Pistillinn: Ekki væla yfir dómaranum í fjölmiðlum Hlynur Bæringsson skrifar 2. júlí 2011 10:30 Liðsfélagarnir Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson Mynd/Valli Það er oft þægilegt að hafa einhvern til að skella skuldinni á þegar illa gengur. Réttlæta lélega frammistöðu. Ég þekki það enda oft gert það sjálfur, íþróttahúsið lélegt, rútan óþægileg, hinir gaurarnir mun stærri, miklu ríkari líka og eiga því að geta eitthvað, ég stóð mig því fínt „per dollar“. Ég spilaði við Yao Ming, hann át okkur lifandi, en miðað við launin hans þá vann ég eiginlega. Algengast er þó að kenna blessuðum dómurunum um, því þeir eru eins og við íþróttamennirnir, sumir geta verið besti íþróttamaður vallarins á meðan aðrir eru alveg úti á túni og hafa litla tilfinningu fyrir leiknum. Ég er ábyggilega ekki auðveldasti leikmaðurinn fyrir dómara. Ég hef stundum viðrað skoðanir mínar aðeins of mikið fyrir þeirra smekk, enda hef ég alltaf rétt fyrir mér–að eigin mati. Ég vorkenni þeim ekkert sérstaklega að hlusta á og stjórna íþróttamönnum með adrenalínið í botni. Það er hluti af starfinu, svo lengi sem menn fara ekki yfir strikið og eru ekki persónulegir. Í úrvalsdeildunum fá dómarar ágætlega borgað og þola því alveg smá læti. Hins vegar ættu íþróttamenn að forðast það að gagnrýna dómara í fjölmiðlum af tveimur ástæðum. Sú fyrri og augljósari er að það er ekki hluti af þeirra starfi að láta hrauna yfir sig þar. Sú ástæða er dómarans vegna. Hin er fyrir leikmanninn/þjálfarann, því aldrei líta menn jafn illa og aumingjalega út í fjölmiðlum eins og þegar þeir væla yfir dómaranum. Sérstaklega þeir sem gera það oft. Í fótboltanum hérna heima eru tveir þjálfarar sem tapa aldrei nema dómarinn hafi verið á móti þeim, jafnvel þó að mati sérfræðinga séu liðin þeirra bara alls ekkert góð í fótbolta. Það síðasta sem mér dettur í hug þegar þeir væla undan dómaranum er að dómarinn hafi í raun verið lélegur. Frekar að liðið sé almennt lélegra en hin liðin. Enda kemur yfirleitt í ljós að dómarinn hafði rétt fyrir sér, þó að sjálfsögðu með undantekningum. Oft eru dómarar lélegir og eiga skilið að vera skammaðir, eins og leikmennirnir. Best er þó fyrir báða aðila að sleppa því í fjölmiðlum. Sérstaklega fyrir íþróttamennina, því þá líta þeir út eins og fífl. Pistillinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
Það er oft þægilegt að hafa einhvern til að skella skuldinni á þegar illa gengur. Réttlæta lélega frammistöðu. Ég þekki það enda oft gert það sjálfur, íþróttahúsið lélegt, rútan óþægileg, hinir gaurarnir mun stærri, miklu ríkari líka og eiga því að geta eitthvað, ég stóð mig því fínt „per dollar“. Ég spilaði við Yao Ming, hann át okkur lifandi, en miðað við launin hans þá vann ég eiginlega. Algengast er þó að kenna blessuðum dómurunum um, því þeir eru eins og við íþróttamennirnir, sumir geta verið besti íþróttamaður vallarins á meðan aðrir eru alveg úti á túni og hafa litla tilfinningu fyrir leiknum. Ég er ábyggilega ekki auðveldasti leikmaðurinn fyrir dómara. Ég hef stundum viðrað skoðanir mínar aðeins of mikið fyrir þeirra smekk, enda hef ég alltaf rétt fyrir mér–að eigin mati. Ég vorkenni þeim ekkert sérstaklega að hlusta á og stjórna íþróttamönnum með adrenalínið í botni. Það er hluti af starfinu, svo lengi sem menn fara ekki yfir strikið og eru ekki persónulegir. Í úrvalsdeildunum fá dómarar ágætlega borgað og þola því alveg smá læti. Hins vegar ættu íþróttamenn að forðast það að gagnrýna dómara í fjölmiðlum af tveimur ástæðum. Sú fyrri og augljósari er að það er ekki hluti af þeirra starfi að láta hrauna yfir sig þar. Sú ástæða er dómarans vegna. Hin er fyrir leikmanninn/þjálfarann, því aldrei líta menn jafn illa og aumingjalega út í fjölmiðlum eins og þegar þeir væla yfir dómaranum. Sérstaklega þeir sem gera það oft. Í fótboltanum hérna heima eru tveir þjálfarar sem tapa aldrei nema dómarinn hafi verið á móti þeim, jafnvel þó að mati sérfræðinga séu liðin þeirra bara alls ekkert góð í fótbolta. Það síðasta sem mér dettur í hug þegar þeir væla undan dómaranum er að dómarinn hafi í raun verið lélegur. Frekar að liðið sé almennt lélegra en hin liðin. Enda kemur yfirleitt í ljós að dómarinn hafði rétt fyrir sér, þó að sjálfsögðu með undantekningum. Oft eru dómarar lélegir og eiga skilið að vera skammaðir, eins og leikmennirnir. Best er þó fyrir báða aðila að sleppa því í fjölmiðlum. Sérstaklega fyrir íþróttamennina, því þá líta þeir út eins og fífl.
Pistillinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira