

Hljómleikarnir í London 1985
Það mun hafa verið á Listahátíð 1984 að breska sinfóníuhljómsveitin Philharmonia heimsótti Ísland. Eftir þá ferð sneri framkvæmdastjóri hennar, Archie Newman, sér til mín, þá sendiherra í London. Sagði hann að hljómsveitin hefði samþykkt að færa sem gjöf sinn hlut af flutningi á stórtónleikum í Royal Festival Hall til byggingar tónlistarhallar í Reykjavík. Stefnt skyldi hátt og yrði að fá Vladimir Ashkenazy til að stjórna. Vænlegast væri að sendiherrann bæri það upp. Vegna bókana kæmi aðeins til greina einn dagur þennan vetur. Þetta var tilefni þess að að ég átti símtal við Ashkenazy á heimili hans í Sviss og féllst hann á að stjórna Philharmonia 26. febrúar 1985. Síðar í London sagði hann, að þetta væri brúðkaupsdagur þeirra Þórunnar og hefði hann brugðið af fastri venju að vinna ekki þann dag. But I will do anything for Iceland, sagði snillingurinn sá.
Eftir þetta var framundan mikil vinna til undirbúnings þessum „gala“ eða hátíðatónleikunum. Viðstödd voru forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir og Charles prins af Wales og Lady Diana. Íslensku fyrirtækin í Bretlandi studdu tónleikana dyggilega með miðakaupum á hækkuðu verði fyrir fjölmarga boðsgesti þeirra. Þá var gefið út afar glæsilegt kynningarrit fyrir tónleikana með útskýringum á verkunum sem flutt voru eftir Sibelius, Grieg og Dvorak. Þar var mjög vinsamleg úttekt á tónlistarlífi og kennslu á Íslandi. Auglýsingar keyptar dýru verði voru frá íslenskum og breskum fyrirtækjum og bönkum. Var tónleikunum tekið af miklum fögnuði og ekki hvað síst frábærum flutningi söngkonunnar Elisabeth Söderström.
Eftir tónleikana héldum við Elsa fjölsótta móttöku í sendiherrabústaðnum að 101 Park Street til heiðurs forseta Íslands. Daginn eftir var kvöldverður á vegum íslensku nefndarinnar og er mér minnistæður vegna ræðu sem Söderström hélt og minntist þá Guðmundar Jónssonar, skólabróður síns úr söngnámi í Stokkhólmi. Hann hafði til að bera hina fegurstu söngrödd og hefði orðið stjarna við hvaða óperu sem var í Evrópu en kaus að halda heim til Íslands.
Ég hef löngum verið þeirrar skoðunar að drýgstan þátt í þessu tónleikaævintýri hafi átt heiðursmaðurinn Archie Newman. Hann hafði áður stuðlað að samvinnu við sendiráðið vegna tónleika til kynningar á verkum Áskels Mássonar í Wigmore Hall 19. mars 1984.
Skoðun

Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum
Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar

Jón og félagar eru farnir
Árni Guðmundsson skrifar

Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi
Einar Karl Friðriksson skrifar

Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru
Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar

Við lifum í skjóli hvers annars
Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar

Halldór 01.03.2025
skrifar

COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Meira um íslenskan her
skrifar

Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu
Hópur Sjálfstæðismanna skrifar

Háskóladagurinn og föðurlausir drengir
Margrét Valdimarsdóttir skrifar

Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands
Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar

En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla
Pétur Henry Petersen skrifar

Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur
Micah Garen skrifar

Tölum um það sem skiptir máli
Flosi Eiríksson skrifar

Hvernig borg verður til
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar?
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum
Helga Rósa Másdóttir skrifar

Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund?
Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar

Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025
Alice Viktoría Kent skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar
Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar

Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl
Jóna Lárusdóttir skrifar

Látum verkin tala
Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn
Jón Ólafur Halldórsson skrifar

Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Glötuðu tækifærin
Guðmundur Ragnarsson skrifar

Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf
Sverrir Fannberg Júliusson skrifar

Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina!
Sigvaldi Einarsson skrifar

Hvað eru Innri þróunarmarkmið?
Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar