Njóta sjómenn auðlindaarðsins? Jón Steinsson skrifar 5. maí 2011 07:00 Tryggvi Þór Herbertsson, alþingismaður, skrifaði nýverið grein í Fréttablaðið um „sorgarsögu almenninga.“ Greinin er í flesta staði góð. Þó er eitt atriði sem ég vil gera verulegar athugasemdir við. Í greininni segir Tryggvi: „Sá auðlindaarður sem nú er í fiskveiðum við Íslands skiptist milli útgerða, sjómanna (vegna hlutaskiptakerfisins) og ríkisins í nokkuð jöfnum hlutum.“ Þetta fær ekki staðist. Eða réttara sagt, ekkert – hvorki kenningar né gögn – styður þá staðhæfingu þingmanns að hlutaskiptakerfið leiði til þess að hluti auðlindaarðsins renni til sjómanna. Kjarasamningar sjómanna fela í sér að laun sjómanna sveiflast með aflaverðmæti. Það þýðir að sjómenn eru að taka á sig hluta af áhættunni sem fylgir slíkum sveiflum. En það þýðir EKKI að laun sjómanna séu hærri að meðaltali en þau væru ef kjarasamningar þeirra væru annars eðlis. (Eitt mikilvægt tæki sem útgerðarmenn nota til þess að halda niðri launum þegar aflaverð er hátt er sala á afla til tengdra aðila á undirverði.) Tryggvi telur að auðlindaarðurinn sé á bilinu 40 til 55 ma.kr. Ef staðhæfing hans um að u.þ.b. þriðjungur arðsins renni til sjómanna er rétt, jafngildir það því að laun sjómanna séu um 15 ma.kr hærri en þau væru „á almennum markaði.“ Ef þetta væri rétt væri að staðaldir gríðarleg umframeftirspurnar eftir plássum á togurum. Raunin er að það er, ef eitthvað er, skortur á til dæmis vélstjórum. Laun sjómanna eru tiltölulega há. En störf þeirra eru erfið, hættuleg og kalla á langdvalir frá fjölskyldu. Fyrir slíkt þarf að borga vel. Það breytist ekki þótt veiðigjald verði hækkað. Vitaskuld er umframeftirspurn eftir „góðum plássum.“ En það á við í öllum geirum. Ef staðhæfing Tryggva væri rétt myndi hún þýða að verulegar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu myndu lækka laun sjómanna. Þetta eru ein af falsrökunum sem LÍÚ hefur staglast á í mörg ár til þess að hræða sjómenn og grafa undan stuðningi við breytingar í sjávarútvegi á landsbyggðinni. Góður mælikvarði á auðlindaarðinn er verg hlutdeild fjármagns (e. EBITDA) að frádreginni 8% árgreiðslu. Þessi stærð hefur einmitt verið um 45 ma.kr síðustu ár. Ef veiðigjald er miðal við þessa stærð mun það ekki hafa nein bein áhrif á laun sjómanna þar sem laun hafa þá þegar verið dregin frá upphæðinni sem veiðigjaldið leggst á. (Þetta er frábrugðið núverandi veiðigjald sem leggst á aflaverðmæti.) Líklegustu áhrif breytinga væru hækkun á launum sjómanna til skemmri tíma (þar sem allur afli myndi fara á markað) og engin áhrif til lengri tíma. Það er rangt hjá Tryggva að sjómenn njóti auðlindaarðsins. Í dag rennur allur þorri auðlindaarðsins óskiptur til útgerðarmanna. Sjómenn fá líkast til ekkert. Greiðslur útgerðarinnar til ríkissjóðs næga varla fyrir þeim kostnaði sem ríkið ber við að halda úti kvótakerfinu. Þetta ástand eru LÍÚ-menn skiljanlega tilbúnir að verja með kjafti og klóm. Þeir víla það til dæmis ekki fyrir sér að halda kjarasamningum allra launamanna í gíslingu. Næstu mánuði verður hart barist um sjávarútvegsmál. LÍÚ mun beyta alls kyns hræðsluáróðri sem á ekki við rök að styðjast. Það verður sagt að laun sjómanna lækki, að fyrirtæki leggi upp laupana í hrönnum, að bankarnir hrynji, að sjávarbyggðir leggist í eyði, o.s.fr. Ekki láta glepjast. Í raun geta breytingar – ef þær eru rétt út færðar – aukið hagkvæmni og bætt rekstrarumhverfi í sjávarútvegi jafnframt því að auka tekjur ríkisins sem þá getur bætt þjónustu og lækkað skatta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Tryggvi Þór Herbertsson, alþingismaður, skrifaði nýverið grein í Fréttablaðið um „sorgarsögu almenninga.“ Greinin er í flesta staði góð. Þó er eitt atriði sem ég vil gera verulegar athugasemdir við. Í greininni segir Tryggvi: „Sá auðlindaarður sem nú er í fiskveiðum við Íslands skiptist milli útgerða, sjómanna (vegna hlutaskiptakerfisins) og ríkisins í nokkuð jöfnum hlutum.“ Þetta fær ekki staðist. Eða réttara sagt, ekkert – hvorki kenningar né gögn – styður þá staðhæfingu þingmanns að hlutaskiptakerfið leiði til þess að hluti auðlindaarðsins renni til sjómanna. Kjarasamningar sjómanna fela í sér að laun sjómanna sveiflast með aflaverðmæti. Það þýðir að sjómenn eru að taka á sig hluta af áhættunni sem fylgir slíkum sveiflum. En það þýðir EKKI að laun sjómanna séu hærri að meðaltali en þau væru ef kjarasamningar þeirra væru annars eðlis. (Eitt mikilvægt tæki sem útgerðarmenn nota til þess að halda niðri launum þegar aflaverð er hátt er sala á afla til tengdra aðila á undirverði.) Tryggvi telur að auðlindaarðurinn sé á bilinu 40 til 55 ma.kr. Ef staðhæfing hans um að u.þ.b. þriðjungur arðsins renni til sjómanna er rétt, jafngildir það því að laun sjómanna séu um 15 ma.kr hærri en þau væru „á almennum markaði.“ Ef þetta væri rétt væri að staðaldir gríðarleg umframeftirspurnar eftir plássum á togurum. Raunin er að það er, ef eitthvað er, skortur á til dæmis vélstjórum. Laun sjómanna eru tiltölulega há. En störf þeirra eru erfið, hættuleg og kalla á langdvalir frá fjölskyldu. Fyrir slíkt þarf að borga vel. Það breytist ekki þótt veiðigjald verði hækkað. Vitaskuld er umframeftirspurn eftir „góðum plássum.“ En það á við í öllum geirum. Ef staðhæfing Tryggva væri rétt myndi hún þýða að verulegar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu myndu lækka laun sjómanna. Þetta eru ein af falsrökunum sem LÍÚ hefur staglast á í mörg ár til þess að hræða sjómenn og grafa undan stuðningi við breytingar í sjávarútvegi á landsbyggðinni. Góður mælikvarði á auðlindaarðinn er verg hlutdeild fjármagns (e. EBITDA) að frádreginni 8% árgreiðslu. Þessi stærð hefur einmitt verið um 45 ma.kr síðustu ár. Ef veiðigjald er miðal við þessa stærð mun það ekki hafa nein bein áhrif á laun sjómanna þar sem laun hafa þá þegar verið dregin frá upphæðinni sem veiðigjaldið leggst á. (Þetta er frábrugðið núverandi veiðigjald sem leggst á aflaverðmæti.) Líklegustu áhrif breytinga væru hækkun á launum sjómanna til skemmri tíma (þar sem allur afli myndi fara á markað) og engin áhrif til lengri tíma. Það er rangt hjá Tryggva að sjómenn njóti auðlindaarðsins. Í dag rennur allur þorri auðlindaarðsins óskiptur til útgerðarmanna. Sjómenn fá líkast til ekkert. Greiðslur útgerðarinnar til ríkissjóðs næga varla fyrir þeim kostnaði sem ríkið ber við að halda úti kvótakerfinu. Þetta ástand eru LÍÚ-menn skiljanlega tilbúnir að verja með kjafti og klóm. Þeir víla það til dæmis ekki fyrir sér að halda kjarasamningum allra launamanna í gíslingu. Næstu mánuði verður hart barist um sjávarútvegsmál. LÍÚ mun beyta alls kyns hræðsluáróðri sem á ekki við rök að styðjast. Það verður sagt að laun sjómanna lækki, að fyrirtæki leggi upp laupana í hrönnum, að bankarnir hrynji, að sjávarbyggðir leggist í eyði, o.s.fr. Ekki láta glepjast. Í raun geta breytingar – ef þær eru rétt út færðar – aukið hagkvæmni og bætt rekstrarumhverfi í sjávarútvegi jafnframt því að auka tekjur ríkisins sem þá getur bætt þjónustu og lækkað skatta.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun