Ótrúleg velgengni spænsku landsliðanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. ágúst 2011 06:00 Spánverjar fagna heimsmeistaratitlinum sumarið 2010, einum af fjölmörgum sigrum landsliða Spánar á undanförnum árum. Nordic Photos/AFP Merkilegur viðsnúningur hefur átt sér stað í frammistöðu Spánverja á stórmótum í knattspyrnu undanfarin ár. Fyrir örfáum árum þótti jafnöruggt að Spánverjar myndu ekki standa undir væntingum á stórmótum og Englendingar. Þá er mikið sagt. Í kjölfarið á Evrópumeistaratitli sínum sumarið 2008 tóku hins vegar Spánverjar yfir alþjóðaknattspyrnu og virðast seint munu sleppa takinu. Frammistaða yngri landsliða Spánar gefur nefnilega til kynna að framtíðin sé afar björt. U21 árs landsliðið fór taplaust í gegnum Evrópukeppnina í Danmörku í sumar. Sigurinn var forsmekkurinn að mögnuðu sumri hjá yngri landsliðum Spánar. Kvennalandsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngri varð Evrópumeistari á sunnudag þar sem íslensku stelpurnar voru meðal annars yfirspilaðar af meisturunum. Sólarhring síðar var komið að karlalandsliðinu skipuðu leikmönnum 19 ára og yngri, sem lagði Tékka í dramatískum úrslitaleik. „Lykillinn að árangrinum er starfið sem knattspyrnusamband Spánar vinnur um allt landið,“ sagði Ginés Meléndez, þjálfari 19 ára landsliðs Spánar, eftir sigur sinna manna á mánudag. „Við fáum leikmennina þegar þeir eru 15 ára. Þeim er kennt að vinna innan ákveðins ramma sem breytist ekki þótt þeir flytjist á milli aldursflokka. Ramminn er sá sami allt upp í A-landsliðið,“ sagði Meléndez. Sigurinn var sá fimmti í Evrópukeppni 19 ára karlalandsliða á tíu árum. Árið 2002 mættu Spánverjar jafnöldrum sínum frá Þýskalandi í úrslitaleik keppninnar. Fernando Torres skoraði eina mark úrslitaleiksins á Ullevaal-leikvanginum í Osló. Sex árum eldri, sumarið 2008, var Torres aftur úrslitavaldurinn þegar hann skoraði sigurmarkið í Evrópukeppni A-landsliða. Aftur lágu Þjóðverjar í valnum. Spánverjar höfðu ekki unnið stórmót í knattspyrnu síðan á Evrópumótinu 1964. Með heimsmeistaratitlinum 2010, sínum fyrsta, staðfesti spænska landsliðið yfirburði sína á knattspyrnuvellinum. Landsliðsþjálfarinn Vincente del Bosque er þó alls ekki saddur. „Það er frábært að minnast sigra og fagna þeim en á sama tíma verðum við að undirbúa okkur fyrir framtíðina,“ segir del Bosque, en fram undan er Evrópukeppni landsliða 2012.Hann segir árangur A-landsliðsins enga tilviljun. „Leikmennirnir sem við höfum úr að velja koma í A-landsliðið meðvitaðir um hvernig þeir eiga að spila,“ segir del Bosque. Hvergi er veikan blett að finna á Spánverjum þegar knattspyrna er annars vegar. Barcelona hefur borið höfuð og herðar yfir önnur félagslið undanfarin ár. Til marks um það hefur liðið staðið uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu þrisvar á síðustu sex árum. Spánverjar virðast meira að segja fremstir meðal jafningja í innanhússknattspyrnu, futsal. Karlalandsliðið er ríkjandi Evrópumeistari og silfurverðlaunahafi á síðasta heimsmeistaramóti. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Sjá meira
Merkilegur viðsnúningur hefur átt sér stað í frammistöðu Spánverja á stórmótum í knattspyrnu undanfarin ár. Fyrir örfáum árum þótti jafnöruggt að Spánverjar myndu ekki standa undir væntingum á stórmótum og Englendingar. Þá er mikið sagt. Í kjölfarið á Evrópumeistaratitli sínum sumarið 2008 tóku hins vegar Spánverjar yfir alþjóðaknattspyrnu og virðast seint munu sleppa takinu. Frammistaða yngri landsliða Spánar gefur nefnilega til kynna að framtíðin sé afar björt. U21 árs landsliðið fór taplaust í gegnum Evrópukeppnina í Danmörku í sumar. Sigurinn var forsmekkurinn að mögnuðu sumri hjá yngri landsliðum Spánar. Kvennalandsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngri varð Evrópumeistari á sunnudag þar sem íslensku stelpurnar voru meðal annars yfirspilaðar af meisturunum. Sólarhring síðar var komið að karlalandsliðinu skipuðu leikmönnum 19 ára og yngri, sem lagði Tékka í dramatískum úrslitaleik. „Lykillinn að árangrinum er starfið sem knattspyrnusamband Spánar vinnur um allt landið,“ sagði Ginés Meléndez, þjálfari 19 ára landsliðs Spánar, eftir sigur sinna manna á mánudag. „Við fáum leikmennina þegar þeir eru 15 ára. Þeim er kennt að vinna innan ákveðins ramma sem breytist ekki þótt þeir flytjist á milli aldursflokka. Ramminn er sá sami allt upp í A-landsliðið,“ sagði Meléndez. Sigurinn var sá fimmti í Evrópukeppni 19 ára karlalandsliða á tíu árum. Árið 2002 mættu Spánverjar jafnöldrum sínum frá Þýskalandi í úrslitaleik keppninnar. Fernando Torres skoraði eina mark úrslitaleiksins á Ullevaal-leikvanginum í Osló. Sex árum eldri, sumarið 2008, var Torres aftur úrslitavaldurinn þegar hann skoraði sigurmarkið í Evrópukeppni A-landsliða. Aftur lágu Þjóðverjar í valnum. Spánverjar höfðu ekki unnið stórmót í knattspyrnu síðan á Evrópumótinu 1964. Með heimsmeistaratitlinum 2010, sínum fyrsta, staðfesti spænska landsliðið yfirburði sína á knattspyrnuvellinum. Landsliðsþjálfarinn Vincente del Bosque er þó alls ekki saddur. „Það er frábært að minnast sigra og fagna þeim en á sama tíma verðum við að undirbúa okkur fyrir framtíðina,“ segir del Bosque, en fram undan er Evrópukeppni landsliða 2012.Hann segir árangur A-landsliðsins enga tilviljun. „Leikmennirnir sem við höfum úr að velja koma í A-landsliðið meðvitaðir um hvernig þeir eiga að spila,“ segir del Bosque. Hvergi er veikan blett að finna á Spánverjum þegar knattspyrna er annars vegar. Barcelona hefur borið höfuð og herðar yfir önnur félagslið undanfarin ár. Til marks um það hefur liðið staðið uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu þrisvar á síðustu sex árum. Spánverjar virðast meira að segja fremstir meðal jafningja í innanhússknattspyrnu, futsal. Karlalandsliðið er ríkjandi Evrópumeistari og silfurverðlaunahafi á síðasta heimsmeistaramóti.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Sjá meira