(G)narrast með fólk Sighvatur Björgvinsson skrifar 9. september 2011 06:00 Heyrst hefur, að útgjöld upp á minnst fjörutíu þúsund milljónir króna í fyrsta áfanga nýrrar sjúkrahúsbyggingar og stöðugur samdráttur útgjalda til reksturs og viðhalds heilbrigðisþjónustunnar séu tvö óskyld mál. Óskyld, vegna þess að útgjöldin vegna byggingarinnar séu fengin annars staðar frá en útgjöldin vegna rekstrar og viðhalds. Fjármunirnir til þess að kosta steinsteypuna komi sem lántaka frá lífeyrissjóðum en fjármunirnir til rekstrar og viðhalds úr ríkissjóði. Hvort tveggja endar hins vegar á sama stað. Hjá skattgreiðendum. Lán þarf að greiða. Hvort tveggja – byggingakostnaðurinn og rekstrarútgjöldin - endar í vasanum á skattgreiðendum. Reikningunum fyrir hvort tveggja er framvísað þar. Til einnar og sömu þjóðarinnar, sem ekki telst eiga fyrir þeim útgjöldum sem nauðsynleg eru fyrir rekstur steinsteypunnar sem nú þegar er til staðar í kerfinu. Svarið við því vandamáli á að vera að tvöfalda magn þeirrar steypu! Það er sagt vera allsendis óskylt mál. Meira að segja er því haldið fram, að sparaðar verði þrjú þúsund milljónir króna á ári í rekstri við það að húsrýmið verði tvöfaldað að stærð! Nú skulum við yfirfæra þessar röksemdir á almenning. Setjum sem svo að fjölskylda búi í 100 fermetra íbúð nú eftir hrun og hafi ekki efni á að standa undir rekstrarkostnaði við húsnæðið og frumþarfir fjölskyldunnar. Þurfi sem sé að skera niður útgjöld til daglegra þarfa. Myndu ráðherrar gefa þeirri fjölskyldu það ráð að taka lán og reisa sér stórt einbýlishús því þeir fjármunir kæmu annars staðar frá en dagleg rekstrarútgjöld fjölskyldunnar? Í ofanálag væru svo allar líkur til þess að með því að flytja í nýja húsið myndi fjölskyldan geta sparað sér rekstrarútgjöld í svo miklum mæli að eftir svo sem eins og 15 ár næmi sparnaðurinn andvirði byggingakostnaðar hússins sem fjölskyldan ætti þá skuldlaust? Er þetta virkilega ráðgjöf ríkisstjórnar – eða er bara verið að (G)narrast í fólki? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Heyrst hefur, að útgjöld upp á minnst fjörutíu þúsund milljónir króna í fyrsta áfanga nýrrar sjúkrahúsbyggingar og stöðugur samdráttur útgjalda til reksturs og viðhalds heilbrigðisþjónustunnar séu tvö óskyld mál. Óskyld, vegna þess að útgjöldin vegna byggingarinnar séu fengin annars staðar frá en útgjöldin vegna rekstrar og viðhalds. Fjármunirnir til þess að kosta steinsteypuna komi sem lántaka frá lífeyrissjóðum en fjármunirnir til rekstrar og viðhalds úr ríkissjóði. Hvort tveggja endar hins vegar á sama stað. Hjá skattgreiðendum. Lán þarf að greiða. Hvort tveggja – byggingakostnaðurinn og rekstrarútgjöldin - endar í vasanum á skattgreiðendum. Reikningunum fyrir hvort tveggja er framvísað þar. Til einnar og sömu þjóðarinnar, sem ekki telst eiga fyrir þeim útgjöldum sem nauðsynleg eru fyrir rekstur steinsteypunnar sem nú þegar er til staðar í kerfinu. Svarið við því vandamáli á að vera að tvöfalda magn þeirrar steypu! Það er sagt vera allsendis óskylt mál. Meira að segja er því haldið fram, að sparaðar verði þrjú þúsund milljónir króna á ári í rekstri við það að húsrýmið verði tvöfaldað að stærð! Nú skulum við yfirfæra þessar röksemdir á almenning. Setjum sem svo að fjölskylda búi í 100 fermetra íbúð nú eftir hrun og hafi ekki efni á að standa undir rekstrarkostnaði við húsnæðið og frumþarfir fjölskyldunnar. Þurfi sem sé að skera niður útgjöld til daglegra þarfa. Myndu ráðherrar gefa þeirri fjölskyldu það ráð að taka lán og reisa sér stórt einbýlishús því þeir fjármunir kæmu annars staðar frá en dagleg rekstrarútgjöld fjölskyldunnar? Í ofanálag væru svo allar líkur til þess að með því að flytja í nýja húsið myndi fjölskyldan geta sparað sér rekstrarútgjöld í svo miklum mæli að eftir svo sem eins og 15 ár næmi sparnaðurinn andvirði byggingakostnaðar hússins sem fjölskyldan ætti þá skuldlaust? Er þetta virkilega ráðgjöf ríkisstjórnar – eða er bara verið að (G)narrast í fólki?
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar