Árangur í baráttunni gegn utanvegaakstri Svandís Svavarsdóttir skrifar 16. júní 2011 09:00 Nú er hafið mesta ferðamannasumar Íslandssögunnar, ef marka má spár og þá þróun sem verið hefur það sem af er árinu. Tugþúsundum fleiri útlendingar munu sækja landið heim en á síðasta ári og Íslendingar hafa sjaldan eða aldrei verið duglegri að ferðast um landið sitt. Þetta er ánægjuleg þróun fyrir efnahag og byggðir landsins. Yfirvöld umhverfismála og ferðamála hafa tekið höndum saman við að tryggja uppbyggingu ferðamannastaða og vernd náttúruperlna, svo þær láti ekki á sjá vegna ágangs. Náttúruvernd og ferðaþjónusta og útivist geta og verða að fara saman. Vaxandi umferð um landið fylgir aukin hætta á akstri utan vega með tilheyrandi náttúruspjöllum. Vandinn er meiri en víðast í nágrannaríkjum okkar, ekki síst vegna þess að leiðakerfi í óbyggðum er lítið skipulagt og illa merkt og lagaumhverfið óskýrt. Urmull korta, bæði rafræn og á pappír, gefa misvísandi upplýsingar. Dæmi eru um að torleiði og ljót hjólför séu merkt á korti á svipaðan hátt og greiðfærar og óumdeildar leiðir. Á hverju sumri berast fréttir af utanvegaakstri, oftast kannski vegna vanþekkingar og villuráfs, en stundum að því er virðist af hreinu skeytingarleysi. Aðgerðaáætlun – fyrstu vísbendingarUmhverfisráðuneytið hefur unnið eftir aðgerðaáætlun í því skyni að draga úr utanvegaakstri á síðustu misserum. Merki eru um að sú vinna sé að skila árangri. Tilvikum um utanvegaakstur fækkaði um 15-30% árið 2010 frá fyrra ári skv. tölum frá landvörðum og lögreglustjóraembættum. Að vísu er eftirlit með akstri utan vega ófullkomið og þessar tölur því ekki óyggjandi. Sums staðar virðist þróunin líka vera á verri veg, s.s. á Fjallabaki. Við skulum þó leyfa okkur að gleðjast yfir jákvæðum vísbendingum. Hluti af skýringunni á því er ábyggilega aukin fræðsla og vitund um skaðsemi utanvegaaksturs, en samráðshópur um þau efni hefur starfað um hríð með aðkomu fjölmargra aðila. Þó er ekki gefið að þróunin verði áfram í þessa átt á sama tíma og búist er við enn auknum ferðamannastraumi og umferð. Til að mæta þeirri áskorun er brýnt að koma á heildstæðu kerfi óbyggðavega á Íslandi. Nú er vegakerfi landsins um 13.000 kílómetrar, eins og það er skilgreint í vegalögum, en utan þess er kannski annað eins af vegslóðum, sem hafa óljósa stöðu í lögum og skipulagi. Það er líklega einsdæmi í okkar heimshluta að stór hluti leiðakerfis fyrir vélknúin ökutæki sé því sem næst utan skipulags. Umhverfisráðuneytið hefur unnið að því um skeið með viðkomandi sveitarfélögum og Vegagerðinni að skilgreina leiðir á miðhálendinu. Einnig er unnið að því að skýra lagaumhverfið í tillögum sem fyrir liggja um breytingar á náttúruverndarlögum. Nýir tímar – breytt viðhorfFurðu stutt er síðan öræfi Íslands voru nær ónumið land; yfirskyggðir staðir. Það var ævintýrablær yfir þeim sem hættu sér fyrst þangað á fjórum hjólum og mörkuðu slóða í landið, sem sumir hverjir eru enn notaðir til umferðar. Það væri fráleitt að gagnrýna þessa frumkvöðla út frá sjónarhóli nútíma náttúruverndar, enda voru engar reglur um akstur utan vega í þá daga. Það verður þó líka að viðurkenna að þessi tími er liðinn. Tala þeirra sem sækja óbyggðir Íslands heim kann brátt að hlaupa á hundruðum þúsunda. Skipulagslaus umferð af þeirri stærðargráðu er ógn við viðkvæma náttúru, en er líka áhyggjuefni vegna öryggismála og hagsmuna ferðaþjónustu og útivistar. Ég finn fyrir miklum skilningi og vilja til þess að koma betra skipulagi á leiðakerfi í óbyggðum og vænti þess að stór skref verði stigin í þeim efnum á næstunni. Ég vona að þróunin verði áfram á réttan veg nú í sumar, þannig að áfram dragi úr akstri utan vega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Nú er hafið mesta ferðamannasumar Íslandssögunnar, ef marka má spár og þá þróun sem verið hefur það sem af er árinu. Tugþúsundum fleiri útlendingar munu sækja landið heim en á síðasta ári og Íslendingar hafa sjaldan eða aldrei verið duglegri að ferðast um landið sitt. Þetta er ánægjuleg þróun fyrir efnahag og byggðir landsins. Yfirvöld umhverfismála og ferðamála hafa tekið höndum saman við að tryggja uppbyggingu ferðamannastaða og vernd náttúruperlna, svo þær láti ekki á sjá vegna ágangs. Náttúruvernd og ferðaþjónusta og útivist geta og verða að fara saman. Vaxandi umferð um landið fylgir aukin hætta á akstri utan vega með tilheyrandi náttúruspjöllum. Vandinn er meiri en víðast í nágrannaríkjum okkar, ekki síst vegna þess að leiðakerfi í óbyggðum er lítið skipulagt og illa merkt og lagaumhverfið óskýrt. Urmull korta, bæði rafræn og á pappír, gefa misvísandi upplýsingar. Dæmi eru um að torleiði og ljót hjólför séu merkt á korti á svipaðan hátt og greiðfærar og óumdeildar leiðir. Á hverju sumri berast fréttir af utanvegaakstri, oftast kannski vegna vanþekkingar og villuráfs, en stundum að því er virðist af hreinu skeytingarleysi. Aðgerðaáætlun – fyrstu vísbendingarUmhverfisráðuneytið hefur unnið eftir aðgerðaáætlun í því skyni að draga úr utanvegaakstri á síðustu misserum. Merki eru um að sú vinna sé að skila árangri. Tilvikum um utanvegaakstur fækkaði um 15-30% árið 2010 frá fyrra ári skv. tölum frá landvörðum og lögreglustjóraembættum. Að vísu er eftirlit með akstri utan vega ófullkomið og þessar tölur því ekki óyggjandi. Sums staðar virðist þróunin líka vera á verri veg, s.s. á Fjallabaki. Við skulum þó leyfa okkur að gleðjast yfir jákvæðum vísbendingum. Hluti af skýringunni á því er ábyggilega aukin fræðsla og vitund um skaðsemi utanvegaaksturs, en samráðshópur um þau efni hefur starfað um hríð með aðkomu fjölmargra aðila. Þó er ekki gefið að þróunin verði áfram í þessa átt á sama tíma og búist er við enn auknum ferðamannastraumi og umferð. Til að mæta þeirri áskorun er brýnt að koma á heildstæðu kerfi óbyggðavega á Íslandi. Nú er vegakerfi landsins um 13.000 kílómetrar, eins og það er skilgreint í vegalögum, en utan þess er kannski annað eins af vegslóðum, sem hafa óljósa stöðu í lögum og skipulagi. Það er líklega einsdæmi í okkar heimshluta að stór hluti leiðakerfis fyrir vélknúin ökutæki sé því sem næst utan skipulags. Umhverfisráðuneytið hefur unnið að því um skeið með viðkomandi sveitarfélögum og Vegagerðinni að skilgreina leiðir á miðhálendinu. Einnig er unnið að því að skýra lagaumhverfið í tillögum sem fyrir liggja um breytingar á náttúruverndarlögum. Nýir tímar – breytt viðhorfFurðu stutt er síðan öræfi Íslands voru nær ónumið land; yfirskyggðir staðir. Það var ævintýrablær yfir þeim sem hættu sér fyrst þangað á fjórum hjólum og mörkuðu slóða í landið, sem sumir hverjir eru enn notaðir til umferðar. Það væri fráleitt að gagnrýna þessa frumkvöðla út frá sjónarhóli nútíma náttúruverndar, enda voru engar reglur um akstur utan vega í þá daga. Það verður þó líka að viðurkenna að þessi tími er liðinn. Tala þeirra sem sækja óbyggðir Íslands heim kann brátt að hlaupa á hundruðum þúsunda. Skipulagslaus umferð af þeirri stærðargráðu er ógn við viðkvæma náttúru, en er líka áhyggjuefni vegna öryggismála og hagsmuna ferðaþjónustu og útivistar. Ég finn fyrir miklum skilningi og vilja til þess að koma betra skipulagi á leiðakerfi í óbyggðum og vænti þess að stór skref verði stigin í þeim efnum á næstunni. Ég vona að þróunin verði áfram á réttan veg nú í sumar, þannig að áfram dragi úr akstri utan vega.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun