Sjá ýmsar vísbendingar um aðra bólu í tæknigeiranum 7. júlí 2011 05:15 Þótt efnahagslífið í Bandaríkjunum sé ekki eins og best verður á kosið ríkir bjartsýni hjá netfyrirtækjum. Mynd/AFP Þegar netbólan svokallaða sprakk árið 2000 hrundi hlutabréfaverð þúsunda nýsköpunar- og tæknifyrirtækja um allan heim eins og um spilaborg hefði verið að ræða. Óhófleg bjartsýni um vaxtarmöguleika internetfyrirtækja og breyttar forsendur í viðskiptum á 21. öldinni, hafði þrýst virði netfyrirtækja langt upp fyrir það sem eðlilegt gat talist. En í mörgum tilvikum voru fyrirtæki metin á hundruð milljóna Bandaríkjadala þrátt fyrir nær ekkert tekjustreymi og í besta falli hugmynd sem hafði ekki sannað gildi sitt. Í áratug síðan hefur netbólunni verið stillt upp sem kennslubókardæmi um það hvernig hlutabréfamarkaðurinn getur villst af leið. Það kann því að koma mörgum á óvart að undanfarna mánuði hefur nokkur fjöldi sérfræðinga lýst því yfir að ný netbóla sé að blása út. The Economist fjallaði fyrir stuttu um málið og sagði kveikjuna að þessum áhyggjum vera skyndilega endurvakningu markaðarins fyrir hlutafjárútboð internetfyrirtækja en hann hefur því sem næst legið niðri í áratug. Nýlegt hlutafjárútboð viðskiptatengslasíðunnar LinkedIn, sem tvöfaldaðist í verði á fyrsta degi viðskipta, og skráning fjölda kínverskra og rússneskra netfyrirtækja á markað í Bandaríkjunum hefur vakið upp minnningar um ofurbjartsýnina sem ríkti í kringum netfyrirtæki í lok tíunda áratugarins. Þetta er þó bara byrjunin, segja menn, bólan fer virkilega að blása út þegar Facebook fer á markað, sem talið er að gerist á næsta ári. Því verður í það minnsta ekki haldið fram að markaðurinn sé svartsýnn á vaxtarmöguleika „heitustu" netfyrirtækjanna. Hópkaupasíðan Groupon hefur tilkynnt um hlutafjárútboð og er búist við því að hlutir í henni seljist á 15 milljarða dala, eða jafngildi 1.727 milljarða íslenskra króna. Þá er Facebook metið á 70 milljarða dala og Twitter, sem enn hefur ekki skilað hagnaði, á 10 milljarða dala. Fyrir þeim sem telja nýja bólu orðna til eru þetta upphæðir sem einfaldlega geta ekki staðist. Efasemdamenn segja að þótt örfá netfyrirtæki hafi kannski innistæðu fyrir slíku verðmati þá virðist fjárfestar nú telja að allar nýjar vefsíður muni slá í gegn. Í Kísildal eru þó fæstir sammála þessu mati. Þar er bent á að enn hafi fá stór netfyrirtæki farið í hlutafjárútboð auk þess sem engar vísbendingar séu til staðar um að fjárfestar séu að missa sig, en til að mynda er NASDAQ-hlutabréfavísitalan enn langt undir því sem var þegar hún stóð hæst í mars árið 2000. Þá hefur fjöldi nettengdra vaxið gríðarlega undanfarin tíu ár auk þess sem háhraðanettengingar hafa víða tekið við af þeim hægari sem eykur möguleika netfyrirtækja. Hvort um bólu sé að ræða eða einfaldlega eðlilega þróun í sívaxandi geira skal ósagt látið. Það verður hins vegar spennandi að sjá hvernig næstu hlutafjárútboð netfyrirtækja ganga. Sé bóla að blása út eru án efa til staðar fjárfestingartækifæri til skemmri tíma í umtöluðustu netfyrirtækjunum þótt hættan á því að brenna inni sé vitaskuld alltaf til staðar. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Þegar netbólan svokallaða sprakk árið 2000 hrundi hlutabréfaverð þúsunda nýsköpunar- og tæknifyrirtækja um allan heim eins og um spilaborg hefði verið að ræða. Óhófleg bjartsýni um vaxtarmöguleika internetfyrirtækja og breyttar forsendur í viðskiptum á 21. öldinni, hafði þrýst virði netfyrirtækja langt upp fyrir það sem eðlilegt gat talist. En í mörgum tilvikum voru fyrirtæki metin á hundruð milljóna Bandaríkjadala þrátt fyrir nær ekkert tekjustreymi og í besta falli hugmynd sem hafði ekki sannað gildi sitt. Í áratug síðan hefur netbólunni verið stillt upp sem kennslubókardæmi um það hvernig hlutabréfamarkaðurinn getur villst af leið. Það kann því að koma mörgum á óvart að undanfarna mánuði hefur nokkur fjöldi sérfræðinga lýst því yfir að ný netbóla sé að blása út. The Economist fjallaði fyrir stuttu um málið og sagði kveikjuna að þessum áhyggjum vera skyndilega endurvakningu markaðarins fyrir hlutafjárútboð internetfyrirtækja en hann hefur því sem næst legið niðri í áratug. Nýlegt hlutafjárútboð viðskiptatengslasíðunnar LinkedIn, sem tvöfaldaðist í verði á fyrsta degi viðskipta, og skráning fjölda kínverskra og rússneskra netfyrirtækja á markað í Bandaríkjunum hefur vakið upp minnningar um ofurbjartsýnina sem ríkti í kringum netfyrirtæki í lok tíunda áratugarins. Þetta er þó bara byrjunin, segja menn, bólan fer virkilega að blása út þegar Facebook fer á markað, sem talið er að gerist á næsta ári. Því verður í það minnsta ekki haldið fram að markaðurinn sé svartsýnn á vaxtarmöguleika „heitustu" netfyrirtækjanna. Hópkaupasíðan Groupon hefur tilkynnt um hlutafjárútboð og er búist við því að hlutir í henni seljist á 15 milljarða dala, eða jafngildi 1.727 milljarða íslenskra króna. Þá er Facebook metið á 70 milljarða dala og Twitter, sem enn hefur ekki skilað hagnaði, á 10 milljarða dala. Fyrir þeim sem telja nýja bólu orðna til eru þetta upphæðir sem einfaldlega geta ekki staðist. Efasemdamenn segja að þótt örfá netfyrirtæki hafi kannski innistæðu fyrir slíku verðmati þá virðist fjárfestar nú telja að allar nýjar vefsíður muni slá í gegn. Í Kísildal eru þó fæstir sammála þessu mati. Þar er bent á að enn hafi fá stór netfyrirtæki farið í hlutafjárútboð auk þess sem engar vísbendingar séu til staðar um að fjárfestar séu að missa sig, en til að mynda er NASDAQ-hlutabréfavísitalan enn langt undir því sem var þegar hún stóð hæst í mars árið 2000. Þá hefur fjöldi nettengdra vaxið gríðarlega undanfarin tíu ár auk þess sem háhraðanettengingar hafa víða tekið við af þeim hægari sem eykur möguleika netfyrirtækja. Hvort um bólu sé að ræða eða einfaldlega eðlilega þróun í sívaxandi geira skal ósagt látið. Það verður hins vegar spennandi að sjá hvernig næstu hlutafjárútboð netfyrirtækja ganga. Sé bóla að blása út eru án efa til staðar fjárfestingartækifæri til skemmri tíma í umtöluðustu netfyrirtækjunum þótt hættan á því að brenna inni sé vitaskuld alltaf til staðar. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira