvernig hefur til tekist að ná markmiðum um jöfnuð, öryggi og réttlæti? Sumt hefur tekist vel, annað ekki. Ég hef verið þeirrar skoðunar að rétt sé að sameina TR og Vinnumálastofnun í eina velferðar- og virknistofnun. Með þessu má ná fram hagkvæmni en umfram allt faglegri og öflugri þjónustu þar sem litið væri heildstætt á stöðu og möguleika fólks. Það er löngu tímabært að farið sé að horfa á virkni og þátttöku sem grundvöll velferðar enda sjáum við nú hvað er að gerast með þann hóp ungs fólks sem búið hefur við langtíma atvinnuleysi. Þeir einstaklingar verða margir að öryrkjum þótt réttur til atvinnuleysisbóta hafi tímabundið verið lengdur í fjögur ár. Það sama hefur blasað við um áratugaskeið hjá öryrkjum sem verða óvirkir í samfélaginu enda sáralítill hvati til nokkurrar þátttöku. Ég er líka þeirrar skoðunar að hugtakið örorka og stimpillinn öryrki sé ekki gagnlegt fyrir viðkomandi einstaklinga eða lýsandi fyrir stöðu þeirra og því sé rétt að hætta að nota þessi orð. Við eigum að hverfa frá því að raða fólki sífellt í einhverja kassa. Við erum öll fólk, einstaklingar með réttindi og skyldur í þessu samfélagi hvort sem við erum veik, með fötlun, erum börn, öldruð eða annað en ekki fé í réttum. Fötlun eða veikindi eiga ekki að vera sjálfkrafa ávísun á einhvers konar stéttarfélag. ÖBÍ hefur oftsinnis háð harða baráttu fyrir kjörum fólks með fötlun og náð markverðum árangri. En hugmyndafræðilega hefur ÖBÍ staðnað. Þrátt fyrir að fyrir liggi sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra sem er alþjóðleg tímamótasamþykkt er umræða um málefni fatlaðra að miklu leyti föst í gömlu stéttar- og kjarabaráttufari. Eins miklu máli og það skiptir að allir landsmenn búi við fjárhagslegt öryggi þá verður að rjúfa þann vítahring einangrunar og óvirkni sem fyrirkomulag almannatrygginga ýtir beinlínis undir með tekjutengingum sínum og flækjustigi. Hver ný ákvörðun stjórnvalda um breytingar á undanförnum árum hefur flækt og ruglað kerfið enn meira. Það er ótrúlegt að enn í dag skuli vera ríkjandi ótti við að skera upp þetta margstagbætta og úr sér gengna kerfi frá grunni og einfalda það verulega. En undan því verður ekki lengur vikist. Nú er að störfum nefnd velferðarráðherra sem á að vinna að einföldun kerfisins og vonandi er að þar komi fram róttækar tillögur til breytinga. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slík nefnd starfar á vegum stjórnvalda að þessu verkefni en það er vonandi að nú takist betur til en áður enda væri það ein besta afmælisgjöfin til lífeyrisþega þessa lands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigursteinn Másson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Í ár er haldið upp á 75 ára afmæli Tryggingastofnunar ríkisins og hálfrar aldar afmæli Öryrkjabandalags Íslands. Sem stjórnarmaður í TR til fjögurra ára og fyrrverandi formaður ÖBÍ finnst mér rétt að stinga niður penna á þessum tímamótum. Það var gríðarlegt framfaraspor í velferðarmálum á Íslandi þegar TR var stofnað. Margir þekkja þá sögu mun betur en ég en það er engum blöðum um það að fletta að lög um almannatryggingar á Íslandi gjörbreyttu á nokkrum árum stöðu atvinnulausra, sjúkra, fatlaðra og aldraðra á Íslandi. Ísland er í röð þeirra ríkja í heiminum sem fremst standa á sviði velferðarmála þótt margt megi betur fara. Stofnun ÖBÍ var sömuleiðis framfaraspor og þá sérstaklega til að byrja með í húsnæðismálum fatlaðra því fyrir fimmtíu árum var Hússjóður ÖBÍ einnig stofnaður en sem nú er orðinn barn síns tíma. Síðan þá hafa ýmsir sigrar unnist í réttindamálum og varðandi viðhorf til fólks með fötlun. Á stórafmælum er til siðs að líta um öxl en það er líka gott að skoða hvar maður er staddur og hugsa til framtíðar. Það er ekkert sjálfsagt mál að TR verði til um aldur og ævi og það sama á við um ÖBÍ. Hvert er erindi þessara stofnana við almenning á Íslandi í dag og til íslensks samfélags? Hvernig hefur til tekist að ná markmiðum um jöfnuð, öryggi og réttlæti? Sumt hefur tekist vel, annað ekki. Ég hef verið þeirrar skoðunar að rétt sé að sameina TR og Vinnumálastofnun í eina velferðar- og virknistofnun. Með þessu má ná fram hagkvæmni en umfram allt faglegri og öflugri þjónustu þar sem litið væri heildstætt á stöðu og möguleika fólks. Það er löngu tímabært að farið sé að horfa á virkni og þátttöku sem grundvöll velferðar enda sjáum við nú hvað er að gerast með þann hóp ungs fólks sem búið hefur við langtíma atvinnuleysi. Þeir einstaklingar verða margir að öryrkjum þótt réttur til atvinnuleysisbóta hafi tímabundið verið lengdur í fjögur ár. Það sama hefur blasað við um áratugaskeið hjá öryrkjum sem verða óvirkir í samfélaginu enda sáralítill hvati til nokkurrar þátttöku. Ég er líka þeirrar skoðunar að hugtakið örorka og stimpillinn öryrki sé ekki gagnlegt fyrir viðkomandi einstaklinga eða lýsandi fyrir stöðu þeirra og því sé rétt að hætta að nota þessi orð. Við eigum að hverfa frá því að raða fólki sífellt í einhverja kassa. Við erum öll fólk, einstaklingar með réttindi og skyldur í þessu samfélagi hvort sem við erum veik, með fötlun, erum börn, öldruð eða annað en ekki fé í réttum. Fötlun eða veikindi eiga ekki að vera sjálfkrafa ávísun á einhvers konar stéttarfélag. ÖBÍ hefur oftsinnis háð harða baráttu fyrir kjörum fólks með fötlun og náð markverðum árangri. En hugmyndafræðilega hefur ÖBÍ staðnað. Þrátt fyrir að fyrir liggi sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra sem er alþjóðleg tímamótasamþykkt er umræða um málefni fatlaðra að miklu leyti föst í gömlu stéttar- og kjarabaráttufari. Eins miklu máli og það skiptir að allir landsmenn búi við fjárhagslegt öryggi þá verður að rjúfa þann vítahring einangrunar og óvirkni sem fyrirkomulag almannatrygginga ýtir beinlínis undir með tekjutengingum sínum og flækjustigi. Hver ný ákvörðun stjórnvalda um breytingar á undanförnum árum hefur flækt og ruglað kerfið enn meira. Það er ótrúlegt að enn í dag skuli vera ríkjandi ótti við að skera upp þetta margstagbætta og úr sér gengna kerfi frá grunni og einfalda það verulega. En undan því verður ekki lengur vikist. Nú er að störfum nefnd velferðarráðherra sem á að vinna að einföldun kerfisins og vonandi er að þar komi fram róttækar tillögur til breytinga. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slík nefnd starfar á vegum stjórnvalda að þessu verkefni en það er vonandi að nú takist betur til en áður enda væri það ein besta afmælisgjöfin til lífeyrisþega þessa lands.
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun