Ekki missa af þessu! Guðbjartur Hannesson skrifar 8. júlí 2011 08:00 Með okkar augum hóf göngu sína í Ríkissjónvarpinu síðastliðinn mánudag. Ég fylgdist spenntur með enda nýmæli á ferð í íslenskri dagskrárgerð. Við stjórnvölinn er fólk með þroskahömlun sem fjallar um málefni líðandi stundar með sínum augum og opnar þar sýn sem alla jafna stendur sjónvarpsáhorfendum ekki til boða. Efnistök fyrsta þáttar voru í sjálfu sér ekki framandi. Saman fóru stuttar fréttaskýringar í bland við léttara efni og framsetningin kunnugleg úr hefðbundnum magasínþáttum. Til umfjöllunar voru málefni sem miklu varða í lífi fólks með fötlun en einnig atriði sem eru jafnt á áhugasviði fatlaðs fólks sem ófatlaðs og varða okkur öll í stóru og smáu. Umfjöllun um Fjölmennt var áhugaverð og augljóst hvað miklu skiptir að fólki með fötlun gefist kostur á að mennta sig og þjálfa færni sína svo það fái notið sín sem best í samfélaginu. Réttur til náms þarf að vera öllum tryggður og ávinningur er ávallt fyrir hendi hver sem á í hlut sé áhuginn er fyrir hendi. Blindur faðir sem rætt var við lýsti stöðu sinni miðað við sjáandi feður og sagðist hlusta á son sinn vaxa úr grasi. Þótt auðvitað væri sitthvað honum erfiðara að annast í uppeldinu hefði hann margt annað að gefa syni sínum sem væri ekki síður mikils virði. Umfjöllunarefni þáttarins áttu sammerkt að umsjónarmennirnir drógu fram á einfaldan en skýran hátt að öll erum við að fást við það sama þegar allt kemur til alls, þótt áherslur séu mismunandi eftir einstaklingum, aðstæðum þeirra og lífsreynslu. Umsjónarmennirnir sinntu verkefnum sínum vel, jafnt tæknifólkið á bak við tjöldin og fólkið fyrir framan myndavélarnar. Áhugi spyrla á viðfangsefnunum leyndi sér ekki, spurningum var vel fylgt eftir en þó fór saman einbeiting og afslappað og þægilegt viðmót. Ég hef ekki mikinn áhuga á tísku en þótti sannfærandi umfjöllun um klæðaburð sumarsins hjá þeim sem vilja fylgjast með og matreiðsluhornið fékk mig til að sleikja út um. Með okkar augum er tímamótaþáttur í íslensku sjónvarpi og vonandi er með honum sleginn tónn sem fær að hljóma áfram. Það er svo mikilvægt að undirstrika fjölbreytileika samfélagsins og sýna hve það er miklu ríkara einmitt vegna hans. Ég nota líka tækifærið og rifja upp slagorð fatlaðs fólks: Ekkert um okkur án okkar! nokkuð sem allir ættu að hafa hugfast sem á einhvern hátt fjalla um tilhögun mála sem varða fatlaða. Ég þakka öllum þeim sem gerðu mögulega framleiðslu þessara þátta sem enginn ætti að missa af í Ríkissjónvarpinu á mánudögum kl. 18.30. Ég hvet fólk líka til að heimsækja þáttinn á fésbók: facebook.com/medokkaraugum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Með okkar augum hóf göngu sína í Ríkissjónvarpinu síðastliðinn mánudag. Ég fylgdist spenntur með enda nýmæli á ferð í íslenskri dagskrárgerð. Við stjórnvölinn er fólk með þroskahömlun sem fjallar um málefni líðandi stundar með sínum augum og opnar þar sýn sem alla jafna stendur sjónvarpsáhorfendum ekki til boða. Efnistök fyrsta þáttar voru í sjálfu sér ekki framandi. Saman fóru stuttar fréttaskýringar í bland við léttara efni og framsetningin kunnugleg úr hefðbundnum magasínþáttum. Til umfjöllunar voru málefni sem miklu varða í lífi fólks með fötlun en einnig atriði sem eru jafnt á áhugasviði fatlaðs fólks sem ófatlaðs og varða okkur öll í stóru og smáu. Umfjöllun um Fjölmennt var áhugaverð og augljóst hvað miklu skiptir að fólki með fötlun gefist kostur á að mennta sig og þjálfa færni sína svo það fái notið sín sem best í samfélaginu. Réttur til náms þarf að vera öllum tryggður og ávinningur er ávallt fyrir hendi hver sem á í hlut sé áhuginn er fyrir hendi. Blindur faðir sem rætt var við lýsti stöðu sinni miðað við sjáandi feður og sagðist hlusta á son sinn vaxa úr grasi. Þótt auðvitað væri sitthvað honum erfiðara að annast í uppeldinu hefði hann margt annað að gefa syni sínum sem væri ekki síður mikils virði. Umfjöllunarefni þáttarins áttu sammerkt að umsjónarmennirnir drógu fram á einfaldan en skýran hátt að öll erum við að fást við það sama þegar allt kemur til alls, þótt áherslur séu mismunandi eftir einstaklingum, aðstæðum þeirra og lífsreynslu. Umsjónarmennirnir sinntu verkefnum sínum vel, jafnt tæknifólkið á bak við tjöldin og fólkið fyrir framan myndavélarnar. Áhugi spyrla á viðfangsefnunum leyndi sér ekki, spurningum var vel fylgt eftir en þó fór saman einbeiting og afslappað og þægilegt viðmót. Ég hef ekki mikinn áhuga á tísku en þótti sannfærandi umfjöllun um klæðaburð sumarsins hjá þeim sem vilja fylgjast með og matreiðsluhornið fékk mig til að sleikja út um. Með okkar augum er tímamótaþáttur í íslensku sjónvarpi og vonandi er með honum sleginn tónn sem fær að hljóma áfram. Það er svo mikilvægt að undirstrika fjölbreytileika samfélagsins og sýna hve það er miklu ríkara einmitt vegna hans. Ég nota líka tækifærið og rifja upp slagorð fatlaðs fólks: Ekkert um okkur án okkar! nokkuð sem allir ættu að hafa hugfast sem á einhvern hátt fjalla um tilhögun mála sem varða fatlaða. Ég þakka öllum þeim sem gerðu mögulega framleiðslu þessara þátta sem enginn ætti að missa af í Ríkissjónvarpinu á mánudögum kl. 18.30. Ég hvet fólk líka til að heimsækja þáttinn á fésbók: facebook.com/medokkaraugum.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun