Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar 12. nóvember 2025 08:31 Það er oft talað um að innflytjendur þurfi að „aðlagast“. En hvað gerist þegar aðlögunin breytist í endalausa prófraun, þar sem þú ert alltaf gestur – sama hvað þú gerir? Á Íslandi hefur lengi verið sagt að innflytjendur þurfi að læra tungumálið, taka þátt, leggja sitt af mörkum og sýna vilja til að verða hluti af heildinni. Þá, samkvæmt ríkjandi orðræðu, muni þeir hljóta virðingu og samfélagsstað. En reynslan sýnir annað: Aðlögun virkar oft sem prófraun án endapunkts. Sama hversu mikið þú leggur þig fram, þá er hægt að færa marklínuna. Þú ert þátttakandi en samt gestur. Innan ramma, en ekki með rætur hér. Ég hef búið á Íslandi í 29 ár. Ég lærði íslensku án þess að standa til boða íslenskunám. Ég vann, greiddi skatta og ól upp börn sem fæddust hér, ólust upp hér og urðu hluti af íslensku samfélagi. Ég tók þátt í íþróttum, foreldrafélögum, félagsstarfi og menningarumhverfi. Ég kláraði stúdentspróf þegar það var talið ólíklegt. Ég lærði ensku á fullorðinsárum til þess að geta farið í háskóla. Ég lauk tveimur háskólagráðum, starfaði innan opinbera kerfisins og varð stjórnandi. Ég stofnaði fyrirtæki. Ég nýtti og skapaði tækifæri. Ég tók þátt í stjórnmálum. Ég hef ætíð tekið þátt í samfélagsumræðu og margir telja mig þekkja íslenskt samfélag dýpra en margur innfæddur. Ég gerði - og geri - allt það sem samfélagið segir að sé „nauðsynlegt“. Þrátt fyrir þetta er enn verið að draga upp aðgreiningu. Ekki beint með orðum, heldur með viðmóti, væntingum og stöðugum áminningum um „uppruna“. Það felst í litlum athugasemdum, afstöðu, svipbrigðum og því að áherslan er á það sem gerir mig frábrugðna – en ekki á þá staðreynd að líf mitt, rætur og framtíð eru hér. Þegar jafnvel ég, með rætur, menntun, ábyrgð og virka þátttöku, er samt skráð sem sú sem stendur í dyragættinni, þá er ljóst að vandinn liggur ekki hjá þeim sem flytur hingað. Vandinn liggur í hugmynd samfélagsins um sjálft sig. Í hugmyndinni um að tilheyra sé eitthvað sem samfélagið „veitir“ þeim sem standast óformlega, ósagða en síendurtekna prófraun. Það sem oft fer algerlega fram hjá fólki er hversu djúpt ég er rótgróin hér. Tengslanet mitt í íslensku samfélagi er vítt og sterkt - víðtækara en hjá mörgum Íslendingum sem hér eru fæddir. Ég hef starfað, lifað og hreyft mig innan samfélagsins á mörgum sviðum: í atvinnulífi, stjórnmálum, menntakerfi, félagsstarfi og íþróttum. Ég þekki fólk sem heldur þessu samfélagi uppi á ólíkum sviðum og stigum. Það hefur oft komið fólki á óvart – sérstaklega þeim sem gengu út frá því að ég stæði fyrir utan. Ég segi þetta ekki til að skreyta mig eða sýna stöðu, heldur vegna þess að það afhjúpar kjarna málsins:Ef jafnvel rótgróin manneskja með djúp tengsl og langa sögu er samt stöðugt staðsett sem „gestur“, þá er skilgreiningin á „okkur“ of þröng. Með allri minni þátttöku hef ég þegar sýnt þakklæti. Ég hef sýnt það í verki, árum saman. Og samt er látið í ljós, beint og óbeint, að það sé ekki nóg. Fólk segir mér að fara „heim“. Fullyrðir að ég sé vanþakklát. Margir munu telja mig vera það einmitt með þessum skrifum. En þakklæti á ekki að vera gjaldmiðill fyrir manngildi. Þakklæti á ekki að vera skilyrði fyrir virðingu. Þakklæti er ekki próf. Ég þarf ekki að taka próf samfélagsins endalaust til þess að teljast „nóg“. Og ég segi þetta afdráttarlaust og skýrt: Ég skrifa í fyrstu persónu, en ég hef minnstar áhyggjur af sjálfri mér. Ég hef rödd, rými og stöðu til að tala. Ef þetta er samt veruleiki minn, þá vitum við nákvæmlega hvernig það er fyrir þá sem hafa minni möguleika. Fyrir þau sem eru nýkomin. Fyrir þau sem tala brotnara mál. Fyrir þau sem bera á sér lit eða menningu sem passar ekki í formið. Fyrir þau sem lifa við þögn af sjálfsvörn. Þetta er ekki saga um mig. Þetta er vitnisburður um kerfi sem ætlast til þakklætis frá fólki sem þarf að lifa með því að vera stöðugt sett til hliðar. Rótfesta er ekki eitthvað sem maður fær leyfi fyrir. Hún er ekki umbun. Hún er ekki verðlaun. Rótfesta gerist í lífi: í árunum, í nánd, í því að búa, vinna, syrgja, hlæja, elska, ala börn og mæta samfélaginu á hverjum degi. Rótfesta er staðreynd. Ég er rótfast hér. Ég þarf ekki staðfestingu á því. Ég er staðfestingin. Það sem þarf að breytast er ekki innflytjandinn. Það sem þarf að breytast er hugmynd samfélagsins um sjálft sig. Samfélag sem er öruggt þarf ekki dyraverði. Það þarf ekki prófraunir. Það þarf ekki að skera fólk út úr norminu með tungumálahrósi og staðsetjandi spurningum. Samfélag sem er öruggt skilur að rætur geta verið fleiri en einnar gerðar. Ef þú lest þetta og hugsar: „Já, en sumir leggja sig samt ekki nóg fram,“ þá spyr ég:Hver setti mælikvarðann?Hver hefur vald til að meta?Og hvað, í raun, er verið að verja? Ég er ekki að biðja um inngöngu. Ég er ekki að óska eftir samþykki. Ég er ekki að reyna að verða eitthvað annað.Ég er hér.Ég er rótfast. Spurningin er því ekki lengur mín. Heldur samfélagsins. Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Höfundur er stjórnmálafræðingur, samfélagsrýnir og rödd þeirra sem byggja líf á nýjum stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jasmina Vajzović Crnac Innflytjendamál Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Það er oft talað um að innflytjendur þurfi að „aðlagast“. En hvað gerist þegar aðlögunin breytist í endalausa prófraun, þar sem þú ert alltaf gestur – sama hvað þú gerir? Á Íslandi hefur lengi verið sagt að innflytjendur þurfi að læra tungumálið, taka þátt, leggja sitt af mörkum og sýna vilja til að verða hluti af heildinni. Þá, samkvæmt ríkjandi orðræðu, muni þeir hljóta virðingu og samfélagsstað. En reynslan sýnir annað: Aðlögun virkar oft sem prófraun án endapunkts. Sama hversu mikið þú leggur þig fram, þá er hægt að færa marklínuna. Þú ert þátttakandi en samt gestur. Innan ramma, en ekki með rætur hér. Ég hef búið á Íslandi í 29 ár. Ég lærði íslensku án þess að standa til boða íslenskunám. Ég vann, greiddi skatta og ól upp börn sem fæddust hér, ólust upp hér og urðu hluti af íslensku samfélagi. Ég tók þátt í íþróttum, foreldrafélögum, félagsstarfi og menningarumhverfi. Ég kláraði stúdentspróf þegar það var talið ólíklegt. Ég lærði ensku á fullorðinsárum til þess að geta farið í háskóla. Ég lauk tveimur háskólagráðum, starfaði innan opinbera kerfisins og varð stjórnandi. Ég stofnaði fyrirtæki. Ég nýtti og skapaði tækifæri. Ég tók þátt í stjórnmálum. Ég hef ætíð tekið þátt í samfélagsumræðu og margir telja mig þekkja íslenskt samfélag dýpra en margur innfæddur. Ég gerði - og geri - allt það sem samfélagið segir að sé „nauðsynlegt“. Þrátt fyrir þetta er enn verið að draga upp aðgreiningu. Ekki beint með orðum, heldur með viðmóti, væntingum og stöðugum áminningum um „uppruna“. Það felst í litlum athugasemdum, afstöðu, svipbrigðum og því að áherslan er á það sem gerir mig frábrugðna – en ekki á þá staðreynd að líf mitt, rætur og framtíð eru hér. Þegar jafnvel ég, með rætur, menntun, ábyrgð og virka þátttöku, er samt skráð sem sú sem stendur í dyragættinni, þá er ljóst að vandinn liggur ekki hjá þeim sem flytur hingað. Vandinn liggur í hugmynd samfélagsins um sjálft sig. Í hugmyndinni um að tilheyra sé eitthvað sem samfélagið „veitir“ þeim sem standast óformlega, ósagða en síendurtekna prófraun. Það sem oft fer algerlega fram hjá fólki er hversu djúpt ég er rótgróin hér. Tengslanet mitt í íslensku samfélagi er vítt og sterkt - víðtækara en hjá mörgum Íslendingum sem hér eru fæddir. Ég hef starfað, lifað og hreyft mig innan samfélagsins á mörgum sviðum: í atvinnulífi, stjórnmálum, menntakerfi, félagsstarfi og íþróttum. Ég þekki fólk sem heldur þessu samfélagi uppi á ólíkum sviðum og stigum. Það hefur oft komið fólki á óvart – sérstaklega þeim sem gengu út frá því að ég stæði fyrir utan. Ég segi þetta ekki til að skreyta mig eða sýna stöðu, heldur vegna þess að það afhjúpar kjarna málsins:Ef jafnvel rótgróin manneskja með djúp tengsl og langa sögu er samt stöðugt staðsett sem „gestur“, þá er skilgreiningin á „okkur“ of þröng. Með allri minni þátttöku hef ég þegar sýnt þakklæti. Ég hef sýnt það í verki, árum saman. Og samt er látið í ljós, beint og óbeint, að það sé ekki nóg. Fólk segir mér að fara „heim“. Fullyrðir að ég sé vanþakklát. Margir munu telja mig vera það einmitt með þessum skrifum. En þakklæti á ekki að vera gjaldmiðill fyrir manngildi. Þakklæti á ekki að vera skilyrði fyrir virðingu. Þakklæti er ekki próf. Ég þarf ekki að taka próf samfélagsins endalaust til þess að teljast „nóg“. Og ég segi þetta afdráttarlaust og skýrt: Ég skrifa í fyrstu persónu, en ég hef minnstar áhyggjur af sjálfri mér. Ég hef rödd, rými og stöðu til að tala. Ef þetta er samt veruleiki minn, þá vitum við nákvæmlega hvernig það er fyrir þá sem hafa minni möguleika. Fyrir þau sem eru nýkomin. Fyrir þau sem tala brotnara mál. Fyrir þau sem bera á sér lit eða menningu sem passar ekki í formið. Fyrir þau sem lifa við þögn af sjálfsvörn. Þetta er ekki saga um mig. Þetta er vitnisburður um kerfi sem ætlast til þakklætis frá fólki sem þarf að lifa með því að vera stöðugt sett til hliðar. Rótfesta er ekki eitthvað sem maður fær leyfi fyrir. Hún er ekki umbun. Hún er ekki verðlaun. Rótfesta gerist í lífi: í árunum, í nánd, í því að búa, vinna, syrgja, hlæja, elska, ala börn og mæta samfélaginu á hverjum degi. Rótfesta er staðreynd. Ég er rótfast hér. Ég þarf ekki staðfestingu á því. Ég er staðfestingin. Það sem þarf að breytast er ekki innflytjandinn. Það sem þarf að breytast er hugmynd samfélagsins um sjálft sig. Samfélag sem er öruggt þarf ekki dyraverði. Það þarf ekki prófraunir. Það þarf ekki að skera fólk út úr norminu með tungumálahrósi og staðsetjandi spurningum. Samfélag sem er öruggt skilur að rætur geta verið fleiri en einnar gerðar. Ef þú lest þetta og hugsar: „Já, en sumir leggja sig samt ekki nóg fram,“ þá spyr ég:Hver setti mælikvarðann?Hver hefur vald til að meta?Og hvað, í raun, er verið að verja? Ég er ekki að biðja um inngöngu. Ég er ekki að óska eftir samþykki. Ég er ekki að reyna að verða eitthvað annað.Ég er hér.Ég er rótfast. Spurningin er því ekki lengur mín. Heldur samfélagsins. Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Höfundur er stjórnmálafræðingur, samfélagsrýnir og rödd þeirra sem byggja líf á nýjum stað.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun