Rétturinn til ástarinnar 5. ágúst 2011 07:15 Hinsegin fólk hefur mætt meiri skilningi á Íslandi en dæmi eru um annars staðar, segir Þorvaldur. Mynd/Valli Við byrjuðum smátt, með útihátíð á Ingólfstorgi árið 1999. Áður höfðum við tvívegis reynt að fara í göngur til að vekja athygli á málstað okkar, 1993 og 1994. Annað árið komu 72 og hitt árið 71 ef ég man rétt. Tími okkar var ekki kominn,“ segir Þorvaldur Kristinsson, forseti Hinsegin daga, um upphaf hátíðarinnar. Hátíðin er haldin þessa dagana í þrettánda skipti. „Á þeim þrjátíu árum sem ég hef starfað með hreyfingu hinsegin fólks hefur gríðarlega margt gerst, bæði hvað varðar viðhorf samkynhneigðra til sjálfra sín og viðhorf þjóðarinnar til okkar. Nefnd til að kanna stöðu samkynhneigðra var skipuð 1993 og skilaði skýrslu árið 1994 sem varð til þess að lög um staðfesta samvist voru samþykkt 1996. Þetta varð til þess að samfélagið opnaðist á hátt sem engan óraði fyrir. Samkynhneigðir eignuðust sjálfstraust sem þeir höfðu ekki átt áður,“ segir hann og minnist þess síðan þegar Heimir Már Pétursson hvatti til þess að stofnað yrði sérstakt félag, eftir fyrstu hátíðina á Ingólfstorgi, og efnt yrði til gleðigöngu að erlendri fyrirmynd. „Fyrir þetta verð ég honum ævinlega þakklátur, og aðra helgina í ágúst árið 2000 lögðum við af stað í göngu. Við vissum eiginlega ekki hvaðan á okkur stóð veðrið þegar við komum fyrir hornið á Hlemmi því allt í einu var mikill fjöldi saman kominn í miðbænum.“ Þorvaldur segir að þá hafi um fimm þúsund manns mætt á svæðið en síðan hefur hátíðin vaxið og nú er talið að um 70 til 90 þúsund mæti í gönguna. Þorvaldur segist eiga erfitt með að slíta sig frá starfi með Hinsegin dögum. „Þeir hafa í sér eitthvert dularfullt hreyfiafl. Á þessum hátíðisdegi okkar verður til stórkostlegt hópefli, fólk skynjar sig sterkara í hópnum en eitt á báti. Þessi gleði snertir mig djúpt. Ég bjóst aldrei við því að sjá þann árangur sem náðst hefur gerast í mínu lífi. Á Hinsegin dögum leysist úr læðingi jákvæð orka og tilgangurinn er svo tær. Hann snýst um réttinn til ástarinnar, og menn hafa nú barist fyrir ýmsu ómerkilegra.“ Hinsegin dagar á Íslandi eru að sögn Þorvaldar gjörólíkir því sem gerist annars staðar í heiminum, að því leyti að hátíðin hefur í miklum mæli orðið viðurkennd fjölskylduhátíð. „Fólk er hér með fjölskyldu og vinum og raunar allri þjóðinni. Það eru ekki dregin landamæri milli okkar og hinna og það er hluti af þessum dularfulla krafti sem ég skynja þennan dag – múrar falla. Það er meira en hægt er að segja um skyldar hátíðir víða erlendis.“ Leist ekkert á aðstæðurÞorvaldur tók þátt í hreyfingum samkynhneigðra í Kaupmannahöfn á námsárum sínum þar, ferðaðist meðal annars um borgina sem gestafyrirlesari í skóla og sagði frá lífi lesbía og homma. Hann kom heim til Íslands árið 1982: „Þá mættu mér Samtökin ‘78, fámenn og að mörgu leyti veikburða. Mér fannst lítið um sýnilegt samkynhneigt fólk og eiginlega leist mér ekkert á aðstæðurnar. En það sem skipti sköpum var fólkið sem mætti mér. Ég hitti ungt fólk sem var bæði gáfað og hugrakkt og vissi mikið um hvað þessi baráttasnerist um, að lifa með reisn sem hommi eða lesbía. Ég hef reynt að halda tryggð við þessa vini mína alla tíð síðan.“ Þorvaldur segist hafa lært mikið í Danmörku, meðal annars það að kjarni baráttunnar sé að læra að standa með sjálfum sér, „hver maður er, hvar sem er og við hvaða aðstæður sem er. Að koma úr felum er reyndar ævilangt verkefni en þetta var kjarni þeirrar baráttu sem ég sogaðist inn í ungur maður og kjarninn hefur ekkert breyst.“ Hreyfingin hafi sannreynt að eina vopnið gegn fordómum og fáfræði sé að gefa sig til kynna. Um leið segir hann að þetta hafi vissulega tekið sinn toll, sem nú heyri vonandi sögunni til. Aðkast á almannafæri, atvinnumissir og uppsagnir leigusala voru dæmi um þetta. Fjölskyldan stóð með sínumAlnæmi hafði mikil áhrif á hreyfingu samkynhneigðra á níunda áratugnum en þau voru ekki eingöngu slæm. „Að okkur var sótt mjög hart þegar alnæmi herjaði sem harðast og lagði marga félaga mína í gröfina. En það varð til þess að hreyfing okkar neyddist til að standa við sitt, gerast sýnileg og svara fullum hálsi.“ Það lagði grunninn að næsta skrefi í baráttunni, sem var glíman við löggjafarvaldið. „Það sem skipti sköpum var sennilega þær lagabreytingar sem urðu á tíunda áratugnum.“ Baráttan sem síðan tók við snerist um fjölskylduréttinn. „Þó að hún kostaði kraftana var hún eftir á að hyggja auðveld miðað við það sem á undan var gengið, því þjóðin stóð með okkur. Þegar lögin um staðfesta samvist gengu í gildi fannst mér fjölskyldur okkar loksins hætta að tvístíga gagnvart okkur, nú var íslenska fjölskyldan loksins tilbúin að standa með börnum sínum af heilum hug. Þegar maður hefur sína nánustu með sér eru næstu skref auðveld.“ Baráttan gegn misrétti og kúgunÞorvaldur gagnrýnir hart þá samfélagsumræðu sem hann segir gera ráð fyrir því að baráttan fyrir réttlátri löggjöf sé hin eiginlega barátta, og að henni lokinni sé baráttunni lokið. „En þá er hún fyrst að byrja. Annars vegar glímum við við misrétti sem er mælanlegt og verður svarað með réttlátri löggjöf. Þar hafa Íslendingar staðið sig ótrúlega vel. Auðvitað er ekki allt í höfn, réttur transfólks á til dæmis enn langt í land, en ég finn á mér að transfólk muni öðlast viðurkenningu með lögum fyrr en síðar. Eitt er misrétti og annað er kúgun. Baráttan við kúgunina tekur engan enda og er miklu flóknari. Hún snýst um persónulegt líf og tilfinningar og það sérkennilega hlutskipti að vera alla ævi minnihlutamanneskja í heimi sem er innréttaður fyrir hina.“ Kúgunin birtist í mörgum myndum, segir Þorvaldur. „Hún getur birst í þöggun sem bitnar stundum skelfilega á okkur, en hún getur líka birst í kvikindishætti, níði og grimmd. Öllu þessu hef ég kynnst í gegnum tíðina.“ Enn erfitt að koma úr skápnumÞorvaldur segir það umhugsunarefni hvað ungu fólki reynist enn erfitt að koma út úr skápnum. „Þjáningarferlið er styttra nú, en á undan er oftast mikil angist sem fáir sleppa við. Meðan þessi þjáning og ótti er lifandi staðreynd er þörf fyrir baráttu og því mikilvægt að hinsegin fólk geri sér grein fyrir því að það tekur engan enda að standa með sjálfum sér. En ég vil ekki líkja því saman hversu þetta hlutskipti er léttara nú en fyrir tuttugu til þrjátíu árum. Við höfum svarað vandanum með fræðslu, umræðu og stuðningi.“ Hann segir leitt til þess að vita að ekki sé virkari stuðningur fyrir hinsegin unglinga í skólum en raun ber vitni og hvetur um leið til þess að hugað sé að ólíkum aldurshópum. „Nú fer sá hópur stækkandi sem hefur lifað opnu lífi og í fullri hreinskilni frá unga aldri og er að verða gamall. Mér er í mun að þessum hópi líði vel með sjálfum sér og fordómar bitni ekki á honum.“ Þessi hópur er þó ekki ýkja stór ennþá. „Alnæmi hjó skörð í raðir karlmannanna og ýmsir bundu enda á líf sitt vegna þess hversu lífið var þeim örðugt, og það er ekkert afskaplega langt síðan.“ Þakklátur Íslendingum„Það getur verið háskaleikur að vera málsvari fyrir mannréttindabaráttu hinsegin fólks. Baráttan tekur sinn toll því við erum alltaf að tjá það sem er viðkvæmast, tilfinningalífið.“ Þorvaldur segir að honum hafi snemma verið kennt að láta ekki sólina setjast yfir reiðina. „Ég reyndi að þjálfa mig upp í að láta ekki átök, níð og árekstra setjast að í sálinni heldur ganga til leiks næsta dag eins og ég væri staddur á fyrsta degi ferðarinnar. Það er sú eina hvatning sem ég get gefið vinum mínum, að þeir láti sólina ekki setjast yfir sársauka sinn.“ Þorvaldur segist óendanlega þakklátur Íslendingum fyrir að svara kalli hinsegin fólks. „Við höfum mætt meiri skilningi en dæmi eru um annars staðar. Það helgast sennilega af því að við erum eins og ein stór fjölskylda. Eftir að þessi mikli fjöldi hinsegin fólks varð sýnilegur geta Íslendingar ekki gengið svo glatt í gegnum lífið án þess að þekkja einhvern homma eða lesbíu. Það eru persónuleg kynni af manneskjum sem eru okkar sterkasta vopn gegn fordómum.“ Hinsegin Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Sjá meira
Við byrjuðum smátt, með útihátíð á Ingólfstorgi árið 1999. Áður höfðum við tvívegis reynt að fara í göngur til að vekja athygli á málstað okkar, 1993 og 1994. Annað árið komu 72 og hitt árið 71 ef ég man rétt. Tími okkar var ekki kominn,“ segir Þorvaldur Kristinsson, forseti Hinsegin daga, um upphaf hátíðarinnar. Hátíðin er haldin þessa dagana í þrettánda skipti. „Á þeim þrjátíu árum sem ég hef starfað með hreyfingu hinsegin fólks hefur gríðarlega margt gerst, bæði hvað varðar viðhorf samkynhneigðra til sjálfra sín og viðhorf þjóðarinnar til okkar. Nefnd til að kanna stöðu samkynhneigðra var skipuð 1993 og skilaði skýrslu árið 1994 sem varð til þess að lög um staðfesta samvist voru samþykkt 1996. Þetta varð til þess að samfélagið opnaðist á hátt sem engan óraði fyrir. Samkynhneigðir eignuðust sjálfstraust sem þeir höfðu ekki átt áður,“ segir hann og minnist þess síðan þegar Heimir Már Pétursson hvatti til þess að stofnað yrði sérstakt félag, eftir fyrstu hátíðina á Ingólfstorgi, og efnt yrði til gleðigöngu að erlendri fyrirmynd. „Fyrir þetta verð ég honum ævinlega þakklátur, og aðra helgina í ágúst árið 2000 lögðum við af stað í göngu. Við vissum eiginlega ekki hvaðan á okkur stóð veðrið þegar við komum fyrir hornið á Hlemmi því allt í einu var mikill fjöldi saman kominn í miðbænum.“ Þorvaldur segir að þá hafi um fimm þúsund manns mætt á svæðið en síðan hefur hátíðin vaxið og nú er talið að um 70 til 90 þúsund mæti í gönguna. Þorvaldur segist eiga erfitt með að slíta sig frá starfi með Hinsegin dögum. „Þeir hafa í sér eitthvert dularfullt hreyfiafl. Á þessum hátíðisdegi okkar verður til stórkostlegt hópefli, fólk skynjar sig sterkara í hópnum en eitt á báti. Þessi gleði snertir mig djúpt. Ég bjóst aldrei við því að sjá þann árangur sem náðst hefur gerast í mínu lífi. Á Hinsegin dögum leysist úr læðingi jákvæð orka og tilgangurinn er svo tær. Hann snýst um réttinn til ástarinnar, og menn hafa nú barist fyrir ýmsu ómerkilegra.“ Hinsegin dagar á Íslandi eru að sögn Þorvaldar gjörólíkir því sem gerist annars staðar í heiminum, að því leyti að hátíðin hefur í miklum mæli orðið viðurkennd fjölskylduhátíð. „Fólk er hér með fjölskyldu og vinum og raunar allri þjóðinni. Það eru ekki dregin landamæri milli okkar og hinna og það er hluti af þessum dularfulla krafti sem ég skynja þennan dag – múrar falla. Það er meira en hægt er að segja um skyldar hátíðir víða erlendis.“ Leist ekkert á aðstæðurÞorvaldur tók þátt í hreyfingum samkynhneigðra í Kaupmannahöfn á námsárum sínum þar, ferðaðist meðal annars um borgina sem gestafyrirlesari í skóla og sagði frá lífi lesbía og homma. Hann kom heim til Íslands árið 1982: „Þá mættu mér Samtökin ‘78, fámenn og að mörgu leyti veikburða. Mér fannst lítið um sýnilegt samkynhneigt fólk og eiginlega leist mér ekkert á aðstæðurnar. En það sem skipti sköpum var fólkið sem mætti mér. Ég hitti ungt fólk sem var bæði gáfað og hugrakkt og vissi mikið um hvað þessi baráttasnerist um, að lifa með reisn sem hommi eða lesbía. Ég hef reynt að halda tryggð við þessa vini mína alla tíð síðan.“ Þorvaldur segist hafa lært mikið í Danmörku, meðal annars það að kjarni baráttunnar sé að læra að standa með sjálfum sér, „hver maður er, hvar sem er og við hvaða aðstæður sem er. Að koma úr felum er reyndar ævilangt verkefni en þetta var kjarni þeirrar baráttu sem ég sogaðist inn í ungur maður og kjarninn hefur ekkert breyst.“ Hreyfingin hafi sannreynt að eina vopnið gegn fordómum og fáfræði sé að gefa sig til kynna. Um leið segir hann að þetta hafi vissulega tekið sinn toll, sem nú heyri vonandi sögunni til. Aðkast á almannafæri, atvinnumissir og uppsagnir leigusala voru dæmi um þetta. Fjölskyldan stóð með sínumAlnæmi hafði mikil áhrif á hreyfingu samkynhneigðra á níunda áratugnum en þau voru ekki eingöngu slæm. „Að okkur var sótt mjög hart þegar alnæmi herjaði sem harðast og lagði marga félaga mína í gröfina. En það varð til þess að hreyfing okkar neyddist til að standa við sitt, gerast sýnileg og svara fullum hálsi.“ Það lagði grunninn að næsta skrefi í baráttunni, sem var glíman við löggjafarvaldið. „Það sem skipti sköpum var sennilega þær lagabreytingar sem urðu á tíunda áratugnum.“ Baráttan sem síðan tók við snerist um fjölskylduréttinn. „Þó að hún kostaði kraftana var hún eftir á að hyggja auðveld miðað við það sem á undan var gengið, því þjóðin stóð með okkur. Þegar lögin um staðfesta samvist gengu í gildi fannst mér fjölskyldur okkar loksins hætta að tvístíga gagnvart okkur, nú var íslenska fjölskyldan loksins tilbúin að standa með börnum sínum af heilum hug. Þegar maður hefur sína nánustu með sér eru næstu skref auðveld.“ Baráttan gegn misrétti og kúgunÞorvaldur gagnrýnir hart þá samfélagsumræðu sem hann segir gera ráð fyrir því að baráttan fyrir réttlátri löggjöf sé hin eiginlega barátta, og að henni lokinni sé baráttunni lokið. „En þá er hún fyrst að byrja. Annars vegar glímum við við misrétti sem er mælanlegt og verður svarað með réttlátri löggjöf. Þar hafa Íslendingar staðið sig ótrúlega vel. Auðvitað er ekki allt í höfn, réttur transfólks á til dæmis enn langt í land, en ég finn á mér að transfólk muni öðlast viðurkenningu með lögum fyrr en síðar. Eitt er misrétti og annað er kúgun. Baráttan við kúgunina tekur engan enda og er miklu flóknari. Hún snýst um persónulegt líf og tilfinningar og það sérkennilega hlutskipti að vera alla ævi minnihlutamanneskja í heimi sem er innréttaður fyrir hina.“ Kúgunin birtist í mörgum myndum, segir Þorvaldur. „Hún getur birst í þöggun sem bitnar stundum skelfilega á okkur, en hún getur líka birst í kvikindishætti, níði og grimmd. Öllu þessu hef ég kynnst í gegnum tíðina.“ Enn erfitt að koma úr skápnumÞorvaldur segir það umhugsunarefni hvað ungu fólki reynist enn erfitt að koma út úr skápnum. „Þjáningarferlið er styttra nú, en á undan er oftast mikil angist sem fáir sleppa við. Meðan þessi þjáning og ótti er lifandi staðreynd er þörf fyrir baráttu og því mikilvægt að hinsegin fólk geri sér grein fyrir því að það tekur engan enda að standa með sjálfum sér. En ég vil ekki líkja því saman hversu þetta hlutskipti er léttara nú en fyrir tuttugu til þrjátíu árum. Við höfum svarað vandanum með fræðslu, umræðu og stuðningi.“ Hann segir leitt til þess að vita að ekki sé virkari stuðningur fyrir hinsegin unglinga í skólum en raun ber vitni og hvetur um leið til þess að hugað sé að ólíkum aldurshópum. „Nú fer sá hópur stækkandi sem hefur lifað opnu lífi og í fullri hreinskilni frá unga aldri og er að verða gamall. Mér er í mun að þessum hópi líði vel með sjálfum sér og fordómar bitni ekki á honum.“ Þessi hópur er þó ekki ýkja stór ennþá. „Alnæmi hjó skörð í raðir karlmannanna og ýmsir bundu enda á líf sitt vegna þess hversu lífið var þeim örðugt, og það er ekkert afskaplega langt síðan.“ Þakklátur Íslendingum„Það getur verið háskaleikur að vera málsvari fyrir mannréttindabaráttu hinsegin fólks. Baráttan tekur sinn toll því við erum alltaf að tjá það sem er viðkvæmast, tilfinningalífið.“ Þorvaldur segir að honum hafi snemma verið kennt að láta ekki sólina setjast yfir reiðina. „Ég reyndi að þjálfa mig upp í að láta ekki átök, níð og árekstra setjast að í sálinni heldur ganga til leiks næsta dag eins og ég væri staddur á fyrsta degi ferðarinnar. Það er sú eina hvatning sem ég get gefið vinum mínum, að þeir láti sólina ekki setjast yfir sársauka sinn.“ Þorvaldur segist óendanlega þakklátur Íslendingum fyrir að svara kalli hinsegin fólks. „Við höfum mætt meiri skilningi en dæmi eru um annars staðar. Það helgast sennilega af því að við erum eins og ein stór fjölskylda. Eftir að þessi mikli fjöldi hinsegin fólks varð sýnilegur geta Íslendingar ekki gengið svo glatt í gegnum lífið án þess að þekkja einhvern homma eða lesbíu. Það eru persónuleg kynni af manneskjum sem eru okkar sterkasta vopn gegn fordómum.“
Hinsegin Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Sjá meira