Um lýðræði og sannfæringu 1. júlí 2011 06:00 Kolbeinn Proppé, blaðamaður á Fréttablaðinu, veltir upp mikilvægri spurningu í framhaldi af grein minni í hér blaðinu um vegtolla. Þar lýsi ég því hvernig ég hafði fengið í fangið hugmyndir um að ráðist yrði í kostnaðarsamar flýtiframkvæmdir í vegamálum og yrðu þær fjármagnaðar með vegtollum á viðkomandi leiðum. Aldrei hef ég verið áhugasamur um þessa aðferðafræði en málið engu að síður þess eðlis – verið að selja aðgang að vegum, ekki spítölum – að ég kvaðst reiðubúinn að hafa um það forgöngu að því tilskyldu að um þetta yrði samstaða og þeir sem ættu að borga brúsann væru sáttir. Svo reyndist ekki vera og lýsti ég því þá yfir að við yrðum að hlusta á rödd þjóðarinnar. Þá spyr Kolbeinn: „Ef rödd þjóðarinnar á að ráða í þessu máli, gildir það þá ekki um önnur? Mun Ögmundur framvegis fylgja meirihluta í umdeildum málum svo sem um aðild að Nató og fleiri hitamál? Mun sannfæringin víkja fyrir skoðanakönnunum?“ Svar mitt við því hvort meirihlutavilji þjóðarinnar eigi að ráða er tvímælalaust játandi. Ef meirihlutinn vill vera í Nató þá verðum við þar. Ef meirihlutinn vill ganga þaðan út þá gerum við það. Það breytir því ekki að ég er og verð andstæðingur aðildar Íslands að Nató og hreyfir engin skoðanakönnun eða atkvæðagreiðsla þeirri sannfæringu minni. Það gildir um öll grundvallarmál. Þar vil ég vera trúr eigin sannfæringu hvað sem líður vilja annarra og berjast fyrir henni af alefli. Ef þeir sem treyst er fyrir framkvæmdarvaldinu ganga hins vegar þvert á almannaviljann í grundvallarmálum og þröngva minnihlutasjónarmiðum upp á samfélagið, fyrirgera þeir þar með pólitískum tilverurétti sínum. Að sjálfsögðu ætti það við um mig sem aðra ráðherra. Þannig á lýðræðið að virka. Það hefur einmitt verið okkar ógæfa í langan tíma að virða ekki lýðræðið sem skyldi. Þegar samtök atvinnurekenda ætlast nú til þess af mér, sem handhafa framkvæmdavalds, að ráðast í umdeilda tollheimtu sem mikil andstaða hefur risið gegn þá fer ég að sjálfsögðu að almannaviljanum fremur en vilja gæslumanna þröngra hagsmuna sem því miður hafa látið í veðri vaka að rándýrar framkvæmdir á kostnað skattborgara og neytenda skapi fleiri störf og meiri arðsemi en reyndin yrði. En það má ágætur blaðamaður Fréttablaðsins vita að í því er engin mótsögn fólgin að vera trúr sannfæringu sinni annars vegar og virða lýðræðislegan vilja hins vegar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Kolbeinn Proppé, blaðamaður á Fréttablaðinu, veltir upp mikilvægri spurningu í framhaldi af grein minni í hér blaðinu um vegtolla. Þar lýsi ég því hvernig ég hafði fengið í fangið hugmyndir um að ráðist yrði í kostnaðarsamar flýtiframkvæmdir í vegamálum og yrðu þær fjármagnaðar með vegtollum á viðkomandi leiðum. Aldrei hef ég verið áhugasamur um þessa aðferðafræði en málið engu að síður þess eðlis – verið að selja aðgang að vegum, ekki spítölum – að ég kvaðst reiðubúinn að hafa um það forgöngu að því tilskyldu að um þetta yrði samstaða og þeir sem ættu að borga brúsann væru sáttir. Svo reyndist ekki vera og lýsti ég því þá yfir að við yrðum að hlusta á rödd þjóðarinnar. Þá spyr Kolbeinn: „Ef rödd þjóðarinnar á að ráða í þessu máli, gildir það þá ekki um önnur? Mun Ögmundur framvegis fylgja meirihluta í umdeildum málum svo sem um aðild að Nató og fleiri hitamál? Mun sannfæringin víkja fyrir skoðanakönnunum?“ Svar mitt við því hvort meirihlutavilji þjóðarinnar eigi að ráða er tvímælalaust játandi. Ef meirihlutinn vill vera í Nató þá verðum við þar. Ef meirihlutinn vill ganga þaðan út þá gerum við það. Það breytir því ekki að ég er og verð andstæðingur aðildar Íslands að Nató og hreyfir engin skoðanakönnun eða atkvæðagreiðsla þeirri sannfæringu minni. Það gildir um öll grundvallarmál. Þar vil ég vera trúr eigin sannfæringu hvað sem líður vilja annarra og berjast fyrir henni af alefli. Ef þeir sem treyst er fyrir framkvæmdarvaldinu ganga hins vegar þvert á almannaviljann í grundvallarmálum og þröngva minnihlutasjónarmiðum upp á samfélagið, fyrirgera þeir þar með pólitískum tilverurétti sínum. Að sjálfsögðu ætti það við um mig sem aðra ráðherra. Þannig á lýðræðið að virka. Það hefur einmitt verið okkar ógæfa í langan tíma að virða ekki lýðræðið sem skyldi. Þegar samtök atvinnurekenda ætlast nú til þess af mér, sem handhafa framkvæmdavalds, að ráðast í umdeilda tollheimtu sem mikil andstaða hefur risið gegn þá fer ég að sjálfsögðu að almannaviljanum fremur en vilja gæslumanna þröngra hagsmuna sem því miður hafa látið í veðri vaka að rándýrar framkvæmdir á kostnað skattborgara og neytenda skapi fleiri störf og meiri arðsemi en reyndin yrði. En það má ágætur blaðamaður Fréttablaðsins vita að í því er engin mótsögn fólgin að vera trúr sannfæringu sinni annars vegar og virða lýðræðislegan vilja hins vegar.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun