Burt af hvaða svæði? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 18. ágúst 2011 07:00 Kreppa leggur byrðar á þegnana. Því miður er þeim misskipt. Þorri Íslendinga hefur borið þær af töluverðri reisn. Samtímis sleppa sumir byrðalausir, einhverjir hagnast jafnvel á ástandinu en margir kikna undan öllu saman. Mitt í þessu ástandi standa stjórnvöld í ströngu og telja sig vera að skipta byrðunum og bjarga samfélaginu eða reisa það við. Í sumu hefur tekist að finna nothæfa leið en í öðru ekki. Aðstoð við þá sem eru komnir á hnén er margvísleg en umdeild og tæplega næg. Fasteignaskuldir meirihluta landsmanna eru allt of háar og hækka umfram alla sanngirni. Íslensk heimili eru þau skuldsettustu í Evrópu. Afleiðingin er minni neysla og versnandi lífskjör þrátt fyrir ýmis góð merki um raunverulegan viðsnúning sem ráðherrar nefna „hægan efnahagsbata“. En svona er staðan samhliða geigvænlegu verðlagi á helstu nauðsynjum. Hilluverðið hefur hækkað umfram alla sanngirni. Tannkremið hans Jóns hefur hækkað um 100%, úr 400 í 800 krónur. Húsnæðislán skilvísu Gunnu hækkaði úr 13 milljónum króna í 18 á tveimur árum og afborgunin úr 70.000 í 100.000 á meðan hún nú geymir aflafé til næstu afborgunar á sparireikningi með neikvæðum vöxtum. Þegar yfir lýkur hefur hún greitt bankanum 60-70 milljónir króna, segja sérfræðingar, með sínar 4-6 milljón króna árstekjur fyrir skatta. Þeir segja líka að bankinn hafi eignast lánið á útsölu, fyrir 35% af nafnvirði. Mitt í þessum veruleika ritar Árni Páll efnahags- og viðskiptaráðherra grein í blaðið (3.ág. Burt af hættusvæðinu). Hann minnir á að evruríkin leiti nú leiða til að þurfa ekki að leggja óbærilegar byrðar á þegnana og hve mikilvægt sé að ríki geti ekki skuldsett sig úr hófi fram og grafið undan efnahagsstöðugleika. Hann minnir á hve útflutningsvörur okkar eru viðkvæmar fyrir kaupmáttarþróun fólksins í þessum löndum. Hann skrifar um samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs sem þurfi að tryggja. Skyldi vera unnt að heimfæra þessi orð yfir á skilvísu heimili landsins? Miðað við kaupmátt launa eru byrðar meirihluta skuldandi þegna að verða óbærilegar. Skuldaþróunin hefur fyrir löngu stefnt úr hófi fram og grafið undan stöðugleika heimila umfram sanngjarnar byrðar. Kaupmáttur hins stóra hóps meðaltekjufólks rýrnar hratt og það grefur undan tekjum ríkis og fyrirtækja. Samkeppnishæfni alþýðu manna er of lítil. Árni Páll notar orðin heilbrigðar framtíðarhorfur í grein sinni. Þegar tannkremstúpa Jóns kostar 1.000 krónur eftir önnur tvö ár og 5% launahækkun, og lán Gunnu hefur náð yfir 50% af eignarvirðinu (það var 35% í upphafi), hverjar eru þá heilbrigðar framtíðarhorfur þessa óheppna, vinnusama og skilvísa pars? Norskur veruleiki? Spurt er um lausnir á ástandinu. Þær eru til en væru líklega nokkuð harðar, bæði bönkum og ríkisfjármálum. Árni Páll bendir á að lausn evruríkja í þeirra vanda feli m.a. í sér endurfjármögnun og endurmat á skuldum (án óbærilegra byrða á þjóðirnar). Þetta skyldi þó ekki geta átt við um samskipti skuldsetts almennings, stóru bankanna, Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóðanna og ríkisins? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Kreppa leggur byrðar á þegnana. Því miður er þeim misskipt. Þorri Íslendinga hefur borið þær af töluverðri reisn. Samtímis sleppa sumir byrðalausir, einhverjir hagnast jafnvel á ástandinu en margir kikna undan öllu saman. Mitt í þessu ástandi standa stjórnvöld í ströngu og telja sig vera að skipta byrðunum og bjarga samfélaginu eða reisa það við. Í sumu hefur tekist að finna nothæfa leið en í öðru ekki. Aðstoð við þá sem eru komnir á hnén er margvísleg en umdeild og tæplega næg. Fasteignaskuldir meirihluta landsmanna eru allt of háar og hækka umfram alla sanngirni. Íslensk heimili eru þau skuldsettustu í Evrópu. Afleiðingin er minni neysla og versnandi lífskjör þrátt fyrir ýmis góð merki um raunverulegan viðsnúning sem ráðherrar nefna „hægan efnahagsbata“. En svona er staðan samhliða geigvænlegu verðlagi á helstu nauðsynjum. Hilluverðið hefur hækkað umfram alla sanngirni. Tannkremið hans Jóns hefur hækkað um 100%, úr 400 í 800 krónur. Húsnæðislán skilvísu Gunnu hækkaði úr 13 milljónum króna í 18 á tveimur árum og afborgunin úr 70.000 í 100.000 á meðan hún nú geymir aflafé til næstu afborgunar á sparireikningi með neikvæðum vöxtum. Þegar yfir lýkur hefur hún greitt bankanum 60-70 milljónir króna, segja sérfræðingar, með sínar 4-6 milljón króna árstekjur fyrir skatta. Þeir segja líka að bankinn hafi eignast lánið á útsölu, fyrir 35% af nafnvirði. Mitt í þessum veruleika ritar Árni Páll efnahags- og viðskiptaráðherra grein í blaðið (3.ág. Burt af hættusvæðinu). Hann minnir á að evruríkin leiti nú leiða til að þurfa ekki að leggja óbærilegar byrðar á þegnana og hve mikilvægt sé að ríki geti ekki skuldsett sig úr hófi fram og grafið undan efnahagsstöðugleika. Hann minnir á hve útflutningsvörur okkar eru viðkvæmar fyrir kaupmáttarþróun fólksins í þessum löndum. Hann skrifar um samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs sem þurfi að tryggja. Skyldi vera unnt að heimfæra þessi orð yfir á skilvísu heimili landsins? Miðað við kaupmátt launa eru byrðar meirihluta skuldandi þegna að verða óbærilegar. Skuldaþróunin hefur fyrir löngu stefnt úr hófi fram og grafið undan stöðugleika heimila umfram sanngjarnar byrðar. Kaupmáttur hins stóra hóps meðaltekjufólks rýrnar hratt og það grefur undan tekjum ríkis og fyrirtækja. Samkeppnishæfni alþýðu manna er of lítil. Árni Páll notar orðin heilbrigðar framtíðarhorfur í grein sinni. Þegar tannkremstúpa Jóns kostar 1.000 krónur eftir önnur tvö ár og 5% launahækkun, og lán Gunnu hefur náð yfir 50% af eignarvirðinu (það var 35% í upphafi), hverjar eru þá heilbrigðar framtíðarhorfur þessa óheppna, vinnusama og skilvísa pars? Norskur veruleiki? Spurt er um lausnir á ástandinu. Þær eru til en væru líklega nokkuð harðar, bæði bönkum og ríkisfjármálum. Árni Páll bendir á að lausn evruríkja í þeirra vanda feli m.a. í sér endurfjármögnun og endurmat á skuldum (án óbærilegra byrða á þjóðirnar). Þetta skyldi þó ekki geta átt við um samskipti skuldsetts almennings, stóru bankanna, Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóðanna og ríkisins?
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun