HBO staðfestir að Game of Thrones sé á leið til Íslands 24. ágúst 2011 12:00 Jon Snow sem leikinn er af Kit Harington er sendur í könnunarleiðangur norður fyrir Vegginn í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Þau atriði verða tekin upp á Íslandi. Þættirnir eru sýndir á sunnudagskvöldum á Stöð 2. Önnur þáttaröð Game of Thrones verður að hluta til tekin upp á Íslandi. Tökulið frá HBO kemur hingað til lands í tvær vikur síðar á árinu. Bandaríski sjónvarpsrisinn HBO staðfesti í gær tvo nýja tökustaði fyrir aðra þáttaröð af Game of Thrones, sem slegið hafa rækilega í gegn hjá sjónvarpsáhorfendum um allan heim. Fréttablaðið sagði frá þessum áformum í síðustu viku en nú hefur formleg staðfesting verið send út. Króatía varð fyrir valinu í sumartökur en Ísland verður notað fyrir kaldari senur. Á fréttavef Entertainment Weekly kemur fram að Ísland eigi að vera notað fyrir svæðið norðan Veggsins sem Jon Snow og Næturverðir hans kanna. Blaðamaður Entertainment Weekly lýsir því jafnframt yfir að þetta sýni glögglega þann mikla metnað sem lagður er í þættina, það hljóti að vera einsdæmi að sjónvarpsþættir séu teknir upp í þremur löndum á tímum tölvutækni en aðalbækistöðvar tökuliðsins verða á Norður-Írlandi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eiga tökurnar að standa yfir í hálfan mánuð og því ljóst að þetta er umfangsmikið verkefni. Þá er jafnframt ágætis möguleiki á því að íslensk karlmenni sem telja sig lipur með sverð eigi möguleika á því að fá statistahlutverk. Hins vegar er enn ekki orðið ljóst hversu margir munu koma að þessu tökum. Þetta er annað stóra tökuverkefnið sem berst til Íslands á skömmum tíma því fyrr í sumar tók leikstjórinn Ridley Scott upp senur fyrir kvikmynd sína Prometheus við Heklu og Dettifoss. Ekki liggur hins vegar fyrir hvar tökulið Game of Thrones hyggst athafna sig. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins mun framleiðslufyrirtækið Pegasus aðstoða tökuliðið en forsvarsmenn fyrirtækisins vildu ekkert tjá sig um málið. freyrgigja@frettabladid.is Game of Thrones Lífið Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Fleiri fréttir Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Sjá meira
Önnur þáttaröð Game of Thrones verður að hluta til tekin upp á Íslandi. Tökulið frá HBO kemur hingað til lands í tvær vikur síðar á árinu. Bandaríski sjónvarpsrisinn HBO staðfesti í gær tvo nýja tökustaði fyrir aðra þáttaröð af Game of Thrones, sem slegið hafa rækilega í gegn hjá sjónvarpsáhorfendum um allan heim. Fréttablaðið sagði frá þessum áformum í síðustu viku en nú hefur formleg staðfesting verið send út. Króatía varð fyrir valinu í sumartökur en Ísland verður notað fyrir kaldari senur. Á fréttavef Entertainment Weekly kemur fram að Ísland eigi að vera notað fyrir svæðið norðan Veggsins sem Jon Snow og Næturverðir hans kanna. Blaðamaður Entertainment Weekly lýsir því jafnframt yfir að þetta sýni glögglega þann mikla metnað sem lagður er í þættina, það hljóti að vera einsdæmi að sjónvarpsþættir séu teknir upp í þremur löndum á tímum tölvutækni en aðalbækistöðvar tökuliðsins verða á Norður-Írlandi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eiga tökurnar að standa yfir í hálfan mánuð og því ljóst að þetta er umfangsmikið verkefni. Þá er jafnframt ágætis möguleiki á því að íslensk karlmenni sem telja sig lipur með sverð eigi möguleika á því að fá statistahlutverk. Hins vegar er enn ekki orðið ljóst hversu margir munu koma að þessu tökum. Þetta er annað stóra tökuverkefnið sem berst til Íslands á skömmum tíma því fyrr í sumar tók leikstjórinn Ridley Scott upp senur fyrir kvikmynd sína Prometheus við Heklu og Dettifoss. Ekki liggur hins vegar fyrir hvar tökulið Game of Thrones hyggst athafna sig. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins mun framleiðslufyrirtækið Pegasus aðstoða tökuliðið en forsvarsmenn fyrirtækisins vildu ekkert tjá sig um málið. freyrgigja@frettabladid.is
Game of Thrones Lífið Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Fleiri fréttir Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Sjá meira