Hagsmunir okkar allra Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 31. ágúst 2011 06:00 Heildarendurskoðun á stjórn laga um fiskveiðar stendur nú yfir og hefur frumvarpið sem lagt var fram í vor verið í umsagnarferli. Nú mun sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd skila frá sér áliti ásamt umsögnunum til ráðherra en ekki kalla til umsagnaraðila á septemberþingi að ósk stjórnarandstöðunnar við þinglok í vor. Mikil gagnrýni hefur komið fram á frumvarpið af hálfu margra hagsmunaaðila og telja menn því helst til foráttu að framsal sé bannað og veðsetning aflaheimilda ekki leyfð og þar með sé komið í veg fyrir enn meiri hagræðingu í fækkun skipa og vinnslustöðva um landið, einnig að nýtingarsamningar séu til of skamms tíma þ.e. allt að 23 ár. Frumvarpið er líka gagnrýnt á hinn kantinn fyrir að ganga alltof skammt í opnun á kerfinu og að það tryggi núverandi kvótahöfum áframhaldandi forgang og að úthlutun veiðiheimilda byggist ekki á jafnræði, atvinnufrelsi sé ekki nægjanlega tryggt og það hagræði sem felst í því að sjávarbyggðir liggi stutt frá gjöfulum fiskimiðum fái ekki að vaxa og dafna. Nú er það stjórnvalda að leggja fram nýtt frumvarp í haust sem horfir ekki eingöngu til þeirra umsagna sem fyrir liggja heldur einnig til kröfu kjósenda í síðustu alþingiskosningum. Kjósendur kusu þá flokka sem eru við völd til að gera raunverulegar breytingar á kerfinu með eftirfarandi markmið að leiðarljósi: a) Tryggja varanlegt eignarhald og fullt forræði þjóðarinnar yfir auðlindum hafsins. b) Tryggja jafnræði við úthlutun aflaheimilda og verndun atvinnufrelsis. c) Vernda fiskistofna og nýta þá með sjálfbærum og arðbærum hætti. d) Við nýtingu fiskistofna verði tekið tillit til byggða og atvinnumála. e) Stuðla að hagkvæmni og tryggja rekstrarskilyrði sjávarútvegsins til langs tíma. Tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá rýma vel við þessi markmið en þar segir m.a. „að enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja og að stjórnvöld geti á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða til tiltekins hóflegs tíma í senn en slíkt leyfi skuli veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiði aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum“. Ég tel að þessar tilögur stjórnlagaráðs eigi sér mikinn hljómgrunn meðal þjóðarinnar og að fjármálastofnanir og allir hagsmunaaðilar verði að horfast í augu við að þeirra hagsmunir verða líka að taka mið af heildarhagsmunum þjóðarinnar, tryggja jafnræði, atvinnufrelsi, nýliðun og atvinnuöryggi íbúa sjávarbyggðanna. Sjávarútvegsfyrirtæki og fjármálafyrirtæki bera líka samfélagslega ábyrgð sem ekki má skjóta sér undan í skjóli hámarks hagræðingar innan greinarinnar. Það hefur orðið mikil byggðaröskun í landinu og atvinnumissir í skjóli hagræðingar innan sjávarútvegsins s.l. 20 ár og fjárfestingar í fyrirtækjum og innviðum sjávarbyggðanna nýtast ekki sem skyldi. Víða með tilheyrandi tapi fyrir viðkomandi samfélög og auknum stofnkostnaði í uppbyggingu annarstaðar á móti. Fjármálastofnanir sem treysta sér ekki til að lána sjávarútvegsfyrirtækjum eða íbúum sjávarbyggða nema með veði í óveiddum fiski í sjónum eru á rangri braut. Byggja verður útlánastarfsemi til sjávarútvegsfyrirtækja upp með sama hætti og til annarra viðskiptafyrirtækja sem eru fjármögnuð til langs tíma og hafa ekki auðlindir í eigu þjóðarinnar sem andlag veðsetningar. Það hefur verið vakin athygli á því í fréttum nýlega af íslenskum fræðimanni að viðbrögð við gagnrýni Danske bank á íslenska fjármálakerfið fyrir hrun og gagnrýni á núverandi fiskveiðistjórnarkerfi séu samsvarandi að mörgu leyti. Í báðum tilfellum fer af stað þéttriðið varnarnet sem hafi það að markmiði að bægja burt gagnrýni á stórgallað kerfi. Við vitum hvernig fór fyrir fjármálakerfi landsins og verðum að þora að taka opna og heiðarlega umræðu um kosti og galla núverandi kvótakerfis en ekki slá skjaldborg hræðsluáróðurs um kerfið. Framsal og veðsetning aflaheimilda hefur ekki skilað sjávarútvegi þeirri innri uppbyggingu sem reiknað var með eins og erfið skuldastaða greinarinnar sýnir. Því miður hefur dregið úr fjárfestingu innan greinarinnar vegna útstreymis fjármuna í óskyldan rekstur, áhættufjárfestingar og einkaneyslu. Hagsmunir þjóðarinnar, núverandi handhafa aflaheimilda og fjármálastofnana eiga að geta farið saman. Að því markmiði skulum við vinna og sleppa öllum heimsendaspám. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðanir Skoðun Mest lesið Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Heildarendurskoðun á stjórn laga um fiskveiðar stendur nú yfir og hefur frumvarpið sem lagt var fram í vor verið í umsagnarferli. Nú mun sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd skila frá sér áliti ásamt umsögnunum til ráðherra en ekki kalla til umsagnaraðila á septemberþingi að ósk stjórnarandstöðunnar við þinglok í vor. Mikil gagnrýni hefur komið fram á frumvarpið af hálfu margra hagsmunaaðila og telja menn því helst til foráttu að framsal sé bannað og veðsetning aflaheimilda ekki leyfð og þar með sé komið í veg fyrir enn meiri hagræðingu í fækkun skipa og vinnslustöðva um landið, einnig að nýtingarsamningar séu til of skamms tíma þ.e. allt að 23 ár. Frumvarpið er líka gagnrýnt á hinn kantinn fyrir að ganga alltof skammt í opnun á kerfinu og að það tryggi núverandi kvótahöfum áframhaldandi forgang og að úthlutun veiðiheimilda byggist ekki á jafnræði, atvinnufrelsi sé ekki nægjanlega tryggt og það hagræði sem felst í því að sjávarbyggðir liggi stutt frá gjöfulum fiskimiðum fái ekki að vaxa og dafna. Nú er það stjórnvalda að leggja fram nýtt frumvarp í haust sem horfir ekki eingöngu til þeirra umsagna sem fyrir liggja heldur einnig til kröfu kjósenda í síðustu alþingiskosningum. Kjósendur kusu þá flokka sem eru við völd til að gera raunverulegar breytingar á kerfinu með eftirfarandi markmið að leiðarljósi: a) Tryggja varanlegt eignarhald og fullt forræði þjóðarinnar yfir auðlindum hafsins. b) Tryggja jafnræði við úthlutun aflaheimilda og verndun atvinnufrelsis. c) Vernda fiskistofna og nýta þá með sjálfbærum og arðbærum hætti. d) Við nýtingu fiskistofna verði tekið tillit til byggða og atvinnumála. e) Stuðla að hagkvæmni og tryggja rekstrarskilyrði sjávarútvegsins til langs tíma. Tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá rýma vel við þessi markmið en þar segir m.a. „að enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja og að stjórnvöld geti á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða til tiltekins hóflegs tíma í senn en slíkt leyfi skuli veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiði aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum“. Ég tel að þessar tilögur stjórnlagaráðs eigi sér mikinn hljómgrunn meðal þjóðarinnar og að fjármálastofnanir og allir hagsmunaaðilar verði að horfast í augu við að þeirra hagsmunir verða líka að taka mið af heildarhagsmunum þjóðarinnar, tryggja jafnræði, atvinnufrelsi, nýliðun og atvinnuöryggi íbúa sjávarbyggðanna. Sjávarútvegsfyrirtæki og fjármálafyrirtæki bera líka samfélagslega ábyrgð sem ekki má skjóta sér undan í skjóli hámarks hagræðingar innan greinarinnar. Það hefur orðið mikil byggðaröskun í landinu og atvinnumissir í skjóli hagræðingar innan sjávarútvegsins s.l. 20 ár og fjárfestingar í fyrirtækjum og innviðum sjávarbyggðanna nýtast ekki sem skyldi. Víða með tilheyrandi tapi fyrir viðkomandi samfélög og auknum stofnkostnaði í uppbyggingu annarstaðar á móti. Fjármálastofnanir sem treysta sér ekki til að lána sjávarútvegsfyrirtækjum eða íbúum sjávarbyggða nema með veði í óveiddum fiski í sjónum eru á rangri braut. Byggja verður útlánastarfsemi til sjávarútvegsfyrirtækja upp með sama hætti og til annarra viðskiptafyrirtækja sem eru fjármögnuð til langs tíma og hafa ekki auðlindir í eigu þjóðarinnar sem andlag veðsetningar. Það hefur verið vakin athygli á því í fréttum nýlega af íslenskum fræðimanni að viðbrögð við gagnrýni Danske bank á íslenska fjármálakerfið fyrir hrun og gagnrýni á núverandi fiskveiðistjórnarkerfi séu samsvarandi að mörgu leyti. Í báðum tilfellum fer af stað þéttriðið varnarnet sem hafi það að markmiði að bægja burt gagnrýni á stórgallað kerfi. Við vitum hvernig fór fyrir fjármálakerfi landsins og verðum að þora að taka opna og heiðarlega umræðu um kosti og galla núverandi kvótakerfis en ekki slá skjaldborg hræðsluáróðurs um kerfið. Framsal og veðsetning aflaheimilda hefur ekki skilað sjávarútvegi þeirri innri uppbyggingu sem reiknað var með eins og erfið skuldastaða greinarinnar sýnir. Því miður hefur dregið úr fjárfestingu innan greinarinnar vegna útstreymis fjármuna í óskyldan rekstur, áhættufjárfestingar og einkaneyslu. Hagsmunir þjóðarinnar, núverandi handhafa aflaheimilda og fjármálastofnana eiga að geta farið saman. Að því markmiði skulum við vinna og sleppa öllum heimsendaspám.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun