(Ó)verðtryggð lán Már Wolfgang Mixa skrifar 23. maí 2011 07:00 Eftir verðbólguskot í kjölfar Hruns hefur umræðan um að banna eigi verðtryggð lán verið hávær, meðal annars í nýlegri skýrslu Verðtryggingarnefndar. Þetta er undarlegt – verðtryggð lán hafa, þrátt fyrir allt, borið lægri nafnvexti en óverðtryggð lán, enda geta lánveitendur þá síður rukkað lántaka fyrir óvissuálagi sem jafnan fylgir óverðtryggðum lánum. Þetta eru niðurstöður erlendra rannsókna, auk þess sem samanburður á nafnávöxtun almennra skuldabréfalána banka og sparisjóða árin 1995-2010 gefur til kynna að óverðtryggð lán eru lántökum jafnan kostnaðarsamari. Takmörkuð áhrif stýrivaxta eru meðal ókosta verðtryggðra lána. Þetta kom berlega fram í undanfara Hruns þegar stýrivextir hækkuðu sífellt án árangurs því verðbólga hélst lág vegna sterkrar krónu og bankar fóru að lána með lægra raunvaxtaálagi eða veita lán tengd erlendum myntum. Væru lán óverðtryggð myndi greiðslubyrði hækka í takti við vaxtahækkanir og virka eins og hækkun á leiguverði, sem drægi úr þenslu. Auk þess er freistnivandi fylgifiskur verðtryggðra lánveitinga því lántakendur þurfa að glíma við verðbólguskot, ekki lánveitendur. Í stað þess að banna verðtryggð lán ætti að finna gullinn meðalveg í útlánum, þar sem framboð verðtryggðra og óverðtryggðra lána væri til staðar en dregið væri úr ókostum verðtryggðra lána. Einföld leið til að leysa vandann er að setja þak á verðtryggð lán tengt hverju veði. Sé hámarkslán af fasteignamati húsnæðis t.d. 70% en hámarkslánshlutfall fyrir verðtryggð lán einungis 50% þá þurfa þeir sem taka lán umfram 50% að fá óverðtryggt lán sem nemur í það minnsta 20% af fasteignamatinu. Þannig bera stýrivextir meiri árangur, lántökum stendur til boða verðtryggt lán að ákveðnu marki en freistnivandi lánveitanda við útlán minnkar. Framboð á óverðtryggðum og verðtryggðum lánamöguleikum er því til staðar, stýrivextir Seðlabankans virka betur við hagstjórn og vitund fólks á vaxtakostnaði tengdum mismunandi lánum verður betri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Már Wolfgang Mixa Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Eftir verðbólguskot í kjölfar Hruns hefur umræðan um að banna eigi verðtryggð lán verið hávær, meðal annars í nýlegri skýrslu Verðtryggingarnefndar. Þetta er undarlegt – verðtryggð lán hafa, þrátt fyrir allt, borið lægri nafnvexti en óverðtryggð lán, enda geta lánveitendur þá síður rukkað lántaka fyrir óvissuálagi sem jafnan fylgir óverðtryggðum lánum. Þetta eru niðurstöður erlendra rannsókna, auk þess sem samanburður á nafnávöxtun almennra skuldabréfalána banka og sparisjóða árin 1995-2010 gefur til kynna að óverðtryggð lán eru lántökum jafnan kostnaðarsamari. Takmörkuð áhrif stýrivaxta eru meðal ókosta verðtryggðra lána. Þetta kom berlega fram í undanfara Hruns þegar stýrivextir hækkuðu sífellt án árangurs því verðbólga hélst lág vegna sterkrar krónu og bankar fóru að lána með lægra raunvaxtaálagi eða veita lán tengd erlendum myntum. Væru lán óverðtryggð myndi greiðslubyrði hækka í takti við vaxtahækkanir og virka eins og hækkun á leiguverði, sem drægi úr þenslu. Auk þess er freistnivandi fylgifiskur verðtryggðra lánveitinga því lántakendur þurfa að glíma við verðbólguskot, ekki lánveitendur. Í stað þess að banna verðtryggð lán ætti að finna gullinn meðalveg í útlánum, þar sem framboð verðtryggðra og óverðtryggðra lána væri til staðar en dregið væri úr ókostum verðtryggðra lána. Einföld leið til að leysa vandann er að setja þak á verðtryggð lán tengt hverju veði. Sé hámarkslán af fasteignamati húsnæðis t.d. 70% en hámarkslánshlutfall fyrir verðtryggð lán einungis 50% þá þurfa þeir sem taka lán umfram 50% að fá óverðtryggt lán sem nemur í það minnsta 20% af fasteignamatinu. Þannig bera stýrivextir meiri árangur, lántökum stendur til boða verðtryggt lán að ákveðnu marki en freistnivandi lánveitanda við útlán minnkar. Framboð á óverðtryggðum og verðtryggðum lánamöguleikum er því til staðar, stýrivextir Seðlabankans virka betur við hagstjórn og vitund fólks á vaxtakostnaði tengdum mismunandi lánum verður betri.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun