Verður þá enginn fiskur veiddur meir? Ólína Þorvarðardóttir skrifar 27. ágúst 2011 06:00 Landsbanki Íslands hefur sent frá sér umsögn um fiskveiðistjórnunarfrumvarp sjávarútvegsráðherra sem mikið hefur verið til umræðu síðustu daga. Bankinn lýsir sig andsnúinn hverskyns takmörkun á nýtingarrétti útgerðarinnar á fiskveiðiauðlindinni og leggst gegn því sem í umsögninni er kallað „bann við framsali, bann við veðsetningu og aukin völd sjávarútvegsráðherra við úthlutun aflaheimilda". Það eru ekki einungis áhrif frumvarpsins á rekstrarskilyrði sjávarútvegsins og nýtingu sjávarauðlinda sem bankinn ber fyrir brjósti í umsögn sinni. Áhrif frumvarpsins á fjárhagsstöðu og rekstrarafkomu Landsbankans vega augljóslega jafn þungt, þegar betur er að gáð. Það er einmitt sá þáttur umsagnarinnar sem nú verður nánar vikið að. Veðsetning aflaheimildaÍ fyrsta lagi er augljóst að bankinn leggst gegn öllum þeim breytingum sem boðaðar eru í frumvarpinu. En bankinn gengur lengra. Hann leggst einnig gegn banni við veðsetningu aflaheimilda, sem vissulega er gert ráð fyrir í frumvarpinu en felur þó ekki í sér eiginlega breytingu á löggjöf. Það vill nefnilega þannig til að veðsetning aflaheimilda er nú þegar bönnuð að lögum og hefur svo verið frá árinu 1997, eins og fram kemur í lögum um samningsveð nr. 75/1997 þar sem segir: „Eigi er heimilt að veðsetja réttindi til nýtingar í atvinnurekstri, sem skráð eru opinberri skráningu á tiltekið fjárverðmæti og stjórnvöld úthluta lögum samkvæmt, t.d. aflahlutdeild fiskiskips og greiðslumark bújarðar." (4. mgr., 3.gr.) Í ljósi þessarar lagagreinar er athyglisvert að lesa lýsingu Landsbankans á því hvernig brot á þessum lögum hafa gengið fyrir sig, að því er virðist óáreitt í gegnum tíðina. Bankinn viðurkennir að verðmæti þeirra eigna sem sjávarútvegsfyrirtæki hafa lagt að veði sem tryggingu fyrir lánum á síðustu árum hafi að „langstærstum hluta" byggst á aflaheimildum. „Aflaheimildir hafa fylgt veðsettum skipum en hægt hefur verið að flytja heimildirnar yfir á önnur skip með samþykki veðhafa. Með frumvarpinu er fótunum kippt undan þessum möguleika fyrirtækjanna" segir í umsögninni. Hér sjáum við svart á hvítu þá bóluhagfræði sem var orsök fjármálahrunsins 2008. Veðsetning aflaheimilda hefur skapað aukna eftirspurn eftir kvóta, sú eftirspurn hefur hækkað kvótaverð sem aftur hefur hækkað lánin … og þannig koll af kolli. Bankarnir voru virkir gerendur í þessum spíral og áttu þannig sinn þátt í því að sprengja upp kvótaverðið. Þetta er ein ástæða þess að menn hafa viljað reisa skorður við veðsetningu aflaheimilda og stilla þar með af lánaumhverfi sjávarútvegsins. Útgerðarmenn hafa sjálfir reiknað það út að fjárfesting í íslenskum sjávarútvegi undanfarinn áratug hafi verið nálægt 90 milljörðum króna. Á sama tíma skuldaði greinin á milli 500 og 600 milljarða. Er nema von þó að spurt sé hvað hafi þá orðið um þá 400 til 500 milljarða sem ekki var varið í fjárfestingar innan greinarinnar? Fram hefur komið að afskriftir námu 120 milljörðum á sama tíma en verðmæti fiskiskipaflotans árið 2010 var 123 milljarðar, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Rangar forsendurEin meginástæða þess að Landsbankinn lýsir sig andsnúinn fyrirhuguðum breytingum á fiskveiðistjórnuninni eru þau áhrif sem hann telur að breytingar muni hafa á fjárhagsstöðu bankans. Fram kemur í umsögninni að 18,4% af heildarútlánasafni bankans muni verða fyrir áhrifum, en það er lánasafn sem nemur 114,4 milljörðum króna. Bankinn gefur sér þó þá undarlegu forsendu að „ekki komi til endurnýjunar á aflheimildum til lántaka og miðað við 15 ára greiðslustreymi". Bankinn gefur sér sumsé að engin endurúthlutun muni eiga sér stað á aflaheimildum eftir fimmtán ár, og þetta muni skerða lánveitingar til sjávarútvegsfyrirtækja um 22% eða 25 milljarða króna. Það er deginum ljósara að þessi forsenda, sem bankinn kallar „varúðarnálgun", fær ekki með neinu móti staðist. Fiskveiðar verða áfram stundaðar á Íslandsmiðum án tillits til þess hvaða fiskveiðistjórnunarkerfi verður við lýði. Aflaheimildum mun ávallt verða úthlutað með einhverjum hætti til þeirra sem stunda sjósókn, hvort sem það gerist á forsendum núverandi kvótakerfis eða eftir öðrum leiðum. Og það er jafn víst að fjármálastofnanir muni hér eftir sem hingað til vera reiðubúnar að veita vel reknum sjávarútvegsfyrirtækjum lán til arðbærra fjárfestinga. Eitt vil ég þó taka undir í umsögn Landsbankans: Hagkvæm nýting sjávarauðlinda ræðst að mestu leyti af þeim leikreglum og skilyrðum sem sjávarútveginum eru sköpuð. Það eru einmitt hinar bjöguðu leikreglur sem ríkt hafa í þessari grein undanfarna áratugi, sú röskun og það óréttlæti sem af þeim hafa hlotist, sem eru ástæða þess að menn vilja breytingar á kerfinu. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á stjórnun fiskveiða er vissulega ekki fullkomið og um það eru skoðanir skiptar, jafnt innan stjórnarmeirihlutans sem úti í samfélaginu. Sjálf hef ég gagnrýnt margt sem þar kemur fram og ég lít á það sem skyldu stjórnvalda að hlusta á gagnrýni. En það er líka skylda þeirra sem setja fram slíka gagnrýni að gera það á málefnalegum og skynsamlegum forsendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Landsbanki Íslands hefur sent frá sér umsögn um fiskveiðistjórnunarfrumvarp sjávarútvegsráðherra sem mikið hefur verið til umræðu síðustu daga. Bankinn lýsir sig andsnúinn hverskyns takmörkun á nýtingarrétti útgerðarinnar á fiskveiðiauðlindinni og leggst gegn því sem í umsögninni er kallað „bann við framsali, bann við veðsetningu og aukin völd sjávarútvegsráðherra við úthlutun aflaheimilda". Það eru ekki einungis áhrif frumvarpsins á rekstrarskilyrði sjávarútvegsins og nýtingu sjávarauðlinda sem bankinn ber fyrir brjósti í umsögn sinni. Áhrif frumvarpsins á fjárhagsstöðu og rekstrarafkomu Landsbankans vega augljóslega jafn þungt, þegar betur er að gáð. Það er einmitt sá þáttur umsagnarinnar sem nú verður nánar vikið að. Veðsetning aflaheimildaÍ fyrsta lagi er augljóst að bankinn leggst gegn öllum þeim breytingum sem boðaðar eru í frumvarpinu. En bankinn gengur lengra. Hann leggst einnig gegn banni við veðsetningu aflaheimilda, sem vissulega er gert ráð fyrir í frumvarpinu en felur þó ekki í sér eiginlega breytingu á löggjöf. Það vill nefnilega þannig til að veðsetning aflaheimilda er nú þegar bönnuð að lögum og hefur svo verið frá árinu 1997, eins og fram kemur í lögum um samningsveð nr. 75/1997 þar sem segir: „Eigi er heimilt að veðsetja réttindi til nýtingar í atvinnurekstri, sem skráð eru opinberri skráningu á tiltekið fjárverðmæti og stjórnvöld úthluta lögum samkvæmt, t.d. aflahlutdeild fiskiskips og greiðslumark bújarðar." (4. mgr., 3.gr.) Í ljósi þessarar lagagreinar er athyglisvert að lesa lýsingu Landsbankans á því hvernig brot á þessum lögum hafa gengið fyrir sig, að því er virðist óáreitt í gegnum tíðina. Bankinn viðurkennir að verðmæti þeirra eigna sem sjávarútvegsfyrirtæki hafa lagt að veði sem tryggingu fyrir lánum á síðustu árum hafi að „langstærstum hluta" byggst á aflaheimildum. „Aflaheimildir hafa fylgt veðsettum skipum en hægt hefur verið að flytja heimildirnar yfir á önnur skip með samþykki veðhafa. Með frumvarpinu er fótunum kippt undan þessum möguleika fyrirtækjanna" segir í umsögninni. Hér sjáum við svart á hvítu þá bóluhagfræði sem var orsök fjármálahrunsins 2008. Veðsetning aflaheimilda hefur skapað aukna eftirspurn eftir kvóta, sú eftirspurn hefur hækkað kvótaverð sem aftur hefur hækkað lánin … og þannig koll af kolli. Bankarnir voru virkir gerendur í þessum spíral og áttu þannig sinn þátt í því að sprengja upp kvótaverðið. Þetta er ein ástæða þess að menn hafa viljað reisa skorður við veðsetningu aflaheimilda og stilla þar með af lánaumhverfi sjávarútvegsins. Útgerðarmenn hafa sjálfir reiknað það út að fjárfesting í íslenskum sjávarútvegi undanfarinn áratug hafi verið nálægt 90 milljörðum króna. Á sama tíma skuldaði greinin á milli 500 og 600 milljarða. Er nema von þó að spurt sé hvað hafi þá orðið um þá 400 til 500 milljarða sem ekki var varið í fjárfestingar innan greinarinnar? Fram hefur komið að afskriftir námu 120 milljörðum á sama tíma en verðmæti fiskiskipaflotans árið 2010 var 123 milljarðar, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Rangar forsendurEin meginástæða þess að Landsbankinn lýsir sig andsnúinn fyrirhuguðum breytingum á fiskveiðistjórnuninni eru þau áhrif sem hann telur að breytingar muni hafa á fjárhagsstöðu bankans. Fram kemur í umsögninni að 18,4% af heildarútlánasafni bankans muni verða fyrir áhrifum, en það er lánasafn sem nemur 114,4 milljörðum króna. Bankinn gefur sér þó þá undarlegu forsendu að „ekki komi til endurnýjunar á aflheimildum til lántaka og miðað við 15 ára greiðslustreymi". Bankinn gefur sér sumsé að engin endurúthlutun muni eiga sér stað á aflaheimildum eftir fimmtán ár, og þetta muni skerða lánveitingar til sjávarútvegsfyrirtækja um 22% eða 25 milljarða króna. Það er deginum ljósara að þessi forsenda, sem bankinn kallar „varúðarnálgun", fær ekki með neinu móti staðist. Fiskveiðar verða áfram stundaðar á Íslandsmiðum án tillits til þess hvaða fiskveiðistjórnunarkerfi verður við lýði. Aflaheimildum mun ávallt verða úthlutað með einhverjum hætti til þeirra sem stunda sjósókn, hvort sem það gerist á forsendum núverandi kvótakerfis eða eftir öðrum leiðum. Og það er jafn víst að fjármálastofnanir muni hér eftir sem hingað til vera reiðubúnar að veita vel reknum sjávarútvegsfyrirtækjum lán til arðbærra fjárfestinga. Eitt vil ég þó taka undir í umsögn Landsbankans: Hagkvæm nýting sjávarauðlinda ræðst að mestu leyti af þeim leikreglum og skilyrðum sem sjávarútveginum eru sköpuð. Það eru einmitt hinar bjöguðu leikreglur sem ríkt hafa í þessari grein undanfarna áratugi, sú röskun og það óréttlæti sem af þeim hafa hlotist, sem eru ástæða þess að menn vilja breytingar á kerfinu. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á stjórnun fiskveiða er vissulega ekki fullkomið og um það eru skoðanir skiptar, jafnt innan stjórnarmeirihlutans sem úti í samfélaginu. Sjálf hef ég gagnrýnt margt sem þar kemur fram og ég lít á það sem skyldu stjórnvalda að hlusta á gagnrýni. En það er líka skylda þeirra sem setja fram slíka gagnrýni að gera það á málefnalegum og skynsamlegum forsendum.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar