Reikningsskapur Líf Magneudóttir skrifar 16. ágúst 2011 07:00 Þegar þriggja ára áætlun Reykjavíkurborgar birtist loks eftir dúk og disk lét oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík hafa eftir sér að hann skildi ekki upphlaup minnihlutans og þætti það reyndar vandræðalegt. Áður en Dagur Eggertsson og Jón Gnarr tóku höndum saman hefðu áætlanir aðeins verið framreikningar og því líklega ekki merkilegir pappírar. Þeir kumpánar kynnu hins vegar til verka og myndu ekki afgreiða neinar áætlanir nema allt væri komið upp á borðið varðandi kostnað. Það er því athyglisvert að skoða þessa þriggja ára áætlun með hliðsjón af ummælum Dags, en hún er aðgengileg á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Þar má sjá að gert er ráð fyrir nákvæmlega sömu skatttekjum öll þrjú árin sem spáin nær til. Og það er kannski ekki skrýtið því áætlun þeirra Dags og Jóns gerir ráð fyrir óbreyttum launakostnaði næstu þrjú árin (sem sagt – sama kostnaði og í ár). Það er óþarfi að rekja tölurnar í smáatriðum en sömu sögu er að segja um áætlun vegna samstæðunnar, A- og B-hluta borgarsjóðs. Þetta er auðvitað ekki hægt að kalla framreikninga, þar sem ekkert er reiknað, og getur því áætlanagerð af þessu tagi varla fengið háa einkunn. Í inngangi hennar má kannski finna skýringu á þessu en þar segir að ekki sé tekið tillit til nýgerðra kjarasamninga við starfsmenn borgarinnar; að ekki sé tekið tillit til vísbendinga um óhagstæðara verðlag gengisþróunar (en gert var ráð fyrir í endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2011), að ekki sé gert ráð fyrir ábendingum fagsviða um mögulega kostnaðarauka á næstu árum og að ekki sé gert ráð fyrir aukningu útsvarstekna og fasteignagjalda umfram það sem núgildandi álagningarhlutföll og álagningarstofnar leiða af sér. Þrátt fyrir að ekki sé gert ráð fyrir neinu sem liggur fyrir að muni gerast á næstu þremur árum, telur Dagur Eggertsson, og væntanlega Jón Gnarr líka, að nauðsynlegt sé að bíða eftir tölum um kostnað vegna flutnings málefna fatlaðra frá ríkinu. Það er mikilvægur málaflokkur og ég skil að honum vilji menn sinna vel. En er ekki frekar lélegt að nota flutning málaflokks fatlaðra frá ríki til sveitarfélags sem afsökun fyrir því að meirihlutinn í Reykjavík geti ekki komið saman þriggja ára áætlun? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Þegar þriggja ára áætlun Reykjavíkurborgar birtist loks eftir dúk og disk lét oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík hafa eftir sér að hann skildi ekki upphlaup minnihlutans og þætti það reyndar vandræðalegt. Áður en Dagur Eggertsson og Jón Gnarr tóku höndum saman hefðu áætlanir aðeins verið framreikningar og því líklega ekki merkilegir pappírar. Þeir kumpánar kynnu hins vegar til verka og myndu ekki afgreiða neinar áætlanir nema allt væri komið upp á borðið varðandi kostnað. Það er því athyglisvert að skoða þessa þriggja ára áætlun með hliðsjón af ummælum Dags, en hún er aðgengileg á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Þar má sjá að gert er ráð fyrir nákvæmlega sömu skatttekjum öll þrjú árin sem spáin nær til. Og það er kannski ekki skrýtið því áætlun þeirra Dags og Jóns gerir ráð fyrir óbreyttum launakostnaði næstu þrjú árin (sem sagt – sama kostnaði og í ár). Það er óþarfi að rekja tölurnar í smáatriðum en sömu sögu er að segja um áætlun vegna samstæðunnar, A- og B-hluta borgarsjóðs. Þetta er auðvitað ekki hægt að kalla framreikninga, þar sem ekkert er reiknað, og getur því áætlanagerð af þessu tagi varla fengið háa einkunn. Í inngangi hennar má kannski finna skýringu á þessu en þar segir að ekki sé tekið tillit til nýgerðra kjarasamninga við starfsmenn borgarinnar; að ekki sé tekið tillit til vísbendinga um óhagstæðara verðlag gengisþróunar (en gert var ráð fyrir í endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2011), að ekki sé gert ráð fyrir ábendingum fagsviða um mögulega kostnaðarauka á næstu árum og að ekki sé gert ráð fyrir aukningu útsvarstekna og fasteignagjalda umfram það sem núgildandi álagningarhlutföll og álagningarstofnar leiða af sér. Þrátt fyrir að ekki sé gert ráð fyrir neinu sem liggur fyrir að muni gerast á næstu þremur árum, telur Dagur Eggertsson, og væntanlega Jón Gnarr líka, að nauðsynlegt sé að bíða eftir tölum um kostnað vegna flutnings málefna fatlaðra frá ríkinu. Það er mikilvægur málaflokkur og ég skil að honum vilji menn sinna vel. En er ekki frekar lélegt að nota flutning málaflokks fatlaðra frá ríki til sveitarfélags sem afsökun fyrir því að meirihlutinn í Reykjavík geti ekki komið saman þriggja ára áætlun?
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar