Tökulið Game of Thrones væntanlegt hingað í vetur 16. ágúst 2011 17:00 Hluti af þáttaröðinni Game of Thrones verður væntanlega tekinn upp hér á Íslandi í lok þessa árs. Sean Bean leikur aðalhlutverkið í þáttunum en íslenski leikarinn Guðmundir Ingi Þorvaldsson var boðaður í prufu fyrir bæði fyrstu og aðra þáttaröðina. Hann á einnig að mæta í prufu fyrir þriðju og fjórðu þáttaröðina í október. Tökur á einum umtalaðasta þætti Bandaríkjanna um þessar mundir, Game of Thrones, munu fara fram að hluta til hér á Íslandi í lok þessa árs. Þetta kom fram í máli eins aðalleikara þáttanna, Kit Harrington. Harrington sat fyrir svörum á myndasöguhátíðinni ComicCon í lok júlí og upplýsti þar að hann fengi að kynnast alvörukulda á Íslandi. „Það var kalt síðast en nú förum við til Íslands. Og það verður sko kalt,“ hefur vefsíðan Access Hollywood eftir honum. Game of Thrones hafa slegið í gegn í Bandaríkjunum en það er sjónvarpsrisinn HBO sem framleiðir þættina. Þeir eru byggðir á sögum George R. R. Martin og hafa fengið mikið lof fyrir nálgun sína. Orðrómurinn um að Ísland yrði einn af tökustöðum annarrar þáttaraðar hefur lengi verið á kreiki en hann skaut fyrst upp kollinum í desember. Samkvæmt aðdáendasíðu þáttanna, winter-is-coming.net, stóð valið þá á milli Marokkó og Íslands og nú virðist sem Ísland hafi orðið ofan á. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hafa forsvarsmenn þáttaraðanna þegar rætt við framleiðslufyrirtækið Pegasus um að þjónusta verkefnið, en þar á bæ vildi enginn tjá sig um málið í gær. Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari hefur tvisvar farið í prufur fyrir þættina og framleiðendurnir hafa hrifist mjög af frammistöðu hans. Meðal leikara í þáttunum má nefna Sean Bean, Jack Gleeson og Nikolaj Coster-Waldau. Guðmundur segir þættina vera algjörlega einstaka en þeir sverja sig í ætt við Hringadróttinssögu. „Ég fór í prufu fyrir svokallaðan pilot-þátt og svo bæði fyrstu og aðra þáttaröðina. Framleiðendurnir hafa sagt mér að vera alveg rólegur því þeir séu mjög hrifnir, þeir vilji bara bíða eftir rétta hlutverkinu,“ segir Guðmundur sem hefur þegar verið boðaður í prufu fyrir þáttaröð þrjú og fjögur. „Ég fer út í október. Ég er samt með báða fætur á jörðinni og finnst bara gaman að prófa þetta.“ Sýningar á fyrstu þáttaröð Game of Thrones hefjast á Stöð 2 á sunnudag. freyrgigja@frettabladid.is Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones hefst 21. ágúst Sýningar á þáttunum Game of Thrones hefjast sunnudagskvöldið 21. ágúst á Stöð 2. Þetta eru magnaðir þættir sem hófu göngu sína vestanhafs í vor og slógu í gegn. Einhvers staðar er þeim lýst sem blöndu af Sopranos og Hringadróttinssögu. Kíkið á sýnishornið fyrir þættina hér fyrir ofan. 11. ágúst 2011 12:08 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Sjá meira
Tökur á einum umtalaðasta þætti Bandaríkjanna um þessar mundir, Game of Thrones, munu fara fram að hluta til hér á Íslandi í lok þessa árs. Þetta kom fram í máli eins aðalleikara þáttanna, Kit Harrington. Harrington sat fyrir svörum á myndasöguhátíðinni ComicCon í lok júlí og upplýsti þar að hann fengi að kynnast alvörukulda á Íslandi. „Það var kalt síðast en nú förum við til Íslands. Og það verður sko kalt,“ hefur vefsíðan Access Hollywood eftir honum. Game of Thrones hafa slegið í gegn í Bandaríkjunum en það er sjónvarpsrisinn HBO sem framleiðir þættina. Þeir eru byggðir á sögum George R. R. Martin og hafa fengið mikið lof fyrir nálgun sína. Orðrómurinn um að Ísland yrði einn af tökustöðum annarrar þáttaraðar hefur lengi verið á kreiki en hann skaut fyrst upp kollinum í desember. Samkvæmt aðdáendasíðu þáttanna, winter-is-coming.net, stóð valið þá á milli Marokkó og Íslands og nú virðist sem Ísland hafi orðið ofan á. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hafa forsvarsmenn þáttaraðanna þegar rætt við framleiðslufyrirtækið Pegasus um að þjónusta verkefnið, en þar á bæ vildi enginn tjá sig um málið í gær. Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari hefur tvisvar farið í prufur fyrir þættina og framleiðendurnir hafa hrifist mjög af frammistöðu hans. Meðal leikara í þáttunum má nefna Sean Bean, Jack Gleeson og Nikolaj Coster-Waldau. Guðmundur segir þættina vera algjörlega einstaka en þeir sverja sig í ætt við Hringadróttinssögu. „Ég fór í prufu fyrir svokallaðan pilot-þátt og svo bæði fyrstu og aðra þáttaröðina. Framleiðendurnir hafa sagt mér að vera alveg rólegur því þeir séu mjög hrifnir, þeir vilji bara bíða eftir rétta hlutverkinu,“ segir Guðmundur sem hefur þegar verið boðaður í prufu fyrir þáttaröð þrjú og fjögur. „Ég fer út í október. Ég er samt með báða fætur á jörðinni og finnst bara gaman að prófa þetta.“ Sýningar á fyrstu þáttaröð Game of Thrones hefjast á Stöð 2 á sunnudag. freyrgigja@frettabladid.is
Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones hefst 21. ágúst Sýningar á þáttunum Game of Thrones hefjast sunnudagskvöldið 21. ágúst á Stöð 2. Þetta eru magnaðir þættir sem hófu göngu sína vestanhafs í vor og slógu í gegn. Einhvers staðar er þeim lýst sem blöndu af Sopranos og Hringadróttinssögu. Kíkið á sýnishornið fyrir þættina hér fyrir ofan. 11. ágúst 2011 12:08 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Sjá meira
Game of Thrones hefst 21. ágúst Sýningar á þáttunum Game of Thrones hefjast sunnudagskvöldið 21. ágúst á Stöð 2. Þetta eru magnaðir þættir sem hófu göngu sína vestanhafs í vor og slógu í gegn. Einhvers staðar er þeim lýst sem blöndu af Sopranos og Hringadróttinssögu. Kíkið á sýnishornið fyrir þættina hér fyrir ofan. 11. ágúst 2011 12:08