Frelsi fylgir ábyrgð – II Katrín Jakobsdóttir skrifar 20. maí 2011 06:00 Í nýjum lögum um fjölmiðla er kveðið á um að ávallt sé upplýst með gegnsæjum og aðgengilegum hætti fyrir almenning hvernig eignarhaldi fjölmiðla sé háttað. Þá var kveðið á um skipan þverpólitískrar nefndar með fulltrúum allra þingflokka, sem hefur það hlutverk að kanna samþjöppun á eignarhaldi á fjölmiðlamarkaði hér á landi og gera eftir atvikum tillögur um einhverjar skorður í þeim efnum. Er hún nú að störfum og á að skila tillögum í sumar. Skráningarskylda fjölmiðlaSá misskilningur hefur komið upp að nýju fjölmiðlalögin geri bloggsíður og almennar vefsíður skráningarskyldar. Hið rétta er að aðeins þær vefsíður teljast til fjölmiðla sem hafa sérstaka ritstjórn skv. skilgreiningu laganna og afar umfangsmiklum skýringum í greinargerð. Þær byggjast að nokkru leyti á skilgreiningum og túlkunum á tilskipun ESB sem innleidd er í fjölmiðlalögunum. Skilgreiningar á ritstjórn ná einnig til prentmiðla og fjölmiðla á netinu. Gert er ráð fyrir að hugtakið ritstjórn sé túlkað þröngt því starfsemi einstaklings sem rekur vefsíðu getur aðeins í undantekningartilvikum talist fjölmiðill miðað við þau skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi, t.d. hvort viðkomandi hafi það að atvinnu að miðla og bera ábyrgð á ritstjórnarlegri skipan efnis og hvort megintilgangur viðkomandi fyrirtækis eða einstaklings sé að miðla fjölmiðlaefni. Af þessu leiðir að mikill meirihluti alls þess efnis sem miðlað er á vefnum fellur ekki undir hugtakið fjölmiðil. Þó verður að líta svo á að með breyttri fjölmiðlanotkun almennings verði að fella vefsíður, sem sannarlega geta talist fjölmiðlar, undir hugtakið þannig að þeir hljóti sömu réttindi og hafi sömu skyldur og prent- og ljósvakamiðlar. Fjölmiðlanefnd og hlutverk hennarFyrir bankahrunið var sú skoðun almenn að fjármálafyrirtæki væru ekki frábrugðin öðrum fyrirtækjum og því væri sérstakt eftirlit með starfsemi þeirra ónauðsynlegt, jafnvel óæskilegt. Þessi afstaða er nú á undanhaldi enda flestum ljóst að fjármálafyrirtæki gegna lykilhlutverki í gangverki efnahagslífs hvers samfélags. Með sama hætti gegna fjölmiðlar lykilhlutverki í lýðræðisríkjum eins og hér hefur verið lýst. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er m.a. vikið að stöðu fjölmiðla og umfjöllun þeirra um fjármálamarkaðinn árin fyrir hrunið. Þar er mælt með að komið verði á „faglegu eftirliti með fjölmiðlum sem hafi það að markmiði að tryggja að þeir ræki af ábyrgð hlutverk sitt í lýðræðisríki og verndi almannahagsmuni“. Samkvæmt fjölmiðlalögum er fjölmiðlanefnd ætlað að sjá um þetta eftirlit auk þess að framfylgja markmiðum laganna, þ.á m. um gagnsæi eignarhalds og að fjölmiðlar fari að lögum, t.d. um efni sem getur verið skaðlegt börnum eða um aðgreiningu auglýsinga og ritstjórnarefnis. Fjölmiðlanefnd er sjálfstæð stjórnsýslunefnd og er því ekki hægt að kæra ákvarðanir hennar til ráðherra. Þetta fyrirkomulag er haft til að tryggja sjálfstæði hennar gagnvart framkvæmdavaldinu. Hér er því engin breyting frá því fyrirkomulagi sem verið hefur með útvarpsréttarnefnd, sem hefur eftirlitshlutverki að gegna gagnvart ljósvakamiðlum. Ákvörðunum hennar hefur ekki verið hægt að áfrýja til annars stjórnvalds. Breytingin felst hins vegar í því að fjölmiðlanefndin er fjölmennari auk þess sem hún mun hafa starfsfólk og er því fyrirkomulagi m.a. ætlað að auka sjálfstæði nefndarinnar. Útvarpsréttarnefndin heyrði beint undir ráðherra og öll stjórnsýsla hennar hefur farið fram í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þó að ekki sé hægt að skjóta úrskurðum fjölmiðlanefndar til annars stjórnvalds er ávallt hægt að fara með þá fyrir dómstóla. Nefndin verður skipuð fimm fulltrúum, tveimur tilnefndum af Hæstarétti, einum tilnefndum af Blaðamannafélagi Íslands, einum tilnefndum af samstarfsnefnd háskólastigsins og einum tilnefndum af mennta- og menningarmálaráðherra. Er þetta fyrirkomulag viðhaft til að tryggja sjálfstæði fjölmiðlanefndar með sem bestum hætti gagnvart pólitískum áhrifum. Ég vek sérstaka athygli á því að mörg ákvæði í frumvarpinu eru beinlínis sett í þeim tilgangi að tryggja virkt tjáningarfrelsi og þar með opna umræðu og skoðanaskipti. Hafa verður í huga að flest þessara ákvæða hafa verið í lögum um árabil, án þess að þeim hafi verið framfylgt á virkan hátt. Er það æskilegt? Andstætt því sem margir virðast halda sýnir reynsla annarra ríkja að virkt eftirlit með starfsemi fjölmiðla tryggir betur tjáningarfrelsi og er til þess fallið að auka traust almennings á fjölmiðlum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Í nýjum lögum um fjölmiðla er kveðið á um að ávallt sé upplýst með gegnsæjum og aðgengilegum hætti fyrir almenning hvernig eignarhaldi fjölmiðla sé háttað. Þá var kveðið á um skipan þverpólitískrar nefndar með fulltrúum allra þingflokka, sem hefur það hlutverk að kanna samþjöppun á eignarhaldi á fjölmiðlamarkaði hér á landi og gera eftir atvikum tillögur um einhverjar skorður í þeim efnum. Er hún nú að störfum og á að skila tillögum í sumar. Skráningarskylda fjölmiðlaSá misskilningur hefur komið upp að nýju fjölmiðlalögin geri bloggsíður og almennar vefsíður skráningarskyldar. Hið rétta er að aðeins þær vefsíður teljast til fjölmiðla sem hafa sérstaka ritstjórn skv. skilgreiningu laganna og afar umfangsmiklum skýringum í greinargerð. Þær byggjast að nokkru leyti á skilgreiningum og túlkunum á tilskipun ESB sem innleidd er í fjölmiðlalögunum. Skilgreiningar á ritstjórn ná einnig til prentmiðla og fjölmiðla á netinu. Gert er ráð fyrir að hugtakið ritstjórn sé túlkað þröngt því starfsemi einstaklings sem rekur vefsíðu getur aðeins í undantekningartilvikum talist fjölmiðill miðað við þau skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi, t.d. hvort viðkomandi hafi það að atvinnu að miðla og bera ábyrgð á ritstjórnarlegri skipan efnis og hvort megintilgangur viðkomandi fyrirtækis eða einstaklings sé að miðla fjölmiðlaefni. Af þessu leiðir að mikill meirihluti alls þess efnis sem miðlað er á vefnum fellur ekki undir hugtakið fjölmiðil. Þó verður að líta svo á að með breyttri fjölmiðlanotkun almennings verði að fella vefsíður, sem sannarlega geta talist fjölmiðlar, undir hugtakið þannig að þeir hljóti sömu réttindi og hafi sömu skyldur og prent- og ljósvakamiðlar. Fjölmiðlanefnd og hlutverk hennarFyrir bankahrunið var sú skoðun almenn að fjármálafyrirtæki væru ekki frábrugðin öðrum fyrirtækjum og því væri sérstakt eftirlit með starfsemi þeirra ónauðsynlegt, jafnvel óæskilegt. Þessi afstaða er nú á undanhaldi enda flestum ljóst að fjármálafyrirtæki gegna lykilhlutverki í gangverki efnahagslífs hvers samfélags. Með sama hætti gegna fjölmiðlar lykilhlutverki í lýðræðisríkjum eins og hér hefur verið lýst. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er m.a. vikið að stöðu fjölmiðla og umfjöllun þeirra um fjármálamarkaðinn árin fyrir hrunið. Þar er mælt með að komið verði á „faglegu eftirliti með fjölmiðlum sem hafi það að markmiði að tryggja að þeir ræki af ábyrgð hlutverk sitt í lýðræðisríki og verndi almannahagsmuni“. Samkvæmt fjölmiðlalögum er fjölmiðlanefnd ætlað að sjá um þetta eftirlit auk þess að framfylgja markmiðum laganna, þ.á m. um gagnsæi eignarhalds og að fjölmiðlar fari að lögum, t.d. um efni sem getur verið skaðlegt börnum eða um aðgreiningu auglýsinga og ritstjórnarefnis. Fjölmiðlanefnd er sjálfstæð stjórnsýslunefnd og er því ekki hægt að kæra ákvarðanir hennar til ráðherra. Þetta fyrirkomulag er haft til að tryggja sjálfstæði hennar gagnvart framkvæmdavaldinu. Hér er því engin breyting frá því fyrirkomulagi sem verið hefur með útvarpsréttarnefnd, sem hefur eftirlitshlutverki að gegna gagnvart ljósvakamiðlum. Ákvörðunum hennar hefur ekki verið hægt að áfrýja til annars stjórnvalds. Breytingin felst hins vegar í því að fjölmiðlanefndin er fjölmennari auk þess sem hún mun hafa starfsfólk og er því fyrirkomulagi m.a. ætlað að auka sjálfstæði nefndarinnar. Útvarpsréttarnefndin heyrði beint undir ráðherra og öll stjórnsýsla hennar hefur farið fram í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þó að ekki sé hægt að skjóta úrskurðum fjölmiðlanefndar til annars stjórnvalds er ávallt hægt að fara með þá fyrir dómstóla. Nefndin verður skipuð fimm fulltrúum, tveimur tilnefndum af Hæstarétti, einum tilnefndum af Blaðamannafélagi Íslands, einum tilnefndum af samstarfsnefnd háskólastigsins og einum tilnefndum af mennta- og menningarmálaráðherra. Er þetta fyrirkomulag viðhaft til að tryggja sjálfstæði fjölmiðlanefndar með sem bestum hætti gagnvart pólitískum áhrifum. Ég vek sérstaka athygli á því að mörg ákvæði í frumvarpinu eru beinlínis sett í þeim tilgangi að tryggja virkt tjáningarfrelsi og þar með opna umræðu og skoðanaskipti. Hafa verður í huga að flest þessara ákvæða hafa verið í lögum um árabil, án þess að þeim hafi verið framfylgt á virkan hátt. Er það æskilegt? Andstætt því sem margir virðast halda sýnir reynsla annarra ríkja að virkt eftirlit með starfsemi fjölmiðla tryggir betur tjáningarfrelsi og er til þess fallið að auka traust almennings á fjölmiðlum.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun