Ekki fleiri verkföll í sumar, takk Þórir Garðarsson skrifar 11. júní 2011 07:00 Ég hef áður stungið niður penna af þessu tilefni og finn mig enn á ný knúinn til þess að benda á hversu fráleitt það er fyrir okkur sem erum að reyna að byggja upp ferðaþjónustuna á Íslandi að leggja framtíð hennar aftur og aftur að veði með vinnudeilum eða verkföllum á viðkvæmasta tíma. Við störfum í ungri grein og áfangastaðurinn Ísland á í svo harðri samkeppni um hylli ferðamanna á alþjóðamarkaði að það er augljóslega andstætt hagsmunum okkar allra að setja ferðalög tuga eða hundraða þúsunda gesta okkar í uppnám þegar síst skyldi. Söluaðilar erlendis hafa miklar áhyggjur af verkfallsaðgerðum – því enginn vill verða fastur af þeim sökum fjarri heimaslóð – og beina ferðamönnum sínum annað. Starfsfólk í ferðaþjónustugreinum, og þar á meðal í fluginu, á að sjálfsögðu að standa vörð um réttindi sín og öll viljum við fá hærri laun. Í samfélagi okkar hafa verið settar leikreglur um kjarabaráttunna og verkfallsrétturinn er þar ákveðinn grundvöllur. Sá réttur hefur hins vegar snúist upp í algjöra andstæðu sína þegar hann er nýttur af fremur þröngum hópi fólks með góð laun, eins og flugvirkjum, til þess að knýja fram kauphækkanir umfram þá sem verr standa. Og vegna lykilstöðu þeirra í ferðaþjónustunni geta þeir með verkfallsaðgerðum valdið stórum hópi almennra launþega skaða vegna tapaðra viðskipta ferðamanna. Verkfall fárra dregur þannig úr tekjumöguleikum margra. Það bitnar helst á þeim sem enga aðkomu hafa að málinu. Ég veit að nú eiga flugmenn og flugfreyjur einnig eftir að semja um sínar launahækkanir og mig hryllir við tilhugsuninni um fleiri verkföll og verkfallshótanir í sumar, umræður í fjölmiðlum hér heima og erlendis um niðurfellingu flugs, seinkanir, strandaglópa og tjónakröfur. Það bara má ekki verða. Ferðasumarið í fyrra rétt bjargaðist fyrir horn, en varð vegna eldgossins ekki eins og vonir stóðu til. Við megum ekki við áföllum í sumar. Ég trúi því ekki á félaga okkar í þessum atvinnuvegi að þeir sjái þessa viðkvæmu stöðu sem tækifæri til þess að ná fram ýtrustu kröfum sínum með því að hóta aftur og aftur stöðvun flugsins. Ég skora á flugstéttirnar að sýna sanngirni og vera samstiga okkur hinum í greininni í því að láta þetta ferðasumar ganga eins og best verður á kosið og skapa þannig öllum í greininni góða afkomumöguleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Af hverju kílómetragjald? Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Ég hef áður stungið niður penna af þessu tilefni og finn mig enn á ný knúinn til þess að benda á hversu fráleitt það er fyrir okkur sem erum að reyna að byggja upp ferðaþjónustuna á Íslandi að leggja framtíð hennar aftur og aftur að veði með vinnudeilum eða verkföllum á viðkvæmasta tíma. Við störfum í ungri grein og áfangastaðurinn Ísland á í svo harðri samkeppni um hylli ferðamanna á alþjóðamarkaði að það er augljóslega andstætt hagsmunum okkar allra að setja ferðalög tuga eða hundraða þúsunda gesta okkar í uppnám þegar síst skyldi. Söluaðilar erlendis hafa miklar áhyggjur af verkfallsaðgerðum – því enginn vill verða fastur af þeim sökum fjarri heimaslóð – og beina ferðamönnum sínum annað. Starfsfólk í ferðaþjónustugreinum, og þar á meðal í fluginu, á að sjálfsögðu að standa vörð um réttindi sín og öll viljum við fá hærri laun. Í samfélagi okkar hafa verið settar leikreglur um kjarabaráttunna og verkfallsrétturinn er þar ákveðinn grundvöllur. Sá réttur hefur hins vegar snúist upp í algjöra andstæðu sína þegar hann er nýttur af fremur þröngum hópi fólks með góð laun, eins og flugvirkjum, til þess að knýja fram kauphækkanir umfram þá sem verr standa. Og vegna lykilstöðu þeirra í ferðaþjónustunni geta þeir með verkfallsaðgerðum valdið stórum hópi almennra launþega skaða vegna tapaðra viðskipta ferðamanna. Verkfall fárra dregur þannig úr tekjumöguleikum margra. Það bitnar helst á þeim sem enga aðkomu hafa að málinu. Ég veit að nú eiga flugmenn og flugfreyjur einnig eftir að semja um sínar launahækkanir og mig hryllir við tilhugsuninni um fleiri verkföll og verkfallshótanir í sumar, umræður í fjölmiðlum hér heima og erlendis um niðurfellingu flugs, seinkanir, strandaglópa og tjónakröfur. Það bara má ekki verða. Ferðasumarið í fyrra rétt bjargaðist fyrir horn, en varð vegna eldgossins ekki eins og vonir stóðu til. Við megum ekki við áföllum í sumar. Ég trúi því ekki á félaga okkar í þessum atvinnuvegi að þeir sjái þessa viðkvæmu stöðu sem tækifæri til þess að ná fram ýtrustu kröfum sínum með því að hóta aftur og aftur stöðvun flugsins. Ég skora á flugstéttirnar að sýna sanngirni og vera samstiga okkur hinum í greininni í því að láta þetta ferðasumar ganga eins og best verður á kosið og skapa þannig öllum í greininni góða afkomumöguleika.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun