Miðbær Reykjavíkur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 28. júlí 2011 07:00 Þótt áhrif loftbóluhagkerfisins sírædda hafi verið mikil voru þau að mörgu leyti ekki sýnileg eða áþreifanleg. Öðru mál gegnir um miðbæ Reykjavíkur. Þar blasa áhrifin við í niðurníddum og yfirgefnum húsum, auðum lóðum, gleri, stáli og steinsteypu. Loftbólumyndun í efnahagsmálum hefur oft skelfilegar afleiðingar fyrir umhverfið og skynsemi í skipulagsmálum fer oft út um gluggann. Auk þess getur skipulag verið til þess fallið að blása lofti í bóluna. Móðir tækifæraÁ hinn bóginn á frasinn um að kreppan sé móðir tækifæranna óvíða jafn vel við og í skipulagsmálum. Eftir að lönd Mið- og Austur-Evrópu losnuðu undan oki kommúnismans var fjárhagur þeirra og framleiðslugeta í rúst, atvinnuleysi var mikið og fjárráð mjög takmörkuð. Engu að síður var víða ákveðið að nota tækifærið til að ráðast í fegrun og endurbyggingu fjölmargra gamalla bæja og borga. Í Dresden, sem áður var ein fallegasta borg heims, hafði miðborginni verið eytt í seinni heimsstyrjöldinni. Þar réðust menn í það ótrúlega verkefni að endurbyggja gömlu borgina eins og gert hafði verið í Varsjá og víðar. Átakið fer ekki framhjá neinum sem ferðast um lönd Mið- og Austur-Evrópu. Iðnaðarmenn fengu vinnu, velta jókst og hélst að mestu leyti innan hagkerfisins og aðdráttarafl borga og bæja fyrir ferðamenn og fjárfestingu jókst til muna. Því til viðbótar hafa þessi verkefni hjálpað til við að styrkja tengsl íbúa við heimabæi sína, halda uppi verðmæti fasteigna utan miðbæjarins og draga úr fólksflótta. Bæirnir urðu í senn meira aðlaðandi staðir til að búa á og til að byggja upp og fjárfesta. ReykjavíkÍ Reykjavík sköpuðust sambærileg tækifæri eftir að loftbólan sprakk en þau hafa ekki verið nýtt. Tapið af því að nýta ekki þau tækifæri er gríðarlegt, bæði umhverfislegt og efnahagslegt. Fyrir nokkrum árum var farið af stað með svo kallað Völundar-verkefni að sænskri fyrirmynd. Þar fengu atvinnulausir iðnaðarmenn vinnu við að gera upp gömul hús. Þótt þeir fengju aðeins lítillega hærri laun en nam atvinnuleysisbótum var mikil ánægja með verkefnið af hálfu þeirra sem tóku þátt í því. Nokkur mikilvæg fegrunarverkefni voru sett af stað, einkum við Laugaveg og á horni Lækjargötu og Austurstrætis. Þar sést vel hvað endurgerð húsa hefur mikil og góð áhrif á umhverfið. Í báðum tilvikum var reyndar um mjög dýr verkefni að ræða, en sömu áhrifum má ná með mun minni tilkostnaði. Við Lækjargötu var vinna mjög vönduð auk þess sem mikið var byggt neðanjarðar og byggingarmagn aukið, eflaust vegna þess að það var talið arðbært. Við Laugaveg voru gerð upp hús sem fengust ókeypis en þar lá kostnaðurinn einkum í því að byggingarmagn sem búið var að heimila var keypt í burtu á háu verði. Þar birtist eitt skýrasta dæmið um hversu miklum verðmætum var úthlutað af stjórnvöldum á meðan verið var að veita heimildir fyrir stórbyggingum í gamla miðbænum. Þeir sem lögðu fjármagn og vinnu í að gera upp gömul hús og auka verðmæti umhverfisins fengu ekkert en þeir sem létu hús drabbast niður juku líkurnar á að fá úthlutað leyfum til að byggja stórhýsi við hliðina á uppgerðu húsunum. Þannig var innbyggður í skipulagið mjög sterkur öfugur hvati. Það var ekki nóg með að fólki væri refsað fyrir fegrun umhverfisins og það verðlaunað fyrir að ganga á sameiginleg verðmæti, það var beinlínis gengið á hlut þeirra sem gerðu upp hús með því að skerða umhverfi þeirra. Ég heimsótti t.d. fjölskyldu sem hafði lagt gríðarlega vinnu og natni í að gera upp eitt af elstu húsum Reykjavíkur við eina heillegustu götu miðbæjarins til þess eins að fá risastóran kassa í bakgarðinn. Húsið varð óseljanlegt. TækifæriðKreppan veitti einstakt tækifæri til að hverfa af þessari braut. Tækifærið hefur ekki verið nýtt, þvert á móti. Það eru reyndar mörg ár frá því farið var að ræða um þörfina á breytingum. Ég og fleiri reyndum mikið að vekja athygli á vandanum löngu fyrir upphaf kreppunnar. Þegar ég hvarf úr skipulagsráði borgarinnar hafði þörfin fyrir aðgerðir verið margítrekuð og búið var, með aðkomu fjölda sérfræðinga, að undirbúa algjöra stefnubreytingu til að snúa þróuninni við. Á síðasta fundi ráðsins var fullyrt að aðeins væru nokkrir dagar í að farið yrði að beita dagsektum til að koma í veg fyrir að hús væru látin standa undir skemmdum. Meira en ári seinna hefur nánast ekkert gerst. Enn standa hús yfirgefin og enn er reynt að gera það að réttlætingu fyrir því að rífa þau og byggja stærra í staðinn. Mörg þessara húsa voru í ágætu standi þegar farið var að eyðileggja þau, sum höfðu meira að segja nýlega verið tekin í gegn að meira eða minna leyti. Við Bergstaðastræti er fallegt hús sem ung hjón vildu kaupa fyrir mörgum árum til að gera það upp. Þess í stað var það látið standa autt árum saman. Nú hefur annað ungt fólk sem betur fer tekið við húsinu og hafist handa við lagfæringar. Slíkt þarf að gerast víðar. KostnaðurRíki og sveitarfélög eiga ekki að þurfa að leggja mikið fjármagn í lagfæringu og endurbyggingu gamalla húsa. Stjórnvöld geta hannað það skipulag og reglur sem hvetja til viðhalds og fegrunar umhverfisins. Raunin hefur verið þveröfug. Við þær aðstæður er ekki hagkvæmt fyrir einstaklinga að gera upp eitt og eitt hús. Best er að byrja á því að skapa hvata til að hús séu gerð upp að utan. Við það eykst verðmæti umhverfisins og þar með húsanna og hagkvæmara verður að lagfæra þau að innan. Enn er hins vegar verið að þrýsta á um niðurrif og áframhaldandi öfugþróun. Tækifærið er núnaMeð skynsamlegu og hvetjandi skipulagi má snúa þróuninni hratt við. Vinnan hefur verið unnin. Allt er til reiðu svo að hefja megi endurreisn miðbæjar Reykjavíkur, skapa atvinnu, halda í iðnaðarmenn og þekkingu þeirra og auka verðmæti borgarinnar. Slíkt er sérstaklega mikilvægt nú þegar nauðsynlegt er að auka á aðdráttarafl borgarinnar fyrir heils árs ferðaþjónustu, auka fjárfestingu og vellíðan íbúanna. Tækifærið er núna en það er að hverfa, hús fyrir hús og götu fyrir götu. Sé tækifærið ekki nýtt núna getur það horfið að eilífu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Þótt áhrif loftbóluhagkerfisins sírædda hafi verið mikil voru þau að mörgu leyti ekki sýnileg eða áþreifanleg. Öðru mál gegnir um miðbæ Reykjavíkur. Þar blasa áhrifin við í niðurníddum og yfirgefnum húsum, auðum lóðum, gleri, stáli og steinsteypu. Loftbólumyndun í efnahagsmálum hefur oft skelfilegar afleiðingar fyrir umhverfið og skynsemi í skipulagsmálum fer oft út um gluggann. Auk þess getur skipulag verið til þess fallið að blása lofti í bóluna. Móðir tækifæraÁ hinn bóginn á frasinn um að kreppan sé móðir tækifæranna óvíða jafn vel við og í skipulagsmálum. Eftir að lönd Mið- og Austur-Evrópu losnuðu undan oki kommúnismans var fjárhagur þeirra og framleiðslugeta í rúst, atvinnuleysi var mikið og fjárráð mjög takmörkuð. Engu að síður var víða ákveðið að nota tækifærið til að ráðast í fegrun og endurbyggingu fjölmargra gamalla bæja og borga. Í Dresden, sem áður var ein fallegasta borg heims, hafði miðborginni verið eytt í seinni heimsstyrjöldinni. Þar réðust menn í það ótrúlega verkefni að endurbyggja gömlu borgina eins og gert hafði verið í Varsjá og víðar. Átakið fer ekki framhjá neinum sem ferðast um lönd Mið- og Austur-Evrópu. Iðnaðarmenn fengu vinnu, velta jókst og hélst að mestu leyti innan hagkerfisins og aðdráttarafl borga og bæja fyrir ferðamenn og fjárfestingu jókst til muna. Því til viðbótar hafa þessi verkefni hjálpað til við að styrkja tengsl íbúa við heimabæi sína, halda uppi verðmæti fasteigna utan miðbæjarins og draga úr fólksflótta. Bæirnir urðu í senn meira aðlaðandi staðir til að búa á og til að byggja upp og fjárfesta. ReykjavíkÍ Reykjavík sköpuðust sambærileg tækifæri eftir að loftbólan sprakk en þau hafa ekki verið nýtt. Tapið af því að nýta ekki þau tækifæri er gríðarlegt, bæði umhverfislegt og efnahagslegt. Fyrir nokkrum árum var farið af stað með svo kallað Völundar-verkefni að sænskri fyrirmynd. Þar fengu atvinnulausir iðnaðarmenn vinnu við að gera upp gömul hús. Þótt þeir fengju aðeins lítillega hærri laun en nam atvinnuleysisbótum var mikil ánægja með verkefnið af hálfu þeirra sem tóku þátt í því. Nokkur mikilvæg fegrunarverkefni voru sett af stað, einkum við Laugaveg og á horni Lækjargötu og Austurstrætis. Þar sést vel hvað endurgerð húsa hefur mikil og góð áhrif á umhverfið. Í báðum tilvikum var reyndar um mjög dýr verkefni að ræða, en sömu áhrifum má ná með mun minni tilkostnaði. Við Lækjargötu var vinna mjög vönduð auk þess sem mikið var byggt neðanjarðar og byggingarmagn aukið, eflaust vegna þess að það var talið arðbært. Við Laugaveg voru gerð upp hús sem fengust ókeypis en þar lá kostnaðurinn einkum í því að byggingarmagn sem búið var að heimila var keypt í burtu á háu verði. Þar birtist eitt skýrasta dæmið um hversu miklum verðmætum var úthlutað af stjórnvöldum á meðan verið var að veita heimildir fyrir stórbyggingum í gamla miðbænum. Þeir sem lögðu fjármagn og vinnu í að gera upp gömul hús og auka verðmæti umhverfisins fengu ekkert en þeir sem létu hús drabbast niður juku líkurnar á að fá úthlutað leyfum til að byggja stórhýsi við hliðina á uppgerðu húsunum. Þannig var innbyggður í skipulagið mjög sterkur öfugur hvati. Það var ekki nóg með að fólki væri refsað fyrir fegrun umhverfisins og það verðlaunað fyrir að ganga á sameiginleg verðmæti, það var beinlínis gengið á hlut þeirra sem gerðu upp hús með því að skerða umhverfi þeirra. Ég heimsótti t.d. fjölskyldu sem hafði lagt gríðarlega vinnu og natni í að gera upp eitt af elstu húsum Reykjavíkur við eina heillegustu götu miðbæjarins til þess eins að fá risastóran kassa í bakgarðinn. Húsið varð óseljanlegt. TækifæriðKreppan veitti einstakt tækifæri til að hverfa af þessari braut. Tækifærið hefur ekki verið nýtt, þvert á móti. Það eru reyndar mörg ár frá því farið var að ræða um þörfina á breytingum. Ég og fleiri reyndum mikið að vekja athygli á vandanum löngu fyrir upphaf kreppunnar. Þegar ég hvarf úr skipulagsráði borgarinnar hafði þörfin fyrir aðgerðir verið margítrekuð og búið var, með aðkomu fjölda sérfræðinga, að undirbúa algjöra stefnubreytingu til að snúa þróuninni við. Á síðasta fundi ráðsins var fullyrt að aðeins væru nokkrir dagar í að farið yrði að beita dagsektum til að koma í veg fyrir að hús væru látin standa undir skemmdum. Meira en ári seinna hefur nánast ekkert gerst. Enn standa hús yfirgefin og enn er reynt að gera það að réttlætingu fyrir því að rífa þau og byggja stærra í staðinn. Mörg þessara húsa voru í ágætu standi þegar farið var að eyðileggja þau, sum höfðu meira að segja nýlega verið tekin í gegn að meira eða minna leyti. Við Bergstaðastræti er fallegt hús sem ung hjón vildu kaupa fyrir mörgum árum til að gera það upp. Þess í stað var það látið standa autt árum saman. Nú hefur annað ungt fólk sem betur fer tekið við húsinu og hafist handa við lagfæringar. Slíkt þarf að gerast víðar. KostnaðurRíki og sveitarfélög eiga ekki að þurfa að leggja mikið fjármagn í lagfæringu og endurbyggingu gamalla húsa. Stjórnvöld geta hannað það skipulag og reglur sem hvetja til viðhalds og fegrunar umhverfisins. Raunin hefur verið þveröfug. Við þær aðstæður er ekki hagkvæmt fyrir einstaklinga að gera upp eitt og eitt hús. Best er að byrja á því að skapa hvata til að hús séu gerð upp að utan. Við það eykst verðmæti umhverfisins og þar með húsanna og hagkvæmara verður að lagfæra þau að innan. Enn er hins vegar verið að þrýsta á um niðurrif og áframhaldandi öfugþróun. Tækifærið er núnaMeð skynsamlegu og hvetjandi skipulagi má snúa þróuninni hratt við. Vinnan hefur verið unnin. Allt er til reiðu svo að hefja megi endurreisn miðbæjar Reykjavíkur, skapa atvinnu, halda í iðnaðarmenn og þekkingu þeirra og auka verðmæti borgarinnar. Slíkt er sérstaklega mikilvægt nú þegar nauðsynlegt er að auka á aðdráttarafl borgarinnar fyrir heils árs ferðaþjónustu, auka fjárfestingu og vellíðan íbúanna. Tækifærið er núna en það er að hverfa, hús fyrir hús og götu fyrir götu. Sé tækifærið ekki nýtt núna getur það horfið að eilífu.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun