Einstakt tækifæri Bændasamtakanna Jón Sigurðsson skrifar 10. júní 2011 00:01 Bændasamtökin og landbúnaðarráðherra vilja stöðva viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þess vegna krefjast þau þess að tollar verði áfram lagðir á evrópskar landbúnaðarvörur eða innflutningur bannaður – þvert gegn samþykkt Alþingis um aðildarumsóknina og einnig þvert gegn meginreglum ESB. Utanríkisráðherra hefur brugðist til andsvara. Hann bendir á að það geti komið út á eitt fyrir bændur þegar vöruverð til neytenda lækkar en ríkisstyrkir ásamt Evrópustyrkjum til bænda hækki þá verulega á móti. Varla talar utanríkisráðherra svo skýrt nema fyrir liggi sterkar líkur eða fullvissa um slíkan samningsárangur. Þetta eitt eru stórtíðindi. Bændasamtökin hljóta að óska eftir nánari upplýsingum um þetta, og þ. á m. hvort þetta verður sérstakt samningsákvæði eða hluti af svonefndum Norðurslóðastuðningi. En Bændasamtökin hljóta einnig að leggja áherslu á fleiri atriði í viðræðunum um aðild Íslands að ESB. Meðal slíkra áherslumála hljóta að vera þessi: 1 Vernd gegn dýrasjúkdómum, en Íslendingar hafa hörmulega reynslu af þeim. 2Vernd fyrir íslenskum búfjárstofnum, en Íslendingar rækta sérstök kyn nautgripa, hrossa, sauðfjár, geita, hunda og hænsna. 3 Ákvæði sambærileg á við þau sem gilda nú innan ESB um landbúnað á Azoreyjum, Madeira og Kanaríeyjum, og um atvinnurekstur, fasteignir og jarðeignir á Möltu og Álandseyjum. Evrópusambandið er mjög metnaðarfullt varðandi varnir gegn dýrasjúkdómum. ESB er einnig mjög áhugasamt og metnaðarfullt varðandi vernd og öryggi fyrir fjölbreytni í lífríki. Landbúnaður á Azoreyjum, Madeira og Kanaríeyjum nýtur sjálfræðis og sérstöðu samkvæmt 349. gr. aðalsáttmála ESB. Reglur ESB banna kaup á lóðum, jörðum, húsum eða öðrum eignum á Möltu og Álandseyjum nema kaupandi hafi lögheimili og reglulega búsetu á staðnum. Þegar þessi atriði koma til skoðunar á vettvangi ESB er ekki talað um árekstur við fjórfrelsið, heldur er því vikið til hliðar vegna þessara forgangsákvæða. Framkvæmd slíkra forgangsákvæða skiptir miklu hér á landi. Ljóst er t.d. að íslenskir búfjárstofnar verða því aðeins verndaðir að bændur hafi rekstrarlegar forsendur til að nýta þá. Án slíkra ákvæða verður einnig ókleift að verjast uppkaupum á hlunnindajörðum. Bændasamtökin eiga nú fágætt – líklega einstætt – tækifæri til að hafa veruleg áhrif á samningsferlið um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Þau geta tryggt mikilvæga hagsmuni íslenskra bænda á grundvelli ýmissa gildandi reglna ESB. Því verður varla trúað að Bændasamtökin vilji láta þetta undir höfuð leggjast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Bændasamtökin og landbúnaðarráðherra vilja stöðva viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þess vegna krefjast þau þess að tollar verði áfram lagðir á evrópskar landbúnaðarvörur eða innflutningur bannaður – þvert gegn samþykkt Alþingis um aðildarumsóknina og einnig þvert gegn meginreglum ESB. Utanríkisráðherra hefur brugðist til andsvara. Hann bendir á að það geti komið út á eitt fyrir bændur þegar vöruverð til neytenda lækkar en ríkisstyrkir ásamt Evrópustyrkjum til bænda hækki þá verulega á móti. Varla talar utanríkisráðherra svo skýrt nema fyrir liggi sterkar líkur eða fullvissa um slíkan samningsárangur. Þetta eitt eru stórtíðindi. Bændasamtökin hljóta að óska eftir nánari upplýsingum um þetta, og þ. á m. hvort þetta verður sérstakt samningsákvæði eða hluti af svonefndum Norðurslóðastuðningi. En Bændasamtökin hljóta einnig að leggja áherslu á fleiri atriði í viðræðunum um aðild Íslands að ESB. Meðal slíkra áherslumála hljóta að vera þessi: 1 Vernd gegn dýrasjúkdómum, en Íslendingar hafa hörmulega reynslu af þeim. 2Vernd fyrir íslenskum búfjárstofnum, en Íslendingar rækta sérstök kyn nautgripa, hrossa, sauðfjár, geita, hunda og hænsna. 3 Ákvæði sambærileg á við þau sem gilda nú innan ESB um landbúnað á Azoreyjum, Madeira og Kanaríeyjum, og um atvinnurekstur, fasteignir og jarðeignir á Möltu og Álandseyjum. Evrópusambandið er mjög metnaðarfullt varðandi varnir gegn dýrasjúkdómum. ESB er einnig mjög áhugasamt og metnaðarfullt varðandi vernd og öryggi fyrir fjölbreytni í lífríki. Landbúnaður á Azoreyjum, Madeira og Kanaríeyjum nýtur sjálfræðis og sérstöðu samkvæmt 349. gr. aðalsáttmála ESB. Reglur ESB banna kaup á lóðum, jörðum, húsum eða öðrum eignum á Möltu og Álandseyjum nema kaupandi hafi lögheimili og reglulega búsetu á staðnum. Þegar þessi atriði koma til skoðunar á vettvangi ESB er ekki talað um árekstur við fjórfrelsið, heldur er því vikið til hliðar vegna þessara forgangsákvæða. Framkvæmd slíkra forgangsákvæða skiptir miklu hér á landi. Ljóst er t.d. að íslenskir búfjárstofnar verða því aðeins verndaðir að bændur hafi rekstrarlegar forsendur til að nýta þá. Án slíkra ákvæða verður einnig ókleift að verjast uppkaupum á hlunnindajörðum. Bændasamtökin eiga nú fágætt – líklega einstætt – tækifæri til að hafa veruleg áhrif á samningsferlið um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Þau geta tryggt mikilvæga hagsmuni íslenskra bænda á grundvelli ýmissa gildandi reglna ESB. Því verður varla trúað að Bændasamtökin vilji láta þetta undir höfuð leggjast.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar