Plan B á verðtrygginguna Eygló Harðardóttir skrifar 20. október 2011 06:00 Fyrir nokkrum áratugum varð til hin fullkomna íslenska aðferð til að steypa fólki í skuldir með hjálp verðbólgunnar. Verðtryggingu var komið á. Eftir sitja íslenskir skuldarar að drukkna í feni þess fyrirbæris. Fjölmargir íslenskir stjórnmálamenn hafa talað fyrir afnámi verðtryggingarinnar. Þrátt fyrir það gerist afskaplega lítið. Þegar meira að segja Jóhanna Sigurðardóttir fékk gullið tækifæri í kjölfar hrunsins til að aftengja vísitölu neysluverðs vegna forsendubrests brást henni kjarkur frammi fyrir svonefndum sérfræðingum, sem margir hafa hagsmuna að gæta af viðhaldi verðtryggingar. Því er ekki að undra að fyrir stuttu var ég spurð: „Af hverju koðna allir niður í baráttunni gegn verðtryggingunni?“ Svarið er að þetta snýst um mikla hagsmuni. Þeir sem skulda verðtryggt eru líklegri til að vera yngri, muna síður eftir verðbólgutímunum og skulda mikið í eigin húsnæði. Þeir sem eiga verðtryggt eru væntanlega líklegri til að vera eldri, muna betur eftir áhrifum óðaverðbólgu og skulda lítið í eigin húsnæði. Þessir hagsmunir hafa ítrekað tekist á. „Lausnirnar“ hafa aftur og aftur sýnt hvaða hagsmunir hafa haft betur, hagsmunir fjármagnseigenda. Til dæmis var einfalt að aflétta verðtryggingu launa þar sem hún var talin verðbólguhvetjandi með víxlhækkunum verðlags og launa – þótt bent hafi verið á að sama megi segja um verðtryggingu skulda. Einnig mátti breyta viðmiðunarvísitölu til að auðvelda skuldurum að greiða af lánum sínum sbr.greiðslujöfnunarvísitalan. Engin sanngirni liggur í að leggja þyngstu byrðarnar á kynslóðina sem byggir upp lífeyrissjóðina með greiðslu iðgjalda í sjóðina og skatts til að fjármagna lífeyri þeirra sem ekki hafa áunnið sér rétt til greiðslu úr sjóðunum, þá kynslóð sem einna helst tekur verðtryggðu lánin. Engin sanngirni liggur heldur í því að skerða lífeyri þeirra sem þegar hafa hafið töku hans. Allra síst liggur sanngirni í viðvarandi verðbólgu, sem verðtryggingin viðheldur þegar stýritæki Seðlabankans virka ekki. Það er kominn tími til að leita sátta á milli kynslóða, sátta á milli skuldara og fjármagnseigenda. Hættum að koðna niður frammi fyrir óvininum. Vinnum saman að því að afnema verðtrygginguna, með Plani B. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum áratugum varð til hin fullkomna íslenska aðferð til að steypa fólki í skuldir með hjálp verðbólgunnar. Verðtryggingu var komið á. Eftir sitja íslenskir skuldarar að drukkna í feni þess fyrirbæris. Fjölmargir íslenskir stjórnmálamenn hafa talað fyrir afnámi verðtryggingarinnar. Þrátt fyrir það gerist afskaplega lítið. Þegar meira að segja Jóhanna Sigurðardóttir fékk gullið tækifæri í kjölfar hrunsins til að aftengja vísitölu neysluverðs vegna forsendubrests brást henni kjarkur frammi fyrir svonefndum sérfræðingum, sem margir hafa hagsmuna að gæta af viðhaldi verðtryggingar. Því er ekki að undra að fyrir stuttu var ég spurð: „Af hverju koðna allir niður í baráttunni gegn verðtryggingunni?“ Svarið er að þetta snýst um mikla hagsmuni. Þeir sem skulda verðtryggt eru líklegri til að vera yngri, muna síður eftir verðbólgutímunum og skulda mikið í eigin húsnæði. Þeir sem eiga verðtryggt eru væntanlega líklegri til að vera eldri, muna betur eftir áhrifum óðaverðbólgu og skulda lítið í eigin húsnæði. Þessir hagsmunir hafa ítrekað tekist á. „Lausnirnar“ hafa aftur og aftur sýnt hvaða hagsmunir hafa haft betur, hagsmunir fjármagnseigenda. Til dæmis var einfalt að aflétta verðtryggingu launa þar sem hún var talin verðbólguhvetjandi með víxlhækkunum verðlags og launa – þótt bent hafi verið á að sama megi segja um verðtryggingu skulda. Einnig mátti breyta viðmiðunarvísitölu til að auðvelda skuldurum að greiða af lánum sínum sbr.greiðslujöfnunarvísitalan. Engin sanngirni liggur í að leggja þyngstu byrðarnar á kynslóðina sem byggir upp lífeyrissjóðina með greiðslu iðgjalda í sjóðina og skatts til að fjármagna lífeyri þeirra sem ekki hafa áunnið sér rétt til greiðslu úr sjóðunum, þá kynslóð sem einna helst tekur verðtryggðu lánin. Engin sanngirni liggur heldur í því að skerða lífeyri þeirra sem þegar hafa hafið töku hans. Allra síst liggur sanngirni í viðvarandi verðbólgu, sem verðtryggingin viðheldur þegar stýritæki Seðlabankans virka ekki. Það er kominn tími til að leita sátta á milli kynslóða, sátta á milli skuldara og fjármagnseigenda. Hættum að koðna niður frammi fyrir óvininum. Vinnum saman að því að afnema verðtrygginguna, með Plani B.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun