Um bönn og bannfæringu Ögmundur Jónasson skrifar 10. júní 2011 00:01 Ég legg alltaf við hlustir þegar varað er við bannáráttunni, enda tel ég að helst allt sem ekki skaðar aðra eigi að vera leyfilegt. Þess vegna las ég af athygli grein Guðmundar Andra Thorssonar í Fréttablaðinu um boð og bönn – og áfengisauglýsingar. Ég hef jafnframt lesið margar greinar hans um ágæti Evrópusambandsins, en þar er ég honum sjaldnast sammála. Ein megin ástæðan fyrir andstöðu minni við inngöngu Íslendinga í Evrópusambandið er einmitt sú, að ég vil ekki stíga inn í það miðstýrða reglugerðarvirki frekar en við þegar höfum gert með aðild að EES og þeim boðum og bönnum sem því samkomulagi fylgja. Þykir mér nóg um vistina þar. Virðum lýðræðislega niðurstöðuVið sem hér búum myndum eflaust af fúsum og frjálsum vilja gera sumt af því sem ESB fyrirskipar. En við viljum ráða okkar örlögum sjálf eins og framast er kostur; gera upp málin í nærumhverfinu og komast þar að lýðræðislegri niðurstöðu. Einmitt þarna liggur veikleiki Evrópusambandsins. Það er stórt og miðstýrt og setur strangar ófrávíkjanlegar reglur um flest sem snýr að markaðsmálum. Þegar lýðræðislegur vilji stangast á við þessi lögmál verður hann að víkja. Um þetta höfum við ótal dæmi. Allt þetta hef ég margoft rætt og meðal annars átt orðastað við Guðmund Andra á síðum þessa blaðs þar sem ég hef vakið sérstaka athygli á afstöðu minni til miðstýringar og valdboðs annars vegar og lýðræðis hins vegar. Nú bregður svo við að undirritaður, sem taldi sig andstæðing bannstefnunnar, er sagður vera sjálfur merkisberi hennar. Hann er semsagt „bannmaður“ og bannfærður sem slíkur: „Ögmundur er bannmaður … kannski að hann sé að hugsa um að banna aftur bjórinn? Kannski að stjórnin sé að gæla við þær hugmyndir að láta læknana skrifa út lyfseðla fyrir áfengi?“ Guðmundur Andri og fordómarnirÞetta er óneitanlega sérstök nálgun í rökræðu en vissulega í ætt við þá tilhneigingu að alhæfa um skoðanir fólks í fordæmingaskyni, en sú tilhneiging hefur ekki síst verið ríkjandi í umræðu um Evrópumál. Þannig verða til ákveðnar formúleringar í texta. Fyrst er heimurinn smættaður niður í Íslendinga annars vegar og Útlendinga hins vegar. Síðan er farið að lýsa persónueinkennum Íslendinga, stundum uppnefnd þjóðarsálfræði. Útlendingum er þá lýst sem þjóðflokki sem er ólíkur Íslendingum. Þannig eiga Kínverjar, Indverjar, Bandaríkjamenn og allir hinir Útlendingarnir það sameiginlegt að vera ólíkir Íslendingum. Þó telja ýmsir að hjörtum mannanna svipi saman í Súdan og Grímsnesinu. En auðvitað er þetta ósköp þægileg formúla. Hún er að vísu eins forheimskandi og flestar skilgreiningar sem byggja á einnar breytu jöfnum. En fyrir þá sem byggja alla sína texta á því að velta fyrir sér hvort ekki sé best að haska sér í ESB, þá er eiginlega ekki pláss fyrir blæbrigði. Ekki frekar en tölvan sem les bara einn eða núll, já eða nei, svart eða hvítt. Það sem Guðmundur Andri hefur umfram flesta þjóðarsálfræðinga er að geta yfirfært almenna fordóma sína yfir á fleiri en eitt svið. Í samræmi við það verð ég auðveldlega afgreiddur sem bannmaður. Guðmundur Andri er þá væntanlega ekki-bannmaður. Ísland er bannland og Útlönd eru ekki-bannlönd. Keyptum áróðri settar skorðurÍ þágu stílbragðs og áróðurs snýr Guðmundur Andri út úr frumvarpi, sem gengur út á að styrkja löggjöf um bann við áfengisauglýsingum, með því að flétta það saman við allt annars konar þingsályktunartillögu um herta baráttu gegn reykingum. Það gerir mig að bannmanni að vilja ekki að áfengissalar geti keypt pláss í fjölmiðlum til að hafa í frammi áróður fyrir áfengi. Þetta er ekki nýtt viðhorf. Áfengisauglýsingar hafa aldrei verið leyfðar á Íslandi. Auglýsendur hafa hins vegar getað skriðið í gegnum göt í lögunum og þannig virt anda þeirra að vettugi. Búnar hafa verið til léttölstegundir gagngert til að auglýsa áfenga framleiðslu. Þetta sýnir ekki ábyrgð í verki. Það er ekki fyrr en nú, að hillir undir að tekið verði á lögbrotum þeirra, að framleiðendur og auglýsendur tala um mikilvægi samkomulags. Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum eru á sama máli og ég. Þau telja áfengissala ganga á frelsi sitt og barna sinna. Frelsi eins getur þannig verið ofríki gagnvart öðrum. Þannig er heimurinn. Ekki svarthvítur eins og skilja mætti af skrifum Guðmundar Andra Thorssonar. En ég veit að hugsun hans getur náð lengra, þótt svo hafi ekki verið í þessum skrifum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Ég legg alltaf við hlustir þegar varað er við bannáráttunni, enda tel ég að helst allt sem ekki skaðar aðra eigi að vera leyfilegt. Þess vegna las ég af athygli grein Guðmundar Andra Thorssonar í Fréttablaðinu um boð og bönn – og áfengisauglýsingar. Ég hef jafnframt lesið margar greinar hans um ágæti Evrópusambandsins, en þar er ég honum sjaldnast sammála. Ein megin ástæðan fyrir andstöðu minni við inngöngu Íslendinga í Evrópusambandið er einmitt sú, að ég vil ekki stíga inn í það miðstýrða reglugerðarvirki frekar en við þegar höfum gert með aðild að EES og þeim boðum og bönnum sem því samkomulagi fylgja. Þykir mér nóg um vistina þar. Virðum lýðræðislega niðurstöðuVið sem hér búum myndum eflaust af fúsum og frjálsum vilja gera sumt af því sem ESB fyrirskipar. En við viljum ráða okkar örlögum sjálf eins og framast er kostur; gera upp málin í nærumhverfinu og komast þar að lýðræðislegri niðurstöðu. Einmitt þarna liggur veikleiki Evrópusambandsins. Það er stórt og miðstýrt og setur strangar ófrávíkjanlegar reglur um flest sem snýr að markaðsmálum. Þegar lýðræðislegur vilji stangast á við þessi lögmál verður hann að víkja. Um þetta höfum við ótal dæmi. Allt þetta hef ég margoft rætt og meðal annars átt orðastað við Guðmund Andra á síðum þessa blaðs þar sem ég hef vakið sérstaka athygli á afstöðu minni til miðstýringar og valdboðs annars vegar og lýðræðis hins vegar. Nú bregður svo við að undirritaður, sem taldi sig andstæðing bannstefnunnar, er sagður vera sjálfur merkisberi hennar. Hann er semsagt „bannmaður“ og bannfærður sem slíkur: „Ögmundur er bannmaður … kannski að hann sé að hugsa um að banna aftur bjórinn? Kannski að stjórnin sé að gæla við þær hugmyndir að láta læknana skrifa út lyfseðla fyrir áfengi?“ Guðmundur Andri og fordómarnirÞetta er óneitanlega sérstök nálgun í rökræðu en vissulega í ætt við þá tilhneigingu að alhæfa um skoðanir fólks í fordæmingaskyni, en sú tilhneiging hefur ekki síst verið ríkjandi í umræðu um Evrópumál. Þannig verða til ákveðnar formúleringar í texta. Fyrst er heimurinn smættaður niður í Íslendinga annars vegar og Útlendinga hins vegar. Síðan er farið að lýsa persónueinkennum Íslendinga, stundum uppnefnd þjóðarsálfræði. Útlendingum er þá lýst sem þjóðflokki sem er ólíkur Íslendingum. Þannig eiga Kínverjar, Indverjar, Bandaríkjamenn og allir hinir Útlendingarnir það sameiginlegt að vera ólíkir Íslendingum. Þó telja ýmsir að hjörtum mannanna svipi saman í Súdan og Grímsnesinu. En auðvitað er þetta ósköp þægileg formúla. Hún er að vísu eins forheimskandi og flestar skilgreiningar sem byggja á einnar breytu jöfnum. En fyrir þá sem byggja alla sína texta á því að velta fyrir sér hvort ekki sé best að haska sér í ESB, þá er eiginlega ekki pláss fyrir blæbrigði. Ekki frekar en tölvan sem les bara einn eða núll, já eða nei, svart eða hvítt. Það sem Guðmundur Andri hefur umfram flesta þjóðarsálfræðinga er að geta yfirfært almenna fordóma sína yfir á fleiri en eitt svið. Í samræmi við það verð ég auðveldlega afgreiddur sem bannmaður. Guðmundur Andri er þá væntanlega ekki-bannmaður. Ísland er bannland og Útlönd eru ekki-bannlönd. Keyptum áróðri settar skorðurÍ þágu stílbragðs og áróðurs snýr Guðmundur Andri út úr frumvarpi, sem gengur út á að styrkja löggjöf um bann við áfengisauglýsingum, með því að flétta það saman við allt annars konar þingsályktunartillögu um herta baráttu gegn reykingum. Það gerir mig að bannmanni að vilja ekki að áfengissalar geti keypt pláss í fjölmiðlum til að hafa í frammi áróður fyrir áfengi. Þetta er ekki nýtt viðhorf. Áfengisauglýsingar hafa aldrei verið leyfðar á Íslandi. Auglýsendur hafa hins vegar getað skriðið í gegnum göt í lögunum og þannig virt anda þeirra að vettugi. Búnar hafa verið til léttölstegundir gagngert til að auglýsa áfenga framleiðslu. Þetta sýnir ekki ábyrgð í verki. Það er ekki fyrr en nú, að hillir undir að tekið verði á lögbrotum þeirra, að framleiðendur og auglýsendur tala um mikilvægi samkomulags. Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum eru á sama máli og ég. Þau telja áfengissala ganga á frelsi sitt og barna sinna. Frelsi eins getur þannig verið ofríki gagnvart öðrum. Þannig er heimurinn. Ekki svarthvítur eins og skilja mætti af skrifum Guðmundar Andra Thorssonar. En ég veit að hugsun hans getur náð lengra, þótt svo hafi ekki verið í þessum skrifum.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun