Ofbeldi á alþingi? Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 6. október 2011 06:00 Ríkisstjórninni og stuðningsmönnum hennar hefur tekist eitt ágætlega og það er að draga alþingi í svaðið með sér þegar kemur að umræðunni um óstjórn og vanhæfni ríkisstjórnarinnar. Þessir aðilar bera meiri ábyrgð en margir aðrir á því hvernig umræðan og álit almennings er á alþingi. Því er gjarnan haldið fram af þessum aðilum að stjórnarandstaðan blaðri og þvaðri út í eitt til þess eins að taka mál „í gíslingu“. Sumir ættu reyndar að eyða meiri tíma í þinginu því það yrði mjög upplýsandi fyrir viðkomandi. Í áranna rás hafa ákveðin mál orðið til þess að stjórnarandstaðan hefur beitt lýðræðislegum rétti sínum til að tala mikið og lengi til að fá málum breytt. Frá fyrri tíð má nefna umdeild fjölmiðlalög og breytingar á ríkisútvarpinu en nýleg dæmi eru lög um stjórnarráðið og Icesave. Þingsköp gera ráð fyrir að við aðra umræðu lagafrumvarpa sé hægt að tala aftur og aftur, þó í takmarkaðan tíma í senn. Þegar núverandi forsætisráðherra setti Íslandsmet, talaði í a.m.k. 10 klukkustundir, var þetta öðruvísi því þá mátti tala samfellt meðan viðkomandi stóð uppi. Það gerði Jóhanna Sigurðardóttir 1998 í umræðu um húsnæðismál. Það er hins vegar afar fátítt að þingmál séu mikið rædd, því í langflestum tilfellum er búið að ná samstöðu um málið. Þeir sem gagnrýna stjórnarandstöðuna fyrir umræðuna um stjórnarráðið og Icesave eru flestir þeirrar skoðunar að samþykkja ætti hvoru tveggja. Nýverið voru þingmenn að ræða þessi mál í útvarpsþætti á Bylgjunni og var talað um „ofbeldi“ af hálfu 20 þingmanna. Ekki veit ég hvort ég er einn af þessum ofbeldisþingmönnum en ég er afar stoltur af hverri ræðu er ég flutti í Icesave-málinu þar sem okkur „ofbeldisþingmönnunum“ tókst að koma í veg fyrir að þjóðin yrði dæmd til þrældóms í þágu erlendra kröfuhafa. Stjórnarráðsmálið var aðför að alþingi en um þingið eiga þingmenn að standa vörð. Margir muna eftir aðferðum forsætisráðherra þegar tryggja þurfti meirihluta fyrir umsókninni að Evrópusambandinu, þegar þingmenn voru teknir á „eintal“. Það er reyndar ótrúleg fylgni milli þeirra sem tala um „ofbeldi“ stjórnarandstöðunnar og þeirra sem tala um lýðræði og frjálslyndi og vilja ganga í Evrópusambandið. Það mætti halda að þetta þrennt sé óaðskiljanlegt. Er það virkilega þannig að skilyrði fyrir því að vera frjálslyndur lýðræðissinni sé að vilja ganga í Evrópusambandið og samþykkja allt sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur dettur í hug? Nú er ég einn af þeim sem vildu og vil enn leyfa þjóðinni að kjósa um hvort hefja ætti viðræður við Evrópusambandið. Ég vildi líka og vil enn að þjóðin hafi síðasta orðið ef eitthvað kemur út úr viðræðum. Hinir sjálfskipuðu frjálslyndu lýðræðissinnar hafa hins vegar ekki svarað því hvers vegna þjóðin var ekki spurð í upphafi. Ríkisstjórnin og stuðningsmenn hennar á þingi hafa brugðist og eiga þeir að axla ábyrgð án þess að draga alþingi með sér í svaðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórninni og stuðningsmönnum hennar hefur tekist eitt ágætlega og það er að draga alþingi í svaðið með sér þegar kemur að umræðunni um óstjórn og vanhæfni ríkisstjórnarinnar. Þessir aðilar bera meiri ábyrgð en margir aðrir á því hvernig umræðan og álit almennings er á alþingi. Því er gjarnan haldið fram af þessum aðilum að stjórnarandstaðan blaðri og þvaðri út í eitt til þess eins að taka mál „í gíslingu“. Sumir ættu reyndar að eyða meiri tíma í þinginu því það yrði mjög upplýsandi fyrir viðkomandi. Í áranna rás hafa ákveðin mál orðið til þess að stjórnarandstaðan hefur beitt lýðræðislegum rétti sínum til að tala mikið og lengi til að fá málum breytt. Frá fyrri tíð má nefna umdeild fjölmiðlalög og breytingar á ríkisútvarpinu en nýleg dæmi eru lög um stjórnarráðið og Icesave. Þingsköp gera ráð fyrir að við aðra umræðu lagafrumvarpa sé hægt að tala aftur og aftur, þó í takmarkaðan tíma í senn. Þegar núverandi forsætisráðherra setti Íslandsmet, talaði í a.m.k. 10 klukkustundir, var þetta öðruvísi því þá mátti tala samfellt meðan viðkomandi stóð uppi. Það gerði Jóhanna Sigurðardóttir 1998 í umræðu um húsnæðismál. Það er hins vegar afar fátítt að þingmál séu mikið rædd, því í langflestum tilfellum er búið að ná samstöðu um málið. Þeir sem gagnrýna stjórnarandstöðuna fyrir umræðuna um stjórnarráðið og Icesave eru flestir þeirrar skoðunar að samþykkja ætti hvoru tveggja. Nýverið voru þingmenn að ræða þessi mál í útvarpsþætti á Bylgjunni og var talað um „ofbeldi“ af hálfu 20 þingmanna. Ekki veit ég hvort ég er einn af þessum ofbeldisþingmönnum en ég er afar stoltur af hverri ræðu er ég flutti í Icesave-málinu þar sem okkur „ofbeldisþingmönnunum“ tókst að koma í veg fyrir að þjóðin yrði dæmd til þrældóms í þágu erlendra kröfuhafa. Stjórnarráðsmálið var aðför að alþingi en um þingið eiga þingmenn að standa vörð. Margir muna eftir aðferðum forsætisráðherra þegar tryggja þurfti meirihluta fyrir umsókninni að Evrópusambandinu, þegar þingmenn voru teknir á „eintal“. Það er reyndar ótrúleg fylgni milli þeirra sem tala um „ofbeldi“ stjórnarandstöðunnar og þeirra sem tala um lýðræði og frjálslyndi og vilja ganga í Evrópusambandið. Það mætti halda að þetta þrennt sé óaðskiljanlegt. Er það virkilega þannig að skilyrði fyrir því að vera frjálslyndur lýðræðissinni sé að vilja ganga í Evrópusambandið og samþykkja allt sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur dettur í hug? Nú er ég einn af þeim sem vildu og vil enn leyfa þjóðinni að kjósa um hvort hefja ætti viðræður við Evrópusambandið. Ég vildi líka og vil enn að þjóðin hafi síðasta orðið ef eitthvað kemur út úr viðræðum. Hinir sjálfskipuðu frjálslyndu lýðræðissinnar hafa hins vegar ekki svarað því hvers vegna þjóðin var ekki spurð í upphafi. Ríkisstjórnin og stuðningsmenn hennar á þingi hafa brugðist og eiga þeir að axla ábyrgð án þess að draga alþingi með sér í svaðið.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun