Skjaldborg um verðtrygginguna Ásmundur Einar Daðason skrifar 30. september 2011 06:00 Eitt þeirra mála sem Alþingi afgreiddi nú í september var frumvarp sem gerir Íbúðalánasjóði kleift að bjóða upp á óverðtryggð útlán og jafnframt að veita sjóðnum heimild til að slík útlán beri breytilega vexti. Mikil samstaða var á þingi um þetta mál. Hins vegar er mikilvægt að fram komi að hér er aðeins um mjög lítið skref að ræða og ekki er tekið á því vandamáli sem verðtryggingin hefur þegar valdið heimilum og fyrirtækjum. Tekur ekki á vandanumÁður en Íbúðalánasjóður getur boðið upp á óverðtryggð útlán þarf sjóðurinn að vinna sig út úr verðtryggingunni. Í fyrstu þarf sjóðurinn að kanna möguleika á útgáfu óverðtryggðra skuldabréfaflokka. Sjóðurinn er fjármagnaður að stærstum hluta gegnum lífeyrissjóðina (70%) og stærstur hluti þessarar fjármögnunar er í formi verðtryggðra skuldabréfa sem eru án uppgreiðsluheimilda. Af u.þ.b. 800 milljarða útlánasafni sjóðsins eru einungis tæpir 40 milljarðar sem hægt er að greiða upp strax, afganginn er ekki hægt að greiða upp fyrr en að 25 árum liðnum. Íbúðalánasjóður þarf því að ná samningum við lífeyrissjóðina um uppgreiðslu á þessum verðtryggðu bréfum og nýrri fjármögnun í formi óverðtryggðra bréfa. Vinna við þetta er á byrjunarstigi sem þýðir að óverðtryggð fasteignalán eru ekki handan við hornið eins og margir hafa látið í veðri vaka. Auk þess verður ekki hægt að bjóða þeim sem þegar hafa tekið verðtryggð lán að breyta þeim í óverðtryggð. Að því sögðu vakna spurningar um hvernig þessi aðgerð taki á vandanum sem verðtryggingin veldur mánaðarlega hjá þúsundum fjölskylda. Þak á verðtrygginguna strax!Heimild til að lána óverðtryggt tekur ekki á vanda þeirra sem í dag eru með verðtryggð lán sem hækka gríðarlega um hver mánaðamót. Í ljósi þungrar skuldabyrði heimilanna eru litlir möguleikar hjá fólki að fara úr verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð húsnæðislán. Af þessum sökum ætti það að vera forgangsverkefni að setja þak á verðtrygginguna á ársgrundvelli sem miðast við verðbólgumark Seðlabankans með þolmörkum. Framsóknarflokkurinn lagði þetta til strax haustið 2009 en því miður hefur tillagan ekki náð fram að ganga. Þakið yrði fyrsta raunverulega skrefið sem stigið yrði í þá átt að afnema verðtrygginguna. Samkvæmt útreikningum Marinós G. Njálssonar ráðgjafa hefur komið fram að ef 4% þak hefði verið á verðtryggingunni sl. 20 ár hefði raunávöxtun lífeyrissjóðanna náð að jafnaði 3,5% ávöxtun. Einnig er mikilvægt að ná fram raunvaxtalækkun fasteignalána. Staðreyndin er sú að raunvextir innlendra verðtryggðra húsnæðislána eru hærri heldur en þegar kemur að óverðtryggðum húsnæðislánum í nágrannalöndum okkar. Það er ljóst að slík vaxtalækkun mundi minnka greiðslubyrði íslenskra heimila mjög mikið. Miðað við þann tíma sem ríkisstjórnin hefur starfað og þær áherslur sem lagt var upp með þá vekur það furðu að ekki hafi verið lögð fram áætlun um afnám verðtryggingar og raunhæfar lausnir í þágu þeirra sem sitja uppi með verðtryggðar skuldir. Þvert á móti berast okkur ítrekað fréttir af því að tekin sé staða með fjármálastofnunum og erlendum kröfuhöfum. Um 30.000 manns hafa nú skorað á ríkisstjórnina að grípa til aðgerða sambærilegum þeim sem fjallað er um hér að ofan. Það er ekki eftir neinu að bíða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Eitt þeirra mála sem Alþingi afgreiddi nú í september var frumvarp sem gerir Íbúðalánasjóði kleift að bjóða upp á óverðtryggð útlán og jafnframt að veita sjóðnum heimild til að slík útlán beri breytilega vexti. Mikil samstaða var á þingi um þetta mál. Hins vegar er mikilvægt að fram komi að hér er aðeins um mjög lítið skref að ræða og ekki er tekið á því vandamáli sem verðtryggingin hefur þegar valdið heimilum og fyrirtækjum. Tekur ekki á vandanumÁður en Íbúðalánasjóður getur boðið upp á óverðtryggð útlán þarf sjóðurinn að vinna sig út úr verðtryggingunni. Í fyrstu þarf sjóðurinn að kanna möguleika á útgáfu óverðtryggðra skuldabréfaflokka. Sjóðurinn er fjármagnaður að stærstum hluta gegnum lífeyrissjóðina (70%) og stærstur hluti þessarar fjármögnunar er í formi verðtryggðra skuldabréfa sem eru án uppgreiðsluheimilda. Af u.þ.b. 800 milljarða útlánasafni sjóðsins eru einungis tæpir 40 milljarðar sem hægt er að greiða upp strax, afganginn er ekki hægt að greiða upp fyrr en að 25 árum liðnum. Íbúðalánasjóður þarf því að ná samningum við lífeyrissjóðina um uppgreiðslu á þessum verðtryggðu bréfum og nýrri fjármögnun í formi óverðtryggðra bréfa. Vinna við þetta er á byrjunarstigi sem þýðir að óverðtryggð fasteignalán eru ekki handan við hornið eins og margir hafa látið í veðri vaka. Auk þess verður ekki hægt að bjóða þeim sem þegar hafa tekið verðtryggð lán að breyta þeim í óverðtryggð. Að því sögðu vakna spurningar um hvernig þessi aðgerð taki á vandanum sem verðtryggingin veldur mánaðarlega hjá þúsundum fjölskylda. Þak á verðtrygginguna strax!Heimild til að lána óverðtryggt tekur ekki á vanda þeirra sem í dag eru með verðtryggð lán sem hækka gríðarlega um hver mánaðamót. Í ljósi þungrar skuldabyrði heimilanna eru litlir möguleikar hjá fólki að fara úr verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð húsnæðislán. Af þessum sökum ætti það að vera forgangsverkefni að setja þak á verðtrygginguna á ársgrundvelli sem miðast við verðbólgumark Seðlabankans með þolmörkum. Framsóknarflokkurinn lagði þetta til strax haustið 2009 en því miður hefur tillagan ekki náð fram að ganga. Þakið yrði fyrsta raunverulega skrefið sem stigið yrði í þá átt að afnema verðtrygginguna. Samkvæmt útreikningum Marinós G. Njálssonar ráðgjafa hefur komið fram að ef 4% þak hefði verið á verðtryggingunni sl. 20 ár hefði raunávöxtun lífeyrissjóðanna náð að jafnaði 3,5% ávöxtun. Einnig er mikilvægt að ná fram raunvaxtalækkun fasteignalána. Staðreyndin er sú að raunvextir innlendra verðtryggðra húsnæðislána eru hærri heldur en þegar kemur að óverðtryggðum húsnæðislánum í nágrannalöndum okkar. Það er ljóst að slík vaxtalækkun mundi minnka greiðslubyrði íslenskra heimila mjög mikið. Miðað við þann tíma sem ríkisstjórnin hefur starfað og þær áherslur sem lagt var upp með þá vekur það furðu að ekki hafi verið lögð fram áætlun um afnám verðtryggingar og raunhæfar lausnir í þágu þeirra sem sitja uppi með verðtryggðar skuldir. Þvert á móti berast okkur ítrekað fréttir af því að tekin sé staða með fjármálastofnunum og erlendum kröfuhöfum. Um 30.000 manns hafa nú skorað á ríkisstjórnina að grípa til aðgerða sambærilegum þeim sem fjallað er um hér að ofan. Það er ekki eftir neinu að bíða.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun