Bílar tíu slökkviliða við hreinsunarstörf 28. maí 2011 09:00 Hreinsunarstarf á hamfarasvæðinu á Suðurlandi gekk að óskum í gær. Slökkvilið frá mörgum sveitarfélögum voru við störf með hjálp björgunarsveita. Gosvirkni í Grímsvötnum dvínar enn og viðbúnaðarstig hefur verið lækkað. Mynd/Stefán Karlsson Yfir hundrað manna lið slökkviliðs- og björgunarsveitamanna víðs vegar að tóku þátt í hreinsunarstarfi á Kirkjubæjarklaustri og nærsveitum í gær. Hreinsa þarf hundruð húsa allt frá Álftaveri austur að Lómagnúpi. Gosvirkni í Grímsvötnum dvínar stöðugt en áfram er fólki ráðið frá því að fara nærri eldstöðinni. Vagn Kristjánsson, verkefnastjóri þjónustumiðstöðvar almannavarna á Klaustri, segir að hreinsunarstarfið hafi gengið vonum framar. „Hér er afar öflugt lið slökkviliðs- og björgunarsveitarmanna við störf. Þetta eru fagmenn og eins og þeir hafi aldrei gert annað; samstarfið er frábært." Vagn segir að hér sé samstillt átak á ferðinni því slökkvilið af höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Hveragerði, Selfossi, Hellu, Vík, Klaustri og Öræfum var að störfum í gær auk þess sem Mjólkursamsalan á Selfossi lánaði mjólkurbíl með tengivagni til að keyra vatn til að fylla á bílana. Vagn segir verkefnið fram undan vera ærið. „Það þarf að skoða og þvo allt húsnæði frá Álftaveri austur að Lómagnúpi. Ég áætla að þetta séu nokkur hundruð hús sem gæta þarf að." Vagn segir útilokað að meta hvenær hægt sé að segja hreinsunarstörfum lokið enda sé það veðurguðanna að ákveða það. „Það fer eftir því hvað gerist þegar næst hreyfir vind, núna er rigning og allt gott." Fólk á hamfarasvæðinu hefur nokkrar áhyggjur af því ef hvessir úr óhagstæðri vindátt, enda kom það fram í viðtali við Magnús Tuma Guðmundsson jarðeðlisfræðing, í Fréttablaðinu í gær að óheyrilegt magn gjósku er á jöklinum. Í átta kílómetra fjarlægð frá eldstöðinni er þykkt gjóskunnar 170 sentimetrar. Samkvæmt stöðuskýrslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í gær dvínar gosvirkni í Grímsvötnum enn. Þó komu fram stöku óróapúlsar á nokkurra klukkustunda fresti. Ekki hefur sést til gosmakkar frá því í fyrradag á ratsjám Veðurstofnunnar. Viðbúnaðarstig hefur verið lækkað og ástand búfjár er metið almennt gott. Starfsmenn Landgræðslunnar og fleiri munu meta ástand afréttar í næstu viku og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fylgist með neysluvatni á svæðinu. svavar@frettabladid.is Helstu fréttir Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Yfir hundrað manna lið slökkviliðs- og björgunarsveitamanna víðs vegar að tóku þátt í hreinsunarstarfi á Kirkjubæjarklaustri og nærsveitum í gær. Hreinsa þarf hundruð húsa allt frá Álftaveri austur að Lómagnúpi. Gosvirkni í Grímsvötnum dvínar stöðugt en áfram er fólki ráðið frá því að fara nærri eldstöðinni. Vagn Kristjánsson, verkefnastjóri þjónustumiðstöðvar almannavarna á Klaustri, segir að hreinsunarstarfið hafi gengið vonum framar. „Hér er afar öflugt lið slökkviliðs- og björgunarsveitarmanna við störf. Þetta eru fagmenn og eins og þeir hafi aldrei gert annað; samstarfið er frábært." Vagn segir að hér sé samstillt átak á ferðinni því slökkvilið af höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Hveragerði, Selfossi, Hellu, Vík, Klaustri og Öræfum var að störfum í gær auk þess sem Mjólkursamsalan á Selfossi lánaði mjólkurbíl með tengivagni til að keyra vatn til að fylla á bílana. Vagn segir verkefnið fram undan vera ærið. „Það þarf að skoða og þvo allt húsnæði frá Álftaveri austur að Lómagnúpi. Ég áætla að þetta séu nokkur hundruð hús sem gæta þarf að." Vagn segir útilokað að meta hvenær hægt sé að segja hreinsunarstörfum lokið enda sé það veðurguðanna að ákveða það. „Það fer eftir því hvað gerist þegar næst hreyfir vind, núna er rigning og allt gott." Fólk á hamfarasvæðinu hefur nokkrar áhyggjur af því ef hvessir úr óhagstæðri vindátt, enda kom það fram í viðtali við Magnús Tuma Guðmundsson jarðeðlisfræðing, í Fréttablaðinu í gær að óheyrilegt magn gjósku er á jöklinum. Í átta kílómetra fjarlægð frá eldstöðinni er þykkt gjóskunnar 170 sentimetrar. Samkvæmt stöðuskýrslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í gær dvínar gosvirkni í Grímsvötnum enn. Þó komu fram stöku óróapúlsar á nokkurra klukkustunda fresti. Ekki hefur sést til gosmakkar frá því í fyrradag á ratsjám Veðurstofnunnar. Viðbúnaðarstig hefur verið lækkað og ástand búfjár er metið almennt gott. Starfsmenn Landgræðslunnar og fleiri munu meta ástand afréttar í næstu viku og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fylgist með neysluvatni á svæðinu. svavar@frettabladid.is
Helstu fréttir Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira