Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar 12. nóvember 2025 08:31 Það er oft talað um að innflytjendur þurfi að „aðlagast“. En hvað gerist þegar aðlögunin breytist í endalausa prófraun, þar sem þú ert alltaf gestur – sama hvað þú gerir? Á Íslandi hefur lengi verið sagt að innflytjendur þurfi að læra tungumálið, taka þátt, leggja sitt af mörkum og sýna vilja til að verða hluti af heildinni. Þá, samkvæmt ríkjandi orðræðu, muni þeir hljóta virðingu og samfélagsstað. En reynslan sýnir annað: Aðlögun virkar oft sem prófraun án endapunkts. Sama hversu mikið þú leggur þig fram, þá er hægt að færa marklínuna. Þú ert þátttakandi en samt gestur. Innan ramma, en ekki með rætur hér. Ég hef búið á Íslandi í 29 ár. Ég lærði íslensku án þess að standa til boða íslenskunám. Ég vann, greiddi skatta og ól upp börn sem fæddust hér, ólust upp hér og urðu hluti af íslensku samfélagi. Ég tók þátt í íþróttum, foreldrafélögum, félagsstarfi og menningarumhverfi. Ég kláraði stúdentspróf þegar það var talið ólíklegt. Ég lærði ensku á fullorðinsárum til þess að geta farið í háskóla. Ég lauk tveimur háskólagráðum, starfaði innan opinbera kerfisins og varð stjórnandi. Ég stofnaði fyrirtæki. Ég nýtti og skapaði tækifæri. Ég tók þátt í stjórnmálum. Ég hef ætíð tekið þátt í samfélagsumræðu og margir telja mig þekkja íslenskt samfélag dýpra en margur innfæddur. Ég gerði - og geri - allt það sem samfélagið segir að sé „nauðsynlegt“. Þrátt fyrir þetta er enn verið að draga upp aðgreiningu. Ekki beint með orðum, heldur með viðmóti, væntingum og stöðugum áminningum um „uppruna“. Það felst í litlum athugasemdum, afstöðu, svipbrigðum og því að áherslan er á það sem gerir mig frábrugðna – en ekki á þá staðreynd að líf mitt, rætur og framtíð eru hér. Þegar jafnvel ég, með rætur, menntun, ábyrgð og virka þátttöku, er samt skráð sem sú sem stendur í dyragættinni, þá er ljóst að vandinn liggur ekki hjá þeim sem flytur hingað. Vandinn liggur í hugmynd samfélagsins um sjálft sig. Í hugmyndinni um að tilheyra sé eitthvað sem samfélagið „veitir“ þeim sem standast óformlega, ósagða en síendurtekna prófraun. Það sem oft fer algerlega fram hjá fólki er hversu djúpt ég er rótgróin hér. Tengslanet mitt í íslensku samfélagi er vítt og sterkt - víðtækara en hjá mörgum Íslendingum sem hér eru fæddir. Ég hef starfað, lifað og hreyft mig innan samfélagsins á mörgum sviðum: í atvinnulífi, stjórnmálum, menntakerfi, félagsstarfi og íþróttum. Ég þekki fólk sem heldur þessu samfélagi uppi á ólíkum sviðum og stigum. Það hefur oft komið fólki á óvart – sérstaklega þeim sem gengu út frá því að ég stæði fyrir utan. Ég segi þetta ekki til að skreyta mig eða sýna stöðu, heldur vegna þess að það afhjúpar kjarna málsins:Ef jafnvel rótgróin manneskja með djúp tengsl og langa sögu er samt stöðugt staðsett sem „gestur“, þá er skilgreiningin á „okkur“ of þröng. Með allri minni þátttöku hef ég þegar sýnt þakklæti. Ég hef sýnt það í verki, árum saman. Og samt er látið í ljós, beint og óbeint, að það sé ekki nóg. Fólk segir mér að fara „heim“. Fullyrðir að ég sé vanþakklát. Margir munu telja mig vera það einmitt með þessum skrifum. En þakklæti á ekki að vera gjaldmiðill fyrir manngildi. Þakklæti á ekki að vera skilyrði fyrir virðingu. Þakklæti er ekki próf. Ég þarf ekki að taka próf samfélagsins endalaust til þess að teljast „nóg“. Og ég segi þetta afdráttarlaust og skýrt: Ég skrifa í fyrstu persónu, en ég hef minnstar áhyggjur af sjálfri mér. Ég hef rödd, rými og stöðu til að tala. Ef þetta er samt veruleiki minn, þá vitum við nákvæmlega hvernig það er fyrir þá sem hafa minni möguleika. Fyrir þau sem eru nýkomin. Fyrir þau sem tala brotnara mál. Fyrir þau sem bera á sér lit eða menningu sem passar ekki í formið. Fyrir þau sem lifa við þögn af sjálfsvörn. Þetta er ekki saga um mig. Þetta er vitnisburður um kerfi sem ætlast til þakklætis frá fólki sem þarf að lifa með því að vera stöðugt sett til hliðar. Rótfesta er ekki eitthvað sem maður fær leyfi fyrir. Hún er ekki umbun. Hún er ekki verðlaun. Rótfesta gerist í lífi: í árunum, í nánd, í því að búa, vinna, syrgja, hlæja, elska, ala börn og mæta samfélaginu á hverjum degi. Rótfesta er staðreynd. Ég er rótfast hér. Ég þarf ekki staðfestingu á því. Ég er staðfestingin. Það sem þarf að breytast er ekki innflytjandinn. Það sem þarf að breytast er hugmynd samfélagsins um sjálft sig. Samfélag sem er öruggt þarf ekki dyraverði. Það þarf ekki prófraunir. Það þarf ekki að skera fólk út úr norminu með tungumálahrósi og staðsetjandi spurningum. Samfélag sem er öruggt skilur að rætur geta verið fleiri en einnar gerðar. Ef þú lest þetta og hugsar: „Já, en sumir leggja sig samt ekki nóg fram,“ þá spyr ég:Hver setti mælikvarðann?Hver hefur vald til að meta?Og hvað, í raun, er verið að verja? Ég er ekki að biðja um inngöngu. Ég er ekki að óska eftir samþykki. Ég er ekki að reyna að verða eitthvað annað.Ég er hér.Ég er rótfast. Spurningin er því ekki lengur mín. Heldur samfélagsins. Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Höfundur er stjórnmálafræðingur, samfélagsrýnir og rödd þeirra sem byggja líf á nýjum stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jasmina Vajzović Crnac Innflytjendamál Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er oft talað um að innflytjendur þurfi að „aðlagast“. En hvað gerist þegar aðlögunin breytist í endalausa prófraun, þar sem þú ert alltaf gestur – sama hvað þú gerir? Á Íslandi hefur lengi verið sagt að innflytjendur þurfi að læra tungumálið, taka þátt, leggja sitt af mörkum og sýna vilja til að verða hluti af heildinni. Þá, samkvæmt ríkjandi orðræðu, muni þeir hljóta virðingu og samfélagsstað. En reynslan sýnir annað: Aðlögun virkar oft sem prófraun án endapunkts. Sama hversu mikið þú leggur þig fram, þá er hægt að færa marklínuna. Þú ert þátttakandi en samt gestur. Innan ramma, en ekki með rætur hér. Ég hef búið á Íslandi í 29 ár. Ég lærði íslensku án þess að standa til boða íslenskunám. Ég vann, greiddi skatta og ól upp börn sem fæddust hér, ólust upp hér og urðu hluti af íslensku samfélagi. Ég tók þátt í íþróttum, foreldrafélögum, félagsstarfi og menningarumhverfi. Ég kláraði stúdentspróf þegar það var talið ólíklegt. Ég lærði ensku á fullorðinsárum til þess að geta farið í háskóla. Ég lauk tveimur háskólagráðum, starfaði innan opinbera kerfisins og varð stjórnandi. Ég stofnaði fyrirtæki. Ég nýtti og skapaði tækifæri. Ég tók þátt í stjórnmálum. Ég hef ætíð tekið þátt í samfélagsumræðu og margir telja mig þekkja íslenskt samfélag dýpra en margur innfæddur. Ég gerði - og geri - allt það sem samfélagið segir að sé „nauðsynlegt“. Þrátt fyrir þetta er enn verið að draga upp aðgreiningu. Ekki beint með orðum, heldur með viðmóti, væntingum og stöðugum áminningum um „uppruna“. Það felst í litlum athugasemdum, afstöðu, svipbrigðum og því að áherslan er á það sem gerir mig frábrugðna – en ekki á þá staðreynd að líf mitt, rætur og framtíð eru hér. Þegar jafnvel ég, með rætur, menntun, ábyrgð og virka þátttöku, er samt skráð sem sú sem stendur í dyragættinni, þá er ljóst að vandinn liggur ekki hjá þeim sem flytur hingað. Vandinn liggur í hugmynd samfélagsins um sjálft sig. Í hugmyndinni um að tilheyra sé eitthvað sem samfélagið „veitir“ þeim sem standast óformlega, ósagða en síendurtekna prófraun. Það sem oft fer algerlega fram hjá fólki er hversu djúpt ég er rótgróin hér. Tengslanet mitt í íslensku samfélagi er vítt og sterkt - víðtækara en hjá mörgum Íslendingum sem hér eru fæddir. Ég hef starfað, lifað og hreyft mig innan samfélagsins á mörgum sviðum: í atvinnulífi, stjórnmálum, menntakerfi, félagsstarfi og íþróttum. Ég þekki fólk sem heldur þessu samfélagi uppi á ólíkum sviðum og stigum. Það hefur oft komið fólki á óvart – sérstaklega þeim sem gengu út frá því að ég stæði fyrir utan. Ég segi þetta ekki til að skreyta mig eða sýna stöðu, heldur vegna þess að það afhjúpar kjarna málsins:Ef jafnvel rótgróin manneskja með djúp tengsl og langa sögu er samt stöðugt staðsett sem „gestur“, þá er skilgreiningin á „okkur“ of þröng. Með allri minni þátttöku hef ég þegar sýnt þakklæti. Ég hef sýnt það í verki, árum saman. Og samt er látið í ljós, beint og óbeint, að það sé ekki nóg. Fólk segir mér að fara „heim“. Fullyrðir að ég sé vanþakklát. Margir munu telja mig vera það einmitt með þessum skrifum. En þakklæti á ekki að vera gjaldmiðill fyrir manngildi. Þakklæti á ekki að vera skilyrði fyrir virðingu. Þakklæti er ekki próf. Ég þarf ekki að taka próf samfélagsins endalaust til þess að teljast „nóg“. Og ég segi þetta afdráttarlaust og skýrt: Ég skrifa í fyrstu persónu, en ég hef minnstar áhyggjur af sjálfri mér. Ég hef rödd, rými og stöðu til að tala. Ef þetta er samt veruleiki minn, þá vitum við nákvæmlega hvernig það er fyrir þá sem hafa minni möguleika. Fyrir þau sem eru nýkomin. Fyrir þau sem tala brotnara mál. Fyrir þau sem bera á sér lit eða menningu sem passar ekki í formið. Fyrir þau sem lifa við þögn af sjálfsvörn. Þetta er ekki saga um mig. Þetta er vitnisburður um kerfi sem ætlast til þakklætis frá fólki sem þarf að lifa með því að vera stöðugt sett til hliðar. Rótfesta er ekki eitthvað sem maður fær leyfi fyrir. Hún er ekki umbun. Hún er ekki verðlaun. Rótfesta gerist í lífi: í árunum, í nánd, í því að búa, vinna, syrgja, hlæja, elska, ala börn og mæta samfélaginu á hverjum degi. Rótfesta er staðreynd. Ég er rótfast hér. Ég þarf ekki staðfestingu á því. Ég er staðfestingin. Það sem þarf að breytast er ekki innflytjandinn. Það sem þarf að breytast er hugmynd samfélagsins um sjálft sig. Samfélag sem er öruggt þarf ekki dyraverði. Það þarf ekki prófraunir. Það þarf ekki að skera fólk út úr norminu með tungumálahrósi og staðsetjandi spurningum. Samfélag sem er öruggt skilur að rætur geta verið fleiri en einnar gerðar. Ef þú lest þetta og hugsar: „Já, en sumir leggja sig samt ekki nóg fram,“ þá spyr ég:Hver setti mælikvarðann?Hver hefur vald til að meta?Og hvað, í raun, er verið að verja? Ég er ekki að biðja um inngöngu. Ég er ekki að óska eftir samþykki. Ég er ekki að reyna að verða eitthvað annað.Ég er hér.Ég er rótfast. Spurningin er því ekki lengur mín. Heldur samfélagsins. Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Höfundur er stjórnmálafræðingur, samfélagsrýnir og rödd þeirra sem byggja líf á nýjum stað.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun