Lífið

Íslenski hesturinn í Game of Thrones

Stórt hlutverk Íslenski hesturinn mun væntanlega fá stórt hlutverk í Game of Thrones enda ferðast menn þar aðallega um á hestum. Kit Harington verður að öllum líkindum sú stjarna þáttanna sem kemur hingað til lands.
Stórt hlutverk Íslenski hesturinn mun væntanlega fá stórt hlutverk í Game of Thrones enda ferðast menn þar aðallega um á hestum. Kit Harington verður að öllum líkindum sú stjarna þáttanna sem kemur hingað til lands.
Íslenski hesturinn verður töluvert notaður í upptökum á sjónvarpsþáttaröðinni Game of Thrones en eins og Fréttablaðið hefur þegar greint frá er tökulið þáttanna væntanlegt hingað til lands í nóvember. Ekki er leyfilegt að flytja hesta til Íslands þar sem íslenski hesturinn er mjög einangruð tegund og því viðkvæmur fyrir alls kyns hestapestum.

Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er gert ráð fyrir því að yfir eitt hundrað „statistar“ eða staðgenglar verði ráðnir til að taka þátt í tökunum en allt í allt verði í kringum tvö hundruð manns í starfsliðinu. Tökurnar eiga að standa yfir í tvær vikur og er hugmyndin sú að fanga skammdegið sem þá verður búið að taka við stjórnartaumunum. Framleiðslufyrirtækið Pegasus verður tökuliðinu innan handar hér á landi en þar vildu menn ekkert tjá sig um málið.

Game of Thrones kemur úr smiðju bandaríska sjónvarpsrisans HBO og hefur notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum. Þættirnir eru byggðir á bókum eftir George R.R Martin. Þættirnir eru sýndir á sunnudagskvöldum á Stöð 2. Önnur þáttaröð er nú í tökum á Norður-Írlandi en auk Íslands verður einnig tekið upp í Króatíu. - fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×