Hvert örstutt spor, Gunnar Smári, hvert örstutt spor Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 9. júní 2011 06:00 Á vef SÁÁ er að finna pistil eftir Gunnar Smára Egilsson frá 3. júní þar sem formaðurinn sýnir af sér fordæmalausan þekkingarskort og fellir sleggjudóma um grafalvarlegt málefni. Sem einstaklingur með athyglisbrest leyfi ég mér að fullyrða: *Einstaklingar með athyglisbrest sem fá meðferð byggða á rítalíni eru ekki líklegir til að þróa með sér ávana eða fíkn. *Einstaklingar sem ekki hljóta viðeigandi meðferð eru líklegri til að misnota áfengi og fíkniefni. * Með því að ráðast að óathuguðu máli gegn meðferð á athyglisbresti er Gunnar Smári að auka þörf á þjónustu SÁÁ. Mér blöskrar þær tölur sem sést hafa varðandi lyfjakostnað. Þar erum við alveg sammála, Gunnar Smári og ég. En ég fordæmi hiklaust upphlaup formanns SÁÁ sem vanhugsað áróðursbragð. Gunnar Smári er ekki nýliði í fjölmiðlaumfjöllun og væri maður að meiru ef hann viðurkenndi mistök sín. Að öðrum kosti dæmir hann sjálfan sig óhæfan til að leiða SÁÁ. Er ekki kominn tími til að staldra við og íhuga eftirfarandi: *Ef rannsókna er þörf varðandi greiningu og meðferð á athyglisbresti þarf ekki einfaldlega að styðja við slíkt starf? *Ef Ísland stendur svona langt upp úr er þá ekki þörf á að greina hvers vegna? * Ef aðgengi fíkla að „læknadópi" er svona mikið sem raun ber vitni þarf þá ekki að skoða hvers vegna og hvernig hægt sé að koma í veg fyrir það? Ég skora á íslensk stjórnvöld, Gunnar Smára og aðra landsmenn að taka á þessu máli með festu og stillingu. Fordómafullir sleggjudómar bjarga ekki mannslífum. En hvert örstutt spor – Gunnar Smári – hvert örstutt spor í rétta átt er áfangi sem vert er að vinna að. Það ættir þú að vita svo mætavel sjálfur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Á vef SÁÁ er að finna pistil eftir Gunnar Smára Egilsson frá 3. júní þar sem formaðurinn sýnir af sér fordæmalausan þekkingarskort og fellir sleggjudóma um grafalvarlegt málefni. Sem einstaklingur með athyglisbrest leyfi ég mér að fullyrða: *Einstaklingar með athyglisbrest sem fá meðferð byggða á rítalíni eru ekki líklegir til að þróa með sér ávana eða fíkn. *Einstaklingar sem ekki hljóta viðeigandi meðferð eru líklegri til að misnota áfengi og fíkniefni. * Með því að ráðast að óathuguðu máli gegn meðferð á athyglisbresti er Gunnar Smári að auka þörf á þjónustu SÁÁ. Mér blöskrar þær tölur sem sést hafa varðandi lyfjakostnað. Þar erum við alveg sammála, Gunnar Smári og ég. En ég fordæmi hiklaust upphlaup formanns SÁÁ sem vanhugsað áróðursbragð. Gunnar Smári er ekki nýliði í fjölmiðlaumfjöllun og væri maður að meiru ef hann viðurkenndi mistök sín. Að öðrum kosti dæmir hann sjálfan sig óhæfan til að leiða SÁÁ. Er ekki kominn tími til að staldra við og íhuga eftirfarandi: *Ef rannsókna er þörf varðandi greiningu og meðferð á athyglisbresti þarf ekki einfaldlega að styðja við slíkt starf? *Ef Ísland stendur svona langt upp úr er þá ekki þörf á að greina hvers vegna? * Ef aðgengi fíkla að „læknadópi" er svona mikið sem raun ber vitni þarf þá ekki að skoða hvers vegna og hvernig hægt sé að koma í veg fyrir það? Ég skora á íslensk stjórnvöld, Gunnar Smára og aðra landsmenn að taka á þessu máli með festu og stillingu. Fordómafullir sleggjudómar bjarga ekki mannslífum. En hvert örstutt spor – Gunnar Smári – hvert örstutt spor í rétta átt er áfangi sem vert er að vinna að. Það ættir þú að vita svo mætavel sjálfur.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar