Ofbeldi á alþingi? Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 6. október 2011 06:00 Ríkisstjórninni og stuðningsmönnum hennar hefur tekist eitt ágætlega og það er að draga alþingi í svaðið með sér þegar kemur að umræðunni um óstjórn og vanhæfni ríkisstjórnarinnar. Þessir aðilar bera meiri ábyrgð en margir aðrir á því hvernig umræðan og álit almennings er á alþingi. Því er gjarnan haldið fram af þessum aðilum að stjórnarandstaðan blaðri og þvaðri út í eitt til þess eins að taka mál „í gíslingu“. Sumir ættu reyndar að eyða meiri tíma í þinginu því það yrði mjög upplýsandi fyrir viðkomandi. Í áranna rás hafa ákveðin mál orðið til þess að stjórnarandstaðan hefur beitt lýðræðislegum rétti sínum til að tala mikið og lengi til að fá málum breytt. Frá fyrri tíð má nefna umdeild fjölmiðlalög og breytingar á ríkisútvarpinu en nýleg dæmi eru lög um stjórnarráðið og Icesave. Þingsköp gera ráð fyrir að við aðra umræðu lagafrumvarpa sé hægt að tala aftur og aftur, þó í takmarkaðan tíma í senn. Þegar núverandi forsætisráðherra setti Íslandsmet, talaði í a.m.k. 10 klukkustundir, var þetta öðruvísi því þá mátti tala samfellt meðan viðkomandi stóð uppi. Það gerði Jóhanna Sigurðardóttir 1998 í umræðu um húsnæðismál. Það er hins vegar afar fátítt að þingmál séu mikið rædd, því í langflestum tilfellum er búið að ná samstöðu um málið. Þeir sem gagnrýna stjórnarandstöðuna fyrir umræðuna um stjórnarráðið og Icesave eru flestir þeirrar skoðunar að samþykkja ætti hvoru tveggja. Nýverið voru þingmenn að ræða þessi mál í útvarpsþætti á Bylgjunni og var talað um „ofbeldi“ af hálfu 20 þingmanna. Ekki veit ég hvort ég er einn af þessum ofbeldisþingmönnum en ég er afar stoltur af hverri ræðu er ég flutti í Icesave-málinu þar sem okkur „ofbeldisþingmönnunum“ tókst að koma í veg fyrir að þjóðin yrði dæmd til þrældóms í þágu erlendra kröfuhafa. Stjórnarráðsmálið var aðför að alþingi en um þingið eiga þingmenn að standa vörð. Margir muna eftir aðferðum forsætisráðherra þegar tryggja þurfti meirihluta fyrir umsókninni að Evrópusambandinu, þegar þingmenn voru teknir á „eintal“. Það er reyndar ótrúleg fylgni milli þeirra sem tala um „ofbeldi“ stjórnarandstöðunnar og þeirra sem tala um lýðræði og frjálslyndi og vilja ganga í Evrópusambandið. Það mætti halda að þetta þrennt sé óaðskiljanlegt. Er það virkilega þannig að skilyrði fyrir því að vera frjálslyndur lýðræðissinni sé að vilja ganga í Evrópusambandið og samþykkja allt sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur dettur í hug? Nú er ég einn af þeim sem vildu og vil enn leyfa þjóðinni að kjósa um hvort hefja ætti viðræður við Evrópusambandið. Ég vildi líka og vil enn að þjóðin hafi síðasta orðið ef eitthvað kemur út úr viðræðum. Hinir sjálfskipuðu frjálslyndu lýðræðissinnar hafa hins vegar ekki svarað því hvers vegna þjóðin var ekki spurð í upphafi. Ríkisstjórnin og stuðningsmenn hennar á þingi hafa brugðist og eiga þeir að axla ábyrgð án þess að draga alþingi með sér í svaðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórninni og stuðningsmönnum hennar hefur tekist eitt ágætlega og það er að draga alþingi í svaðið með sér þegar kemur að umræðunni um óstjórn og vanhæfni ríkisstjórnarinnar. Þessir aðilar bera meiri ábyrgð en margir aðrir á því hvernig umræðan og álit almennings er á alþingi. Því er gjarnan haldið fram af þessum aðilum að stjórnarandstaðan blaðri og þvaðri út í eitt til þess eins að taka mál „í gíslingu“. Sumir ættu reyndar að eyða meiri tíma í þinginu því það yrði mjög upplýsandi fyrir viðkomandi. Í áranna rás hafa ákveðin mál orðið til þess að stjórnarandstaðan hefur beitt lýðræðislegum rétti sínum til að tala mikið og lengi til að fá málum breytt. Frá fyrri tíð má nefna umdeild fjölmiðlalög og breytingar á ríkisútvarpinu en nýleg dæmi eru lög um stjórnarráðið og Icesave. Þingsköp gera ráð fyrir að við aðra umræðu lagafrumvarpa sé hægt að tala aftur og aftur, þó í takmarkaðan tíma í senn. Þegar núverandi forsætisráðherra setti Íslandsmet, talaði í a.m.k. 10 klukkustundir, var þetta öðruvísi því þá mátti tala samfellt meðan viðkomandi stóð uppi. Það gerði Jóhanna Sigurðardóttir 1998 í umræðu um húsnæðismál. Það er hins vegar afar fátítt að þingmál séu mikið rædd, því í langflestum tilfellum er búið að ná samstöðu um málið. Þeir sem gagnrýna stjórnarandstöðuna fyrir umræðuna um stjórnarráðið og Icesave eru flestir þeirrar skoðunar að samþykkja ætti hvoru tveggja. Nýverið voru þingmenn að ræða þessi mál í útvarpsþætti á Bylgjunni og var talað um „ofbeldi“ af hálfu 20 þingmanna. Ekki veit ég hvort ég er einn af þessum ofbeldisþingmönnum en ég er afar stoltur af hverri ræðu er ég flutti í Icesave-málinu þar sem okkur „ofbeldisþingmönnunum“ tókst að koma í veg fyrir að þjóðin yrði dæmd til þrældóms í þágu erlendra kröfuhafa. Stjórnarráðsmálið var aðför að alþingi en um þingið eiga þingmenn að standa vörð. Margir muna eftir aðferðum forsætisráðherra þegar tryggja þurfti meirihluta fyrir umsókninni að Evrópusambandinu, þegar þingmenn voru teknir á „eintal“. Það er reyndar ótrúleg fylgni milli þeirra sem tala um „ofbeldi“ stjórnarandstöðunnar og þeirra sem tala um lýðræði og frjálslyndi og vilja ganga í Evrópusambandið. Það mætti halda að þetta þrennt sé óaðskiljanlegt. Er það virkilega þannig að skilyrði fyrir því að vera frjálslyndur lýðræðissinni sé að vilja ganga í Evrópusambandið og samþykkja allt sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur dettur í hug? Nú er ég einn af þeim sem vildu og vil enn leyfa þjóðinni að kjósa um hvort hefja ætti viðræður við Evrópusambandið. Ég vildi líka og vil enn að þjóðin hafi síðasta orðið ef eitthvað kemur út úr viðræðum. Hinir sjálfskipuðu frjálslyndu lýðræðissinnar hafa hins vegar ekki svarað því hvers vegna þjóðin var ekki spurð í upphafi. Ríkisstjórnin og stuðningsmenn hennar á þingi hafa brugðist og eiga þeir að axla ábyrgð án þess að draga alþingi með sér í svaðið.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun