Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar 11. nóvember 2025 17:01 Vetur konungur minnti á sig fyrir skemmstu þegar snjó kyngdi niður á suðvesturhorninu. Í skammdeginu skapa snjór og myrkur aðstæður sem krefjast varúðar, hvort sem þú ert að keyra, hjóla, ganga eða njóta útivistar. Í þessum aðstæðum er sýnileiki allra vegfarenda lykilatriði og að ökumenn sjái vel út. Skammsýni þeirra sem láta sér duga að dusta aðeins snjóinn af rúðunum getur reynst hættuleg. Slys hafa orðið þar sem ökumenn sjá ekki gangandi vegfarendur vegna hélaðra rúða sem ekki var búið að skafa nægilega vel. Einnig eru dæmi um óhöpp vegna snjós sem rann ofan af bílþaki og hrundi fyrir framrúðuna í miðjum akstri. Slys eins og þessi er hægt að koma í veg fyrir með því að gefa sér tíma til að skafa og hreinsa snjóinn áður en við leggjum í hann. 80 útköll á einum degi Þriðjudagurinn 28. október líður seint úr manna minnum, enda var það sérlega strembinn ófærðardagur á höfuðborgarsvæðinu og vakti hann marga til umhugsunar um vetrarforvarnir. Bílar sátu fastir á stofnbrautum og í húsagötum því margir voru ennþá á sumarhjólbörðum. Slitin heilsársdekk voru ekki að gera gott mót heldur og minntu marga á að fylgjast vel með ástandi dekkja á bílum sínum. Að sögn viðbragðsaðila voru 80 útköll vegna árekstra þennan dag á höfuðborgarsvæðinu en það er sami fjöldi og í meðalviku. Tilkynningar um óhöpp til tryggingarfélaga voru fleiri og ljóst að heildarfjöldi árekstra þennan dag verður talinn í hundruðum. Nýtum tímann vel nú meðan snjólítið er til þess að skipta yfir á góð vetrardekk. Munum að mynsturdýpt á að vera a.m.k. 3mm og dekkin þverskorin svo þau hafi gott grip við íslenskar aðstæður. Í svörtum fötum Endurskinsmerki auka sýnileika margfalt og hafa sumar rannsóknir sýnt að ökumenn sjái manneskju með endurskinsmerki allt að fimm sinnum fyrr samanborið við þá sem ekki nota endurskinsmerki. Í myrkrinu getur verið erfitt að greina liti því mannsaugað treystir á ljós, svartir og dökkir litir birtast okkur sem djúpir skuggar. Víða er hægt að nálgast ókeypis endurskinsmerki og ættu börn og fullorðnir að verða sér úti um nokkur stykki. Endurskinsmerki verða í boði í öllum útibúum Varðar og Arion banka í vetur meðan birgðir endast. Vetrarumferð á göngu- og hjólastígum Á dimmustu dögum vetrarins ætti útivistarfólk að nota endurskinsmerki, endurskinsvesti og borða á fatnaði sem endurvarpar ljósi vel. Hjólreiðafólk ætti að vera með ljós bæði að framan og aftan á hjólum og beina framgeislanum niður á stíginn svo aðrir blindist ekki. Ef mögulegt er skal halda sig við vel upplýst svæðum sem eru hálkuvarin. Þau sem hlaupa úti á veturna geta fjárfest í sérstökum negldum hlaupaskóm sem er góð hálkuvörn. Í dag er líka til mikið úrval af léttum og einföldum mannbroddum sem auðvelt er að skella undir skóbúnað þegar fólk þarf að ganga í hálku. Á hverju ári dettur fjöldi fólks á öllum aldri í hálku og slasast. Einfaldir mannbroddar geta dregið verulega úr slíkri hættu. Birgjum okkur upp af salti og sandi Það er afskaplega vont að detta í hálku en við getum a.m.k. séð til þess að ekki sé sleipt fyrir utan hjá okkur. Salt er góð lausn til að vinna á hálku en virkni saltsins er þannig að það lækkar frostmark vatnsins og leysir klakann upp ef svo má segja. Sandurinn virkar vel líka en hann eykur viðnám íssins og gefur meira grip. Á mörgum þjónustustöðvum sveitarfélaga er hægt að fá salt og sand í kistum, en einnig er hægt að versla í byggingavöruverslunum. Innkeyrslur, inngangar, tröppur og brekkur eru staðir sem hús- og fyrirtækjaeigendur eiga að moka, salta eða sanda reglulega. Verum sýnileg í vetur og horfum glöð fram á veginn með allar bílrúður hreinar. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjúkratryggingar Tryggingar Umferðaröryggi Samgönguslys Ágúst Mogensen Slysavarnir Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Vetur konungur minnti á sig fyrir skemmstu þegar snjó kyngdi niður á suðvesturhorninu. Í skammdeginu skapa snjór og myrkur aðstæður sem krefjast varúðar, hvort sem þú ert að keyra, hjóla, ganga eða njóta útivistar. Í þessum aðstæðum er sýnileiki allra vegfarenda lykilatriði og að ökumenn sjái vel út. Skammsýni þeirra sem láta sér duga að dusta aðeins snjóinn af rúðunum getur reynst hættuleg. Slys hafa orðið þar sem ökumenn sjá ekki gangandi vegfarendur vegna hélaðra rúða sem ekki var búið að skafa nægilega vel. Einnig eru dæmi um óhöpp vegna snjós sem rann ofan af bílþaki og hrundi fyrir framrúðuna í miðjum akstri. Slys eins og þessi er hægt að koma í veg fyrir með því að gefa sér tíma til að skafa og hreinsa snjóinn áður en við leggjum í hann. 80 útköll á einum degi Þriðjudagurinn 28. október líður seint úr manna minnum, enda var það sérlega strembinn ófærðardagur á höfuðborgarsvæðinu og vakti hann marga til umhugsunar um vetrarforvarnir. Bílar sátu fastir á stofnbrautum og í húsagötum því margir voru ennþá á sumarhjólbörðum. Slitin heilsársdekk voru ekki að gera gott mót heldur og minntu marga á að fylgjast vel með ástandi dekkja á bílum sínum. Að sögn viðbragðsaðila voru 80 útköll vegna árekstra þennan dag á höfuðborgarsvæðinu en það er sami fjöldi og í meðalviku. Tilkynningar um óhöpp til tryggingarfélaga voru fleiri og ljóst að heildarfjöldi árekstra þennan dag verður talinn í hundruðum. Nýtum tímann vel nú meðan snjólítið er til þess að skipta yfir á góð vetrardekk. Munum að mynsturdýpt á að vera a.m.k. 3mm og dekkin þverskorin svo þau hafi gott grip við íslenskar aðstæður. Í svörtum fötum Endurskinsmerki auka sýnileika margfalt og hafa sumar rannsóknir sýnt að ökumenn sjái manneskju með endurskinsmerki allt að fimm sinnum fyrr samanborið við þá sem ekki nota endurskinsmerki. Í myrkrinu getur verið erfitt að greina liti því mannsaugað treystir á ljós, svartir og dökkir litir birtast okkur sem djúpir skuggar. Víða er hægt að nálgast ókeypis endurskinsmerki og ættu börn og fullorðnir að verða sér úti um nokkur stykki. Endurskinsmerki verða í boði í öllum útibúum Varðar og Arion banka í vetur meðan birgðir endast. Vetrarumferð á göngu- og hjólastígum Á dimmustu dögum vetrarins ætti útivistarfólk að nota endurskinsmerki, endurskinsvesti og borða á fatnaði sem endurvarpar ljósi vel. Hjólreiðafólk ætti að vera með ljós bæði að framan og aftan á hjólum og beina framgeislanum niður á stíginn svo aðrir blindist ekki. Ef mögulegt er skal halda sig við vel upplýst svæðum sem eru hálkuvarin. Þau sem hlaupa úti á veturna geta fjárfest í sérstökum negldum hlaupaskóm sem er góð hálkuvörn. Í dag er líka til mikið úrval af léttum og einföldum mannbroddum sem auðvelt er að skella undir skóbúnað þegar fólk þarf að ganga í hálku. Á hverju ári dettur fjöldi fólks á öllum aldri í hálku og slasast. Einfaldir mannbroddar geta dregið verulega úr slíkri hættu. Birgjum okkur upp af salti og sandi Það er afskaplega vont að detta í hálku en við getum a.m.k. séð til þess að ekki sé sleipt fyrir utan hjá okkur. Salt er góð lausn til að vinna á hálku en virkni saltsins er þannig að það lækkar frostmark vatnsins og leysir klakann upp ef svo má segja. Sandurinn virkar vel líka en hann eykur viðnám íssins og gefur meira grip. Á mörgum þjónustustöðvum sveitarfélaga er hægt að fá salt og sand í kistum, en einnig er hægt að versla í byggingavöruverslunum. Innkeyrslur, inngangar, tröppur og brekkur eru staðir sem hús- og fyrirtækjaeigendur eiga að moka, salta eða sanda reglulega. Verum sýnileg í vetur og horfum glöð fram á veginn með allar bílrúður hreinar. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum hf.
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun