Körfuboltadagur KKÍ í Smáralindinni á morgun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. janúar 2011 11:15 Hannes Sigurbjörn Jónsson, til vinstri, á stjörnuleik KKÍ í fyrra. Körfuknattleikssamband Íslands fagnar 50 ára afmæli sínu á morgun og heldur hátíðlegan körfuboltadag í Smáralindinni. Þetta er aðeins einn af mörgum atburðum sem KKÍ mun standa fyrir á afmælisári sínu en Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður sambandsins, segir að mikið standi til. „Það hefur verið heljarinnar undirbúningur lagður í þennan dag en mjög gaman engu að síður. Þetta mun gefa tóninn fyrir afmælisárið og eru fleiri viðburðir áætlaðir." „Við viljum með þessu leggja áherslu á að körfubolti er fjölskylduvæn íþrótt. Á morgun geta allir mætt í Smáralindina, óháð aldri, og leikið sér. Þarna verða körfuboltar og körfur í öllum stærðum. Leikmenn frá Iceland Express-deildum karla og kvenna munu leika listir sínar og leika með krökkunum." „Svo mun Solla stirða mæta fyrir yngstu krakkana og allir fá afmælisköku. Það verður því eitthvað fyrir alla," sagði Hannes og vakti sérstaka athygli á happadrættissölu KKÍ. „Við, eins og önnur sérsambönd, þurfum að treysta á sjálfsaflarfé frá a til ö. Stór þáttur í því er happadrættið en við höfum ákveðið að stilla verði í hóf og selja miðan á aðeins þúsundkall. Það verða flottir vinningar og þeir sem mæta á morgun og kaupa sér miða strax þá fara í pott sem dregið verður úr í lok dagsins." „Það verða dregnir út nokkrir vinningar, til að mynda ferðir með Iceland Express sem einhver heppinn gæti nýtt sér strax á sunnudagsmorgun," bætti hann við í léttum dúr. Hannes er ánægður með stöðu körfuboltans í dag og fyrstu fimmtíu ár sambandsins. „Körfuboltinn hefur vaxið jafnt og þétt síðustu ár og stendur vel í dag. Hún er önnur útbreiddasta íþrótt landsins og er stunduð í 24 af 25 íþróttahéruðum landsins." „Við höldum úti einu stærsta mótahaldi á vegum sérsambanda ÍSÍ og eru með 12-15 mót um nánast hverja helgi í yngri flokkum frá október til loka apríl á hverju ári." „Það er því mikið og gott starf í gangi hjá okkur og er það fyrst og fremst sjálfboðaliðum að þakka. Allt starfið stendur og fellur með þeim - þau eru rótin að okkar starfi." Hann segir margt á teikniborðinu fyrir afmælisárið. „Við höfum til að mynda ákveðið að lokahóf KKÍ 30. apríl verði einnig sérstakt afmælishóf. Þá munum við einnig efla sumardeildina sem við prufukeyrðum í fyrra og verður hún stækkuð til muna. Við munum líka kynna íþróttina vel og fara í hringferð í kringum landið með íþróttina. Við viljum leggja áherslu á að körfuboltinn sé fjölskylduvæn og skemmtileg íþrótt sem hægt er að stunda hvar sem er." Dagskrá körfuboltadags KKÍ má sjá hér. Dominos-deild karla Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Sjá meira
Körfuknattleikssamband Íslands fagnar 50 ára afmæli sínu á morgun og heldur hátíðlegan körfuboltadag í Smáralindinni. Þetta er aðeins einn af mörgum atburðum sem KKÍ mun standa fyrir á afmælisári sínu en Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður sambandsins, segir að mikið standi til. „Það hefur verið heljarinnar undirbúningur lagður í þennan dag en mjög gaman engu að síður. Þetta mun gefa tóninn fyrir afmælisárið og eru fleiri viðburðir áætlaðir." „Við viljum með þessu leggja áherslu á að körfubolti er fjölskylduvæn íþrótt. Á morgun geta allir mætt í Smáralindina, óháð aldri, og leikið sér. Þarna verða körfuboltar og körfur í öllum stærðum. Leikmenn frá Iceland Express-deildum karla og kvenna munu leika listir sínar og leika með krökkunum." „Svo mun Solla stirða mæta fyrir yngstu krakkana og allir fá afmælisköku. Það verður því eitthvað fyrir alla," sagði Hannes og vakti sérstaka athygli á happadrættissölu KKÍ. „Við, eins og önnur sérsambönd, þurfum að treysta á sjálfsaflarfé frá a til ö. Stór þáttur í því er happadrættið en við höfum ákveðið að stilla verði í hóf og selja miðan á aðeins þúsundkall. Það verða flottir vinningar og þeir sem mæta á morgun og kaupa sér miða strax þá fara í pott sem dregið verður úr í lok dagsins." „Það verða dregnir út nokkrir vinningar, til að mynda ferðir með Iceland Express sem einhver heppinn gæti nýtt sér strax á sunnudagsmorgun," bætti hann við í léttum dúr. Hannes er ánægður með stöðu körfuboltans í dag og fyrstu fimmtíu ár sambandsins. „Körfuboltinn hefur vaxið jafnt og þétt síðustu ár og stendur vel í dag. Hún er önnur útbreiddasta íþrótt landsins og er stunduð í 24 af 25 íþróttahéruðum landsins." „Við höldum úti einu stærsta mótahaldi á vegum sérsambanda ÍSÍ og eru með 12-15 mót um nánast hverja helgi í yngri flokkum frá október til loka apríl á hverju ári." „Það er því mikið og gott starf í gangi hjá okkur og er það fyrst og fremst sjálfboðaliðum að þakka. Allt starfið stendur og fellur með þeim - þau eru rótin að okkar starfi." Hann segir margt á teikniborðinu fyrir afmælisárið. „Við höfum til að mynda ákveðið að lokahóf KKÍ 30. apríl verði einnig sérstakt afmælishóf. Þá munum við einnig efla sumardeildina sem við prufukeyrðum í fyrra og verður hún stækkuð til muna. Við munum líka kynna íþróttina vel og fara í hringferð í kringum landið með íþróttina. Við viljum leggja áherslu á að körfuboltinn sé fjölskylduvæn og skemmtileg íþrótt sem hægt er að stunda hvar sem er." Dagskrá körfuboltadags KKÍ má sjá hér.
Dominos-deild karla Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Sjá meira