Keppt verður í gæðum og hagkvæmni við byggingu fangelsis Ögmundur Jónasson skrifar 27. júlí 2011 08:30 Framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands, Hrólfur Karl Cela arkitekt, lýsir áhuga félagsins á undirbúningi byggingar fangelsis á Hólmsheiði í opnu bréfi til forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra í Fréttablaðinu 22. júlí. Fyrir það vil ég þakka og um leið útskýra hvernig að málinu er staðið. Bygging nýs fangelsis hefur verið á verkefnalista stjórnvalda í langan tíma. Of langan. Mjög brýnt er að hrinda því verkefni í framkvæmd. Um það erum við sammála. Umgjörð og búnaður fangelsis þarf að standast kröfur um ítrasta öryggi, góðan aðbúnað fanga og starfsmanna og hagkvæmni í byggingu og rekstri. Arkitektinn bendir á að umhverfi fanga skuli vera mannsæmandi enda er það þáttur í því að fangavist leiði til betrunar. Um það erum við einnig sammála. Þá komum við að undirbúningi verksins og þar lýsir arkitektinn áhyggjum yfir því að fyrirhugað sé að bjóða verkið út í alútboði. Það muni koma niður á gæðum og engin samkeppni verði meðal arkitekta. Þar erum við hins vegar ekki að öllu leyti sammála. Í alútboði er tiltekið verk boðið út frá upphafi til enda að gefnum ákveðnum forsendum: Hönnun útlits, efnisval, verkhönnun öll, byggingaraðferð og verð. Í alútboði koma allir nauðsynlegir sérfræðingar að verki sem mynda hóp um sitt útboð. Engin takmörk eru fyrir því hversu margir hópar geta boðist til að vinna verkið. Ætlunin er sú að þannig náist fram kostir samkeppni á sviði hönnunar og hagkvæmni. Nýjasta dæmið hjá ríkinu um þetta er háskólatorgið. Nú er á það að líta að fangelsisbygging er mjög sérhæft mannvirki. Fyrir alllöngu voru fengnir sérfræðingar á þessu sérhæfða sviði til að leggja fram ítarlegar forsendur og skilgreiningar vegna fyrirhugaðs útboðs. Þótt sjálf fangelsisteikningin bíði útfærslu þá reynir öðruvísi á arkitektana sem fá verkefnið en í ýmsum öðrum verkefnum þar sem hendur þeirra eru ekki eins bundnar frá fyrstu stundu. Sérfræðingar á vegum stjórnarráðsins hafa bent á að hönnunarsamkeppni eigi vissulega vel við þegar þarfir eru ekki mjög skilgreindar og leitað er eftir „góðum“ hugmyndum. Eftir því sem verkefnið er meira skilgreint því minni þörf er á þannig samkeppni. Að þessu leyti sýnist mér nokkur samhljómur með framkvæmdastjóra Arkitektafélags Íslands og ráðgjöfum okkar þótt ekki komist þeir að sömu niðurstöðu. Það er mat þeirra sérfræðinga sem ég styðst við að með aðferð alútboðs í þessu verkefni náist að slá tvær flugur í einu höggi: Hópar sérfræðinga keppast um að setja fram vandaðar hugmyndir og áætlanir um útlit, efni, hagkvæmni og verð. Við úrvinnslu vegur verkkaupi og metur síðan alla þessa þætti og mun að sjálfsögðu í tilviki fangelsisbyggingar láta sjónarmið um vandaðan aðbúnað ráða miklu. Það er því að mínu viti of mikil einföldun að segja að alútboð hafi verið nýtt í einföld mannvirki, skemmur eða lagerhúsnæði, sem geri litlar kröfur til mannlegra þarfa eins og Hrólfur Karl heldur fram í grein sinni. Tilvitnuð ábending arkitektsins úr stefnu stjórnvalda um mannvirkjagerð þar sem segir að kappkosta skuli að viðhafa samkeppni og hvetja til aðkomu yngri hönnuða er því fyllilega í heiðri höfð í alútboði. Ég hygg að við arkitektinn séum að verulegu leyti sammála um verkefnið þegar allt kemur til alls þótt ég hljóti að fallast á þá ábendingu hans að alútboð setji arkitektastofum þær skorður að þær þurfa að leita samstarfs við aðra sérfræðinga sem koma að mannvirkjagerð. Þetta getur vissulega verið hamlandi en spyrja má hvort slík samhæfing í hönnun og framkvæmd sé ekki jafnframt styrkur fyrir alla hlutaðeigandi, einnig sjálfstætt starfandi arkitektastofur og því sé verkefnið í heild sinni þeim til framdráttar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands, Hrólfur Karl Cela arkitekt, lýsir áhuga félagsins á undirbúningi byggingar fangelsis á Hólmsheiði í opnu bréfi til forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra í Fréttablaðinu 22. júlí. Fyrir það vil ég þakka og um leið útskýra hvernig að málinu er staðið. Bygging nýs fangelsis hefur verið á verkefnalista stjórnvalda í langan tíma. Of langan. Mjög brýnt er að hrinda því verkefni í framkvæmd. Um það erum við sammála. Umgjörð og búnaður fangelsis þarf að standast kröfur um ítrasta öryggi, góðan aðbúnað fanga og starfsmanna og hagkvæmni í byggingu og rekstri. Arkitektinn bendir á að umhverfi fanga skuli vera mannsæmandi enda er það þáttur í því að fangavist leiði til betrunar. Um það erum við einnig sammála. Þá komum við að undirbúningi verksins og þar lýsir arkitektinn áhyggjum yfir því að fyrirhugað sé að bjóða verkið út í alútboði. Það muni koma niður á gæðum og engin samkeppni verði meðal arkitekta. Þar erum við hins vegar ekki að öllu leyti sammála. Í alútboði er tiltekið verk boðið út frá upphafi til enda að gefnum ákveðnum forsendum: Hönnun útlits, efnisval, verkhönnun öll, byggingaraðferð og verð. Í alútboði koma allir nauðsynlegir sérfræðingar að verki sem mynda hóp um sitt útboð. Engin takmörk eru fyrir því hversu margir hópar geta boðist til að vinna verkið. Ætlunin er sú að þannig náist fram kostir samkeppni á sviði hönnunar og hagkvæmni. Nýjasta dæmið hjá ríkinu um þetta er háskólatorgið. Nú er á það að líta að fangelsisbygging er mjög sérhæft mannvirki. Fyrir alllöngu voru fengnir sérfræðingar á þessu sérhæfða sviði til að leggja fram ítarlegar forsendur og skilgreiningar vegna fyrirhugaðs útboðs. Þótt sjálf fangelsisteikningin bíði útfærslu þá reynir öðruvísi á arkitektana sem fá verkefnið en í ýmsum öðrum verkefnum þar sem hendur þeirra eru ekki eins bundnar frá fyrstu stundu. Sérfræðingar á vegum stjórnarráðsins hafa bent á að hönnunarsamkeppni eigi vissulega vel við þegar þarfir eru ekki mjög skilgreindar og leitað er eftir „góðum“ hugmyndum. Eftir því sem verkefnið er meira skilgreint því minni þörf er á þannig samkeppni. Að þessu leyti sýnist mér nokkur samhljómur með framkvæmdastjóra Arkitektafélags Íslands og ráðgjöfum okkar þótt ekki komist þeir að sömu niðurstöðu. Það er mat þeirra sérfræðinga sem ég styðst við að með aðferð alútboðs í þessu verkefni náist að slá tvær flugur í einu höggi: Hópar sérfræðinga keppast um að setja fram vandaðar hugmyndir og áætlanir um útlit, efni, hagkvæmni og verð. Við úrvinnslu vegur verkkaupi og metur síðan alla þessa þætti og mun að sjálfsögðu í tilviki fangelsisbyggingar láta sjónarmið um vandaðan aðbúnað ráða miklu. Það er því að mínu viti of mikil einföldun að segja að alútboð hafi verið nýtt í einföld mannvirki, skemmur eða lagerhúsnæði, sem geri litlar kröfur til mannlegra þarfa eins og Hrólfur Karl heldur fram í grein sinni. Tilvitnuð ábending arkitektsins úr stefnu stjórnvalda um mannvirkjagerð þar sem segir að kappkosta skuli að viðhafa samkeppni og hvetja til aðkomu yngri hönnuða er því fyllilega í heiðri höfð í alútboði. Ég hygg að við arkitektinn séum að verulegu leyti sammála um verkefnið þegar allt kemur til alls þótt ég hljóti að fallast á þá ábendingu hans að alútboð setji arkitektastofum þær skorður að þær þurfa að leita samstarfs við aðra sérfræðinga sem koma að mannvirkjagerð. Þetta getur vissulega verið hamlandi en spyrja má hvort slík samhæfing í hönnun og framkvæmd sé ekki jafnframt styrkur fyrir alla hlutaðeigandi, einnig sjálfstætt starfandi arkitektastofur og því sé verkefnið í heild sinni þeim til framdráttar.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun