Forsendur liggja fyrir - vilji er allt sem þarf Ólína Þorvarðardóttir skrifar 21. október 2011 16:00 Fiskveiðifrumvarp Jóns Bjarnasonar bíður nú frekari átekta eftir að fjölmargar athugasemdir hafa komið fram við frumvarpið í meðförum sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar þingsins í sumar. Þó að margir umsagnaraðilar hafi lýst sig sammála markmiðum frumvarpsins gera allir verulegar athugasemdir við framsetningu þess og útfærslur. Á það jafnt við um þá sem eru á móti fyrirhuguðum breytingum sem og stuðningsmenn áformaðra breytinga á núverandi kvótakerfi. Hörðustu andstæðingar frumvarpsins hafa gengið svo langt að segja að það eigi best heima í ruslakörfunni, það eigi að „rífa“, því skuli „fleygja“. Þeir sem þannig tala segjast vilja byrja alveg upp á nýtt „á forsendum samningsleiðarinnar“ eins og það er orðað af fulltrúum stjórnarandstöðu, LÍÚ og SAA. Er þar verið að vísa til niðurstöðu samráðsnefndarinnar sem stundum hefur verið kölluð „sáttanefndin“. Hún var skipuð hagsmunaaðilum í sjávarútvegi og fulltrúum allra flokka og átti margra mánaða samráð á síðasta og þarsíðasta ári, í aðdraganda þess að frumvarpið var skrifað. Stöldrum nú aðeins við þessa kröfu að „byrja upp á nýtt“ á forsendum samráðsnefndarinnar. Nefndin varð sammála um eftirfarandi: 1. Að ekki yrði litið á aflaheimildir sem „eign“ útgerðarmanna heldur tímabundinn nýtingarrétt. 2. Að eignarréttur ríkisins á aflaheimildum væri skýr og ráðstöfun aflaheimilda skyldi því vera á ríkisins hendi. 3. Að gerðir skyldu tímabundnir nýtingarsamningar um afnot aflaheimilda gegn gjaldi og á forsendum skýrra skilmála um réttindi og skyldur beggja aðila 4. Auk nýtingarsamninganna skyldi aflaheimildum skipt í svokallaða „potta“. Nú vill svo til að þetta eru þau fjögur atriði sem frumvarp Jóns Bjarnasonar byggir á. Þar er gert ráð fyrir eignar- og ráðstöfunarrétti ríkisins yfir aflaheimildum. Gert er ráð fyrir tímabundnum nýtingarsamningum við útgerðina gegn gjaldi á grundvelli skilmála um réttindi og skyldur beggja aðila. Fiskveiðikerfinu er skipt í tvo hluta, annarsvegar nýtingarsamninga, hinsvegar svokallaða „potta“ þ.ám. leigupott, línuívilnun, strandveiðipott og byggðapott. Með öðrum orðum – frumvarpið er útfærsla á hinni svokölluðu samningsleið sem aðilar urðu ásáttir um að farin skyldi, eftir margra mánaða samráð við stjórnvöld. Þeir sem krefjast þess að byggt verði á niðurstöðu sáttanefndarinnar – samningsleiðinni – geta ekki í sama orðinu krafist þess að „byrjað sé upp á nýtt“. Niðurstaða sáttanefndarinnar er afrakstur mikillar vinnu sem leiddi til ákveðinnar niðurstöðu, og þar hlýtur útgangspunkturinn að vera. Grundvöllurinn liggur fyrir – annað er útfærsla. Eins og fram hefur komið höfum við Lilja Rafney Magnúsdóttir, sem formaður og varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar á síðasta þingi, lagt fram ítarlegar tillögur að breytingum á útfærslu frumvarpsins. Í tillögum okkar felst mikil einföldun á kerfinu, m.a. frjálsar handfæraveiðar að uppfylltum skilyrðum, að pottunum verði fækkað að mun og leigupotturinn stækkaður verulega, að opnuð verði gátt milli nýtingarsamninga og leigupotts, að allur fiskur verði boðinn um innlendan markað og að skilið verði milli veiða og vinnslu. Við leggjum áherslu á að úthlutun aflaheimilda eigi sér stað á grundvelli jafnræðis og atvinnufrelsis, að verðmyndum aflaheimilda sé eðlileg og leikreglur skýrar. Grundvallaratriðin liggja fyrir – um þau hafa menn komið sér saman nú þegar. Eftirleikurinn er handavinna, því vilji er allt sem þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Fiskveiðifrumvarp Jóns Bjarnasonar bíður nú frekari átekta eftir að fjölmargar athugasemdir hafa komið fram við frumvarpið í meðförum sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar þingsins í sumar. Þó að margir umsagnaraðilar hafi lýst sig sammála markmiðum frumvarpsins gera allir verulegar athugasemdir við framsetningu þess og útfærslur. Á það jafnt við um þá sem eru á móti fyrirhuguðum breytingum sem og stuðningsmenn áformaðra breytinga á núverandi kvótakerfi. Hörðustu andstæðingar frumvarpsins hafa gengið svo langt að segja að það eigi best heima í ruslakörfunni, það eigi að „rífa“, því skuli „fleygja“. Þeir sem þannig tala segjast vilja byrja alveg upp á nýtt „á forsendum samningsleiðarinnar“ eins og það er orðað af fulltrúum stjórnarandstöðu, LÍÚ og SAA. Er þar verið að vísa til niðurstöðu samráðsnefndarinnar sem stundum hefur verið kölluð „sáttanefndin“. Hún var skipuð hagsmunaaðilum í sjávarútvegi og fulltrúum allra flokka og átti margra mánaða samráð á síðasta og þarsíðasta ári, í aðdraganda þess að frumvarpið var skrifað. Stöldrum nú aðeins við þessa kröfu að „byrja upp á nýtt“ á forsendum samráðsnefndarinnar. Nefndin varð sammála um eftirfarandi: 1. Að ekki yrði litið á aflaheimildir sem „eign“ útgerðarmanna heldur tímabundinn nýtingarrétt. 2. Að eignarréttur ríkisins á aflaheimildum væri skýr og ráðstöfun aflaheimilda skyldi því vera á ríkisins hendi. 3. Að gerðir skyldu tímabundnir nýtingarsamningar um afnot aflaheimilda gegn gjaldi og á forsendum skýrra skilmála um réttindi og skyldur beggja aðila 4. Auk nýtingarsamninganna skyldi aflaheimildum skipt í svokallaða „potta“. Nú vill svo til að þetta eru þau fjögur atriði sem frumvarp Jóns Bjarnasonar byggir á. Þar er gert ráð fyrir eignar- og ráðstöfunarrétti ríkisins yfir aflaheimildum. Gert er ráð fyrir tímabundnum nýtingarsamningum við útgerðina gegn gjaldi á grundvelli skilmála um réttindi og skyldur beggja aðila. Fiskveiðikerfinu er skipt í tvo hluta, annarsvegar nýtingarsamninga, hinsvegar svokallaða „potta“ þ.ám. leigupott, línuívilnun, strandveiðipott og byggðapott. Með öðrum orðum – frumvarpið er útfærsla á hinni svokölluðu samningsleið sem aðilar urðu ásáttir um að farin skyldi, eftir margra mánaða samráð við stjórnvöld. Þeir sem krefjast þess að byggt verði á niðurstöðu sáttanefndarinnar – samningsleiðinni – geta ekki í sama orðinu krafist þess að „byrjað sé upp á nýtt“. Niðurstaða sáttanefndarinnar er afrakstur mikillar vinnu sem leiddi til ákveðinnar niðurstöðu, og þar hlýtur útgangspunkturinn að vera. Grundvöllurinn liggur fyrir – annað er útfærsla. Eins og fram hefur komið höfum við Lilja Rafney Magnúsdóttir, sem formaður og varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar á síðasta þingi, lagt fram ítarlegar tillögur að breytingum á útfærslu frumvarpsins. Í tillögum okkar felst mikil einföldun á kerfinu, m.a. frjálsar handfæraveiðar að uppfylltum skilyrðum, að pottunum verði fækkað að mun og leigupotturinn stækkaður verulega, að opnuð verði gátt milli nýtingarsamninga og leigupotts, að allur fiskur verði boðinn um innlendan markað og að skilið verði milli veiða og vinnslu. Við leggjum áherslu á að úthlutun aflaheimilda eigi sér stað á grundvelli jafnræðis og atvinnufrelsis, að verðmyndum aflaheimilda sé eðlileg og leikreglur skýrar. Grundvallaratriðin liggja fyrir – um þau hafa menn komið sér saman nú þegar. Eftirleikurinn er handavinna, því vilji er allt sem þarf.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun