Höfum við ekkert lært? Jón Steinsson skrifar 19. október 2011 06:00 Á Íslandi hefur lítil sem engin virðing verið borin fyrir menntun eða reynslu í fjármálum eða viðskiptum þegar kemur að úthlutun lykilstarfa hjá ríkinu. Þetta leiddi til þess að þegar óveðursský hrönnuðust upp á árunum 2006-2008 voru einstaklingar með mjög takmarkaða menntun, þekkingu eða skilning á fjármálum í lykilstöðum. Við þekkjum afleiðingarnar. Og maður hefði haldið að það gerði það að verkum að viðhorf hefðu breyst. Nú er hins vegar Páll Magnússon ráðinn til þess að stýra Bankasýslu ríkisins þrátt fyrir að hafa enga menntun né sérþekkingu á sviði banka- og fjármálastarfsemi þótt lög um Bankasýslu kveði á um að forstjóri stofnunarinnar skuli hafa þá eiginleika. Páll var tekinn fram yfir þrjá aðra umsækjendur – sem allir hafa víðtæka reynslu af banka- og fjármálastarfsemi. Stjórn Bankasýslunnar rökstyður ráðninguna með vísun í að valdir umsækjendur hafi verið látnir taka persónuleikaprófið OPQ32, huglægt getupróf, raunhæft verkefni, stærðfræðipróf og ítarleg viðtöl og að Páll hafi staðið sig best eða næstbest á sumum af þessum prófum en verr í öðrum. Í fyrstu veit maður ekki hvort maður á að hlæja eða gráta. En síðan byrjar maður fljótlega að gráta. Þetta er leikhús fáránleikans. Ferli af þessu tagi veitir stjórninni nánast ótakmarkað frelsi til þess að velja hvern sem henni þóknast. Hún þarf einungis að ákveða eftir á að þeir mælikvarðar sem viðkomandi umsækjandi stóð sig vel á vegi þyngra en hinir. Stjórn Bankasýslunnar heldur því einnig fram að Páll hafi uppfyllt lágmarksskilyrði um menntun og sérþekkingu á banka- og fjármálum. Ef þau komast upp með þann skilning hafa þau nánast fullkomlega gengisfellt þetta ákvæði laga. Reynum að setja þetta í samhengi. Nú fyrir nokkrum dögum var nýr dómari skipaður við Hæstarétt. Hvernig fyndist mönnum ef Páll Magnússon hefði verið skipaður í þá stöðu með svipuðum rökstuðningi? Ha, er það allt annað mál? Einungis ef menn bera litla sem enga virðingu fyrir menntun, reynslu og sérþekkingu í banka- og fjármálum en mun meiri virðingu fyrir menntun, reynslu og sérþekkingu í lögfræði. Einhverra hluta vegna virðist það vera landlægt á Íslandi. Páll Magnússon er jafn óhæfur til þess að vera forstjóri Bankasýslunnar og hann er óhæfur til þess að vera dómari við Hæstarétt. Og mitt mat er að meiri hætta skapist fyrir samfélagið við það að hafa hann forstjóra Bankasýslunnar en dómara við Hæstarétt (þar sem hann hefði þó meðdómara með sér). Bankasýslan fer með eignarhlut ríkisins í Landsbankanum og fjölda annarra banka og sparisjóða. Hún á að sjá til þess að stjórnendur þessara banka fari eftir eigendastefnu ríkisins – þ.e. vaka yfir stjórnendum bankanna og gæta hagsmuna ríkisins. Hefur reynsla okkar síðustu ár ekki kennt okkur hversu auðvelt það er að afvegaleiða reynslu- og skilningsrýra eftirlitsaðila þegar bankar eru annars vegar? Og hefur reynsla okkar ekki einnig kennt okkur að slíkt getur verið okkur ansi dýrt? Hvernig má þá vera að flestir yppi öxlum við þessa ráðningu? Bankasýslan á einnig að „undirbúa og vinna tillögur um sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum“. Nánast öll sín fullorðinsár hefur Páll starfað í umboði fyrir Framsóknarflokkinn. Hann er eins hápólitískur og hugsast getur. Það sem meira er, skuggalega margir vinir og vandamenn formanna og varaformanna Framsóknarflokksins hafa einhverra hluta vegna auðgast verulega af viðskiptum sem tengdust sölu eða úthlutun á ríkis- og þjóðareignum. Getur verið að við séum að leika okkur með eld með því að ráða Pál Magnússon til þess að „vinna tillögur um sölu eignarhluta ríkisins“ í Landsbankanum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur lítil sem engin virðing verið borin fyrir menntun eða reynslu í fjármálum eða viðskiptum þegar kemur að úthlutun lykilstarfa hjá ríkinu. Þetta leiddi til þess að þegar óveðursský hrönnuðust upp á árunum 2006-2008 voru einstaklingar með mjög takmarkaða menntun, þekkingu eða skilning á fjármálum í lykilstöðum. Við þekkjum afleiðingarnar. Og maður hefði haldið að það gerði það að verkum að viðhorf hefðu breyst. Nú er hins vegar Páll Magnússon ráðinn til þess að stýra Bankasýslu ríkisins þrátt fyrir að hafa enga menntun né sérþekkingu á sviði banka- og fjármálastarfsemi þótt lög um Bankasýslu kveði á um að forstjóri stofnunarinnar skuli hafa þá eiginleika. Páll var tekinn fram yfir þrjá aðra umsækjendur – sem allir hafa víðtæka reynslu af banka- og fjármálastarfsemi. Stjórn Bankasýslunnar rökstyður ráðninguna með vísun í að valdir umsækjendur hafi verið látnir taka persónuleikaprófið OPQ32, huglægt getupróf, raunhæft verkefni, stærðfræðipróf og ítarleg viðtöl og að Páll hafi staðið sig best eða næstbest á sumum af þessum prófum en verr í öðrum. Í fyrstu veit maður ekki hvort maður á að hlæja eða gráta. En síðan byrjar maður fljótlega að gráta. Þetta er leikhús fáránleikans. Ferli af þessu tagi veitir stjórninni nánast ótakmarkað frelsi til þess að velja hvern sem henni þóknast. Hún þarf einungis að ákveða eftir á að þeir mælikvarðar sem viðkomandi umsækjandi stóð sig vel á vegi þyngra en hinir. Stjórn Bankasýslunnar heldur því einnig fram að Páll hafi uppfyllt lágmarksskilyrði um menntun og sérþekkingu á banka- og fjármálum. Ef þau komast upp með þann skilning hafa þau nánast fullkomlega gengisfellt þetta ákvæði laga. Reynum að setja þetta í samhengi. Nú fyrir nokkrum dögum var nýr dómari skipaður við Hæstarétt. Hvernig fyndist mönnum ef Páll Magnússon hefði verið skipaður í þá stöðu með svipuðum rökstuðningi? Ha, er það allt annað mál? Einungis ef menn bera litla sem enga virðingu fyrir menntun, reynslu og sérþekkingu í banka- og fjármálum en mun meiri virðingu fyrir menntun, reynslu og sérþekkingu í lögfræði. Einhverra hluta vegna virðist það vera landlægt á Íslandi. Páll Magnússon er jafn óhæfur til þess að vera forstjóri Bankasýslunnar og hann er óhæfur til þess að vera dómari við Hæstarétt. Og mitt mat er að meiri hætta skapist fyrir samfélagið við það að hafa hann forstjóra Bankasýslunnar en dómara við Hæstarétt (þar sem hann hefði þó meðdómara með sér). Bankasýslan fer með eignarhlut ríkisins í Landsbankanum og fjölda annarra banka og sparisjóða. Hún á að sjá til þess að stjórnendur þessara banka fari eftir eigendastefnu ríkisins – þ.e. vaka yfir stjórnendum bankanna og gæta hagsmuna ríkisins. Hefur reynsla okkar síðustu ár ekki kennt okkur hversu auðvelt það er að afvegaleiða reynslu- og skilningsrýra eftirlitsaðila þegar bankar eru annars vegar? Og hefur reynsla okkar ekki einnig kennt okkur að slíkt getur verið okkur ansi dýrt? Hvernig má þá vera að flestir yppi öxlum við þessa ráðningu? Bankasýslan á einnig að „undirbúa og vinna tillögur um sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum“. Nánast öll sín fullorðinsár hefur Páll starfað í umboði fyrir Framsóknarflokkinn. Hann er eins hápólitískur og hugsast getur. Það sem meira er, skuggalega margir vinir og vandamenn formanna og varaformanna Framsóknarflokksins hafa einhverra hluta vegna auðgast verulega af viðskiptum sem tengdust sölu eða úthlutun á ríkis- og þjóðareignum. Getur verið að við séum að leika okkur með eld með því að ráða Pál Magnússon til þess að „vinna tillögur um sölu eignarhluta ríkisins“ í Landsbankanum?
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun