Tómlæti er ekki í boði Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 5. ágúst 2011 07:30 Frá því á föstudaginn langa 22. júlí hef ég fylgst af vaxandi aðdáun með því hvernig Norðmenn hafa brugðist við ólýsanlegum hörmungum af reisn, yfirvegun og mannkærleika. Á Íslandi getur engum dulist að hryðjuverkin í Noregi færa illskuna sem þrífst í sálum fjöldamorðingja á borð við Anders Behring-Breivik óþægilega nálægt okkur. En samstaða Norðmanna gegn ofbeldi og illsku er til eftirbreytni og hún hefur vakið athygli um allan heim. Hún gefur okkur von. Von um að hryllilegum hryðjuverkum sé hægt að svara með öðru en blóðhefnd. Allir hafa val um viðbrögð við voðaverkum sem þessum. Norsk stjórnvöld völdu erfiðari leiðina; þá að taka ekki upp orðræðu haturs og hefnda; en standa heldur vörð um lýðræðið, frelsið og fjölbreytni samfélagsins. Þessi leið býður ekki upp á barnalegt andvaraleysi um öflin sem þrífast í samfélögum okkar, eins og einhver kynni að halda. Andúð á útlendingum, jafnvel botnlaust hatur, og hræðslan við það óþekkta þrífst alls staðar. Líka á Íslandi. Það er óþægileg staðreynd sem hvorki má mæta með tómlæti eða afneitun. Hér hafa allir hlutverki að gegna; almennir borgarar, skólar, kjörnir fulltrúar, fjölmiðlar, trúfélög – í raun allir sem vilja standa vörð um lýðræðið, frelsið og fjölbreytnina. Verkefni okkar allra er að skapa ekki jarðveginn fyrir hatrið og illskuna í opinberri umræðu. Það gerum við m.a. með því að skapa alvöru fjölmenningarsamfélag þar sem fólk nýtur verðleika sinna en geldur ekki fyrir uppruna sinn. Við gerum það með því að kenna börnum okkar að ofbeldi leysir engan vanda, heldur skapar nýjan og verri vanda. Við getum notað hina skelfilegu atburði í Noregi til þess að horfast í augu við sjálf okkur og samfélagið sem við byggjum. Við þessar aðstæður spyrja börn af visku sinni spurninganna sem máli skipta. Hver eru svörin við eldhúsborð landsmanna? Stöndum við keik í hinni barnalegu fullvissu okkar að Ísland sé öðruvísi – betra? – en nágrannalöndin? Varla. Og tómlæti er ekki í boði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Frá því á föstudaginn langa 22. júlí hef ég fylgst af vaxandi aðdáun með því hvernig Norðmenn hafa brugðist við ólýsanlegum hörmungum af reisn, yfirvegun og mannkærleika. Á Íslandi getur engum dulist að hryðjuverkin í Noregi færa illskuna sem þrífst í sálum fjöldamorðingja á borð við Anders Behring-Breivik óþægilega nálægt okkur. En samstaða Norðmanna gegn ofbeldi og illsku er til eftirbreytni og hún hefur vakið athygli um allan heim. Hún gefur okkur von. Von um að hryllilegum hryðjuverkum sé hægt að svara með öðru en blóðhefnd. Allir hafa val um viðbrögð við voðaverkum sem þessum. Norsk stjórnvöld völdu erfiðari leiðina; þá að taka ekki upp orðræðu haturs og hefnda; en standa heldur vörð um lýðræðið, frelsið og fjölbreytni samfélagsins. Þessi leið býður ekki upp á barnalegt andvaraleysi um öflin sem þrífast í samfélögum okkar, eins og einhver kynni að halda. Andúð á útlendingum, jafnvel botnlaust hatur, og hræðslan við það óþekkta þrífst alls staðar. Líka á Íslandi. Það er óþægileg staðreynd sem hvorki má mæta með tómlæti eða afneitun. Hér hafa allir hlutverki að gegna; almennir borgarar, skólar, kjörnir fulltrúar, fjölmiðlar, trúfélög – í raun allir sem vilja standa vörð um lýðræðið, frelsið og fjölbreytnina. Verkefni okkar allra er að skapa ekki jarðveginn fyrir hatrið og illskuna í opinberri umræðu. Það gerum við m.a. með því að skapa alvöru fjölmenningarsamfélag þar sem fólk nýtur verðleika sinna en geldur ekki fyrir uppruna sinn. Við gerum það með því að kenna börnum okkar að ofbeldi leysir engan vanda, heldur skapar nýjan og verri vanda. Við getum notað hina skelfilegu atburði í Noregi til þess að horfast í augu við sjálf okkur og samfélagið sem við byggjum. Við þessar aðstæður spyrja börn af visku sinni spurninganna sem máli skipta. Hver eru svörin við eldhúsborð landsmanna? Stöndum við keik í hinni barnalegu fullvissu okkar að Ísland sé öðruvísi – betra? – en nágrannalöndin? Varla. Og tómlæti er ekki í boði.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun