Vegtollavinir enn á ferð Ögmundur Jónasson skrifar 28. júní 2011 06:00 Mikilvægt er að halda vel til haga málefnalegum þráðum í umræðunni um samgöngumál; flækja þeim ekki saman því það ruglar umræðuna. FÍB sjálfu sér samkvæmtEinn þráðurinn snýr að skattlagningu umferðarinnar, hvort halda eigi áfram að skattleggja eldsneytið, aðflutningsgjöld bifreiða og svo framvegis til að fjármagna samgöngukerfið eða skattleggja notkun vegakerfisins með veggjöldum. Gjaldtaka fyrir notkun mun án vafa verða ofan á þegar fram líða stundir. Þarna stendur tæknin hins vegar í vegi enn sem komið er. Þannig hafa Evrópusambandsmenn ítrekað frestað breytingum á skattlagningarkerfinu í þessa veru vegna tæknilegra örðugleika. Annar þráður umræðunnar snýr að því hvort fyrrnefndir skattar af eldsneyti og aðflutningsgjöldum eigi allir að renna til samgöngumála eða einnig til annarra þátta. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur talað fyrir sjálfbæru samgöngukerfi á þessum nótum og hefur viljað annað tveggja: Fá meira fé til samgöngumála eða lægri bensíngjöld. Þetta kallaði hins vegar á niðurskurð í velferðarkerfinu því mikið af samgöngusköttunum rennur þangað inn. Þarna er ég ósammála FÍB en þetta er hins vegar fullkomlega málefnaleg og eðlileg umræða af hálfu samtakanna. Síðan er þriðji þráðurinn og hann snýr að því hvort ráðast eigi í flýti-stór-framkvæmdir á tilteknum leiðum sem yrðu fjármagnaðar með sérstökum vegtollum á þeim vegum. Fyrir þessu hafa Samtök atvinnulífsins talað en yfirleitt í felulitum. Þannig boðar SA ásamt vildarvinum til fundar nú í vikunni þar sem fjallað er „um mikilvægi þess að ráðast nú þegar í arðbærar samgöngufjárfestingar til að auka öryggi, fjölga störfum og efla hagvöxt“. Hér vantar það inn í að ég og þú eigum að bera enn meiri álögur í umferðinni – því verið er að tala um viðbótarfjármagn upp úr okkar vösum – fyrir framkvæmdir sem ég fullyrði að eru ekki besta leiðin til að ná fyrrgreindum markmiðum um öryggi og atvinnusköpun. Vegatollum mótmæltTugþúsundir Íslendinga hafa séð í gegnum þetta framtak vegtollavina og hafna áformum þeirra. Í mínum huga voru þau sett út af borðinu eftir fundi sem ég átti með sveitarstjórnarmönnum og alþingismönnum, auk þess sem ég fékk í hendur yfir 40 þúsund undirskriftir sem mótmæltu vegtollaleiðinni til að fjármagna flýtiframkvæmdir. Ég var tilbúinn að hlusta á rök SA nú í vor að þeirra kröfu í tengslum við kjarasamninga og „reyna til þrautar“. En ný rök eða nýjar upplýsingar komu ekki fram af hálfu SA. Bara krafa um að ég breytti um kúrs, ella yrði ég látinn víkja úr embætti! Ég er talsmaður þess að verja þeim milljörðum sem við ráðstöfum til vegamála til að gera það allt í senn að bæta samgöngur, auka öryggi og skapa atvinnu í stað þess að fara þær slóðir sem eingöngu þjóna þröngum sérhagsmunum. Ég hef alla tíð verið efins um vegaframkvæmdir fjármagnaðar með vegtollum nema í undantekningartilfellum. Þegar ég kom inn í ráðuneyti samgöngumála síðastliðið haust fékk ég hins vegar slík áform í fangið og ákvað að láta reyna á vilja sveitarstjórnarmanna, alþingismanna og vegnotenda almennt. Ég held að allir þeir sem ég spurði álits á fjölmennum fundum um þetta efni geti borið vitni um að þetta gerði ég af fullum heilindum. Niðurstaðan var hins vegar skýr og afdráttarlaus. Trúboðar gærdagsinsÞessum áformum var hafnað. Fundir SA með trúboðum gærdagsins breyta þar engu um. Tölur sýna að umferð hefur minnkað um allt land sem ræðst af hækkuðu eldsneytisverði og lægri ráðstöfunartekjum en áður. Áform um vegtolla þessu til viðbótar, þar sem oftast er hvorki um styttingu að ræða né aðra gjaldfrjálsa valkosti, þóknast almenningi alls ekki eins og við höfum ítrekað séð. Hér ber okkur skylda til að hlusta á rödd þjóðarinnar. Það hef ég gert og niðurstaðan er í samræmi við það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægt er að halda vel til haga málefnalegum þráðum í umræðunni um samgöngumál; flækja þeim ekki saman því það ruglar umræðuna. FÍB sjálfu sér samkvæmtEinn þráðurinn snýr að skattlagningu umferðarinnar, hvort halda eigi áfram að skattleggja eldsneytið, aðflutningsgjöld bifreiða og svo framvegis til að fjármagna samgöngukerfið eða skattleggja notkun vegakerfisins með veggjöldum. Gjaldtaka fyrir notkun mun án vafa verða ofan á þegar fram líða stundir. Þarna stendur tæknin hins vegar í vegi enn sem komið er. Þannig hafa Evrópusambandsmenn ítrekað frestað breytingum á skattlagningarkerfinu í þessa veru vegna tæknilegra örðugleika. Annar þráður umræðunnar snýr að því hvort fyrrnefndir skattar af eldsneyti og aðflutningsgjöldum eigi allir að renna til samgöngumála eða einnig til annarra þátta. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur talað fyrir sjálfbæru samgöngukerfi á þessum nótum og hefur viljað annað tveggja: Fá meira fé til samgöngumála eða lægri bensíngjöld. Þetta kallaði hins vegar á niðurskurð í velferðarkerfinu því mikið af samgöngusköttunum rennur þangað inn. Þarna er ég ósammála FÍB en þetta er hins vegar fullkomlega málefnaleg og eðlileg umræða af hálfu samtakanna. Síðan er þriðji þráðurinn og hann snýr að því hvort ráðast eigi í flýti-stór-framkvæmdir á tilteknum leiðum sem yrðu fjármagnaðar með sérstökum vegtollum á þeim vegum. Fyrir þessu hafa Samtök atvinnulífsins talað en yfirleitt í felulitum. Þannig boðar SA ásamt vildarvinum til fundar nú í vikunni þar sem fjallað er „um mikilvægi þess að ráðast nú þegar í arðbærar samgöngufjárfestingar til að auka öryggi, fjölga störfum og efla hagvöxt“. Hér vantar það inn í að ég og þú eigum að bera enn meiri álögur í umferðinni – því verið er að tala um viðbótarfjármagn upp úr okkar vösum – fyrir framkvæmdir sem ég fullyrði að eru ekki besta leiðin til að ná fyrrgreindum markmiðum um öryggi og atvinnusköpun. Vegatollum mótmæltTugþúsundir Íslendinga hafa séð í gegnum þetta framtak vegtollavina og hafna áformum þeirra. Í mínum huga voru þau sett út af borðinu eftir fundi sem ég átti með sveitarstjórnarmönnum og alþingismönnum, auk þess sem ég fékk í hendur yfir 40 þúsund undirskriftir sem mótmæltu vegtollaleiðinni til að fjármagna flýtiframkvæmdir. Ég var tilbúinn að hlusta á rök SA nú í vor að þeirra kröfu í tengslum við kjarasamninga og „reyna til þrautar“. En ný rök eða nýjar upplýsingar komu ekki fram af hálfu SA. Bara krafa um að ég breytti um kúrs, ella yrði ég látinn víkja úr embætti! Ég er talsmaður þess að verja þeim milljörðum sem við ráðstöfum til vegamála til að gera það allt í senn að bæta samgöngur, auka öryggi og skapa atvinnu í stað þess að fara þær slóðir sem eingöngu þjóna þröngum sérhagsmunum. Ég hef alla tíð verið efins um vegaframkvæmdir fjármagnaðar með vegtollum nema í undantekningartilfellum. Þegar ég kom inn í ráðuneyti samgöngumála síðastliðið haust fékk ég hins vegar slík áform í fangið og ákvað að láta reyna á vilja sveitarstjórnarmanna, alþingismanna og vegnotenda almennt. Ég held að allir þeir sem ég spurði álits á fjölmennum fundum um þetta efni geti borið vitni um að þetta gerði ég af fullum heilindum. Niðurstaðan var hins vegar skýr og afdráttarlaus. Trúboðar gærdagsinsÞessum áformum var hafnað. Fundir SA með trúboðum gærdagsins breyta þar engu um. Tölur sýna að umferð hefur minnkað um allt land sem ræðst af hækkuðu eldsneytisverði og lægri ráðstöfunartekjum en áður. Áform um vegtolla þessu til viðbótar, þar sem oftast er hvorki um styttingu að ræða né aðra gjaldfrjálsa valkosti, þóknast almenningi alls ekki eins og við höfum ítrekað séð. Hér ber okkur skylda til að hlusta á rödd þjóðarinnar. Það hef ég gert og niðurstaðan er í samræmi við það.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun