Árið sem ógeðið byrjaði Sveinn Rúnar Hauksson og Anna Pála Sverrisdóttir skrifar 14. maí 2011 07:00 Palestína Sveinn Rúnar Hauksson Anna Pála Sverrisdóttir höfundar eru stjórnarmenn í Félaginu Ísland-Palestína Ógeðið heitir Nakba á arabísku og þýðir því sem næst katastrófan, stóra áfallið eða hörmungarnar. Árið var 1948 og það ár var Ísraelsríki stofnað þann 14. maí. Vel vopnuðum hópum innfluttra gyðinga tókst með hryðjuverkum að hrekja stóran hluta palestínsku íbúanna burt frá sínu heimalandi, ekki færri en 700 þúsund manns. Nakba táknar líka hernámið sem staðið hefur í 63 ár, og það felur í sér margt ógeðið. Ekkert hernám einnar þjóðar á annarri í samtímasögunni hefur staðið eins lengi. Samt bendir ekkert til að leiðtogar Ísraels láti sér detta í hug af alvöru að skila herteknu landi, hvað þá hleypa fimm milljónum flóttamanna aftur heim. Síðastliðin 20 ár hefur viss friðarviðleitni verið í gangi, að minnsta kosti í orði, og er það Bandaríkjastjórn sem hefur haft frumkvæðið. Þessi viðleitni hefur þó ekki fært Ísrael og Palestínu nær réttlátri lausn. Þvert á móti hefur hernámið látlaust sótt á með aukinni landtöku frá Palestínumönnum, byggingu aðskilnaðarmúrs, skipulagðra morða á forystumönnum og stórfelldum stríðsaðgerðum gegn íbúum á Gaza. Ísrael hefur tekist með aðstoð Bandaríkjanna að snúa öðrum ríkjum gegn palestínsku þjóðinni og sjálfsákvörðunarrétti hennar. Þannig var þjóðinni sem heild og sérstaklega íbúum Gaza-svæðisins refsað fyrir að kjósa yfir sig Hamas-samtökin. Hjá leiðtogum Evrópuríkja jafnt og í Bandaríkjunum hefur ísraelski áróðurinn um Hamas endurómað. Þar er þráfaldlega staglast á því að Hamas vilji ekki viðurkenna Ísrael, enda þótt stefna Hamas allt frá árinu 2003 hafi verið friðsamleg sambúð við Ísrael innan landamæranna frá 1967. Ísland þarf af rífa sig út úr þessu samkvæmi og virða í verki sjálfsákvörðunarrétt palestínsku þjóðarinnar. Síðustu ár höfum við tekið mikilvæg skref í þá átt en betur má ef duga skal. Ísland getur enn orðið fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna sjálfstæða, frjálsa og fullvalda Palestínu. Utanríkisráðherra okkar á enn eftir að fara í mikilvæga ferð til Gaza og hitta stjórnvöld þar að máli, leiðtoga Hamas, Fatah og annarra stjórnmálasamtaka. Þetta er í samræmi við stefnu Alþingis og með slíkri ferð leggur utanríkisráðherrann af mörkum til þess lífsnauðsynlega sáttaferlis sem nýlega er hafið hjá Palestínumönnum. Án sátta og sameinaðrar forystu útávið geta Palestínumenn ekki mætt til raunverulegra friðarviðræðna. Allt frá fyrstu dögum Nakba hefur hernámið og landránið vaxið stöðugt og ekkert bent til að Ísraelsríki ætlaði að beygja af þeirri braut. Engu að síður hefur friðarviljinn lifað af meðal Palestínumanna og stjórnmálasamtaka þeirra. Öll eru þau reiðubúin til að sætta sig við þá sögulegu eftirgjöf að Ísrael haldi nærri fjórum fimmtu af upphaflegri Palestínu og ríki þeirra verði á þeim 22 % sem eru Gaza, Vesturbakkinn og Austur-Jerúsalem. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Palestína Sveinn Rúnar Hauksson Anna Pála Sverrisdóttir höfundar eru stjórnarmenn í Félaginu Ísland-Palestína Ógeðið heitir Nakba á arabísku og þýðir því sem næst katastrófan, stóra áfallið eða hörmungarnar. Árið var 1948 og það ár var Ísraelsríki stofnað þann 14. maí. Vel vopnuðum hópum innfluttra gyðinga tókst með hryðjuverkum að hrekja stóran hluta palestínsku íbúanna burt frá sínu heimalandi, ekki færri en 700 þúsund manns. Nakba táknar líka hernámið sem staðið hefur í 63 ár, og það felur í sér margt ógeðið. Ekkert hernám einnar þjóðar á annarri í samtímasögunni hefur staðið eins lengi. Samt bendir ekkert til að leiðtogar Ísraels láti sér detta í hug af alvöru að skila herteknu landi, hvað þá hleypa fimm milljónum flóttamanna aftur heim. Síðastliðin 20 ár hefur viss friðarviðleitni verið í gangi, að minnsta kosti í orði, og er það Bandaríkjastjórn sem hefur haft frumkvæðið. Þessi viðleitni hefur þó ekki fært Ísrael og Palestínu nær réttlátri lausn. Þvert á móti hefur hernámið látlaust sótt á með aukinni landtöku frá Palestínumönnum, byggingu aðskilnaðarmúrs, skipulagðra morða á forystumönnum og stórfelldum stríðsaðgerðum gegn íbúum á Gaza. Ísrael hefur tekist með aðstoð Bandaríkjanna að snúa öðrum ríkjum gegn palestínsku þjóðinni og sjálfsákvörðunarrétti hennar. Þannig var þjóðinni sem heild og sérstaklega íbúum Gaza-svæðisins refsað fyrir að kjósa yfir sig Hamas-samtökin. Hjá leiðtogum Evrópuríkja jafnt og í Bandaríkjunum hefur ísraelski áróðurinn um Hamas endurómað. Þar er þráfaldlega staglast á því að Hamas vilji ekki viðurkenna Ísrael, enda þótt stefna Hamas allt frá árinu 2003 hafi verið friðsamleg sambúð við Ísrael innan landamæranna frá 1967. Ísland þarf af rífa sig út úr þessu samkvæmi og virða í verki sjálfsákvörðunarrétt palestínsku þjóðarinnar. Síðustu ár höfum við tekið mikilvæg skref í þá átt en betur má ef duga skal. Ísland getur enn orðið fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna sjálfstæða, frjálsa og fullvalda Palestínu. Utanríkisráðherra okkar á enn eftir að fara í mikilvæga ferð til Gaza og hitta stjórnvöld þar að máli, leiðtoga Hamas, Fatah og annarra stjórnmálasamtaka. Þetta er í samræmi við stefnu Alþingis og með slíkri ferð leggur utanríkisráðherrann af mörkum til þess lífsnauðsynlega sáttaferlis sem nýlega er hafið hjá Palestínumönnum. Án sátta og sameinaðrar forystu útávið geta Palestínumenn ekki mætt til raunverulegra friðarviðræðna. Allt frá fyrstu dögum Nakba hefur hernámið og landránið vaxið stöðugt og ekkert bent til að Ísraelsríki ætlaði að beygja af þeirri braut. Engu að síður hefur friðarviljinn lifað af meðal Palestínumanna og stjórnmálasamtaka þeirra. Öll eru þau reiðubúin til að sætta sig við þá sögulegu eftirgjöf að Ísrael haldi nærri fjórum fimmtu af upphaflegri Palestínu og ríki þeirra verði á þeim 22 % sem eru Gaza, Vesturbakkinn og Austur-Jerúsalem.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun