Snúa sér til Evrópu 23. júní 2011 00:00 Kínverjar hafa síðastliðin sex ár verið iðnir við kaup á bandarískum ríkisskuldabréfum. Sá tími kann að vera að baki. Fréttablaðið/AFP Talið er að kínversk stjórnvöld hafi dregið úr kaupum á bandarískum ríkisskuldabréfum á fyrstu fjórum mánuðum ársins og séð hag sínum borgið með kaupum á evrópskum ríkisskuldabréfum. Breska viðskiptablaðið Financial Times segir þetta í samræmi við yfirlýsingar kínverskra ráðamanna þess efnis að stjórnvöld ætli að styðja fjárhagslega við þau Evrópuríki sem glími við fjárhagserfiðleika. Kínverski seðlabankinn hefur keypt bandarísk ríkisskuldabréf viðstöðulítið síðastliðin sex ár og var í mars síðastliðnum stærsti lánardrottinn Bandaríkjanna með þrjú þúsund milljarða dala af skuldabréfum í hirslum sínum. Það var breski bankinn Standard Chartered sem vann mat á fjárfestingum kínverskra stjórnvalda upp á síðkastið. Gögn bankans benda til að gjaldeyrisforði Kínverja hafi aukist um tvö hundruð milljarða Bandaríkjadala á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Stephen Green, aðalhagfræðingur Standard Chartered í málefnum Kína, segir í samtali við Financial Times ævinlega erfitt að átta sig á fjárfestingum kínverska seðlabankans. Hann fjárfesti í gegnum fjármálastofnanir utan landsteina, svo sem í London og Hong Kong í þeim tilgangi að fela slóð fjárfestinga sinna. - jab Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Talið er að kínversk stjórnvöld hafi dregið úr kaupum á bandarískum ríkisskuldabréfum á fyrstu fjórum mánuðum ársins og séð hag sínum borgið með kaupum á evrópskum ríkisskuldabréfum. Breska viðskiptablaðið Financial Times segir þetta í samræmi við yfirlýsingar kínverskra ráðamanna þess efnis að stjórnvöld ætli að styðja fjárhagslega við þau Evrópuríki sem glími við fjárhagserfiðleika. Kínverski seðlabankinn hefur keypt bandarísk ríkisskuldabréf viðstöðulítið síðastliðin sex ár og var í mars síðastliðnum stærsti lánardrottinn Bandaríkjanna með þrjú þúsund milljarða dala af skuldabréfum í hirslum sínum. Það var breski bankinn Standard Chartered sem vann mat á fjárfestingum kínverskra stjórnvalda upp á síðkastið. Gögn bankans benda til að gjaldeyrisforði Kínverja hafi aukist um tvö hundruð milljarða Bandaríkjadala á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Stephen Green, aðalhagfræðingur Standard Chartered í málefnum Kína, segir í samtali við Financial Times ævinlega erfitt að átta sig á fjárfestingum kínverska seðlabankans. Hann fjárfesti í gegnum fjármálastofnanir utan landsteina, svo sem í London og Hong Kong í þeim tilgangi að fela slóð fjárfestinga sinna. - jab
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira