Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 13. nóvember 2025 10:00 Dagur íslenskrar tungu – Gefum íslensku séns Í ár eru liðin 30 ár síðan ríkisstjórn Íslands ákvað að helga fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, íslenskri tungu. Síðan þá hafa stjórnvöld beitt sér árlega fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls sem átti að beina kastljósi okkar að stöðu tungunnar, gildi hennar fyrir þjóðarvitund og menningu. Þrátt fyrir þessa áherslu í 30 ár erum við enn uggandi yfir stöðu þjóðtungunnar og virðumst ráðþrota. Þó skal ekki gera lítið úr áhrifum þess kastljóss sem hefur verið sett á málefnið þessa áratugi en ljóst er að við verðum að gera betur. Að leita svara á íslensku Íslenskan er auðugt mál og þeir sem eru með hana á valdi sínu geta alltaf fundið svar á íslensku. Þess vegna er áhyggjuefni að á Íslandi virðist sem að þeir sem leita sér upplýsinga, þjónustu eða leiðsagnar á íslensku verði að hafa enskuna til jafns og íslenskuna ef þeir ætla að fá svörin. Það eru engar reglur um að upplýsingaskilti skuli að jafnaði vera á íslensku, þegar þjónustu er leitað á kaffihúsi eða veitingahúsi verður enskan að vera jafn tiltæk og lengi mætti telja. En hver er hvatinn fyrir innflytjendur að læra íslensku þegar þeir fá ekki tækifæri til að nota íslenskuna á Íslandi? Íslenska er opinbert mál, ásamt íslenska táknmálinu samkvæmt lögum. Það er á ábyrgð stjórnvalda og okkar að unnt sé að nota hana á öllum sviðum íslensks samfélags. Því er mikilvægt að fólk sem sest hér að, með annað móðurmál, nái að tileinka sér íslenskuna. Fólk á öllum aldri þarf á henni að halda bæði í leik og starfi. Það mikilvægasta, þegar kemur að inngildingu og móttöku erlendra íbúa, er að skapa aðstæður til að tileinka sér þjóðtunguna. Til þess eru margar leiðir og engin best, en versta leiðin er að útiloka íslenskuna úr okkar daglega samtali. Gefum íslenskunni séns Það er ákall í þjóðfélaginu um að styrkja stöðu íslenskrar tungu, ekki bara til að viðhalda þessu tungumáli sem er með elstu tungumálum í heimi heldur er þetta þjóðtungan og það er einfaldlega léttara að lifa og starfa hér á landi ef við tileinkum okkur málið, þetta á við um okkur öll, líka okkur íslensku móðurmálshafana, því kunnátta okkar í tungumálinu virðist vera að dala. Til þess að treysta málið í sessi verðum við öll að axla ábyrgð, við erum jú öll almannakennarar þegar kemur að tungumálinu. Tungumál lærist best með því að iðka það. Það er líka okkar að auka meðvitund og virkni samfélagsins við að hjálpa fólki við máltileinkun íslensku. Áfram er það réttur fólks að geta nýtt sitt móðurmál þegar það er að ná fram persónulegum réttindum, til að mynda í heilbrigðiskerfinu og í samskiptum við stofnanir. Gefum íslensku séns, 16. nóvember, 5. janúar, 12. júní og alla hina daga ársins. Höfundur er verkefnastjóri Gefum íslensku séns á Ísafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Íslensk tunga Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Dagur íslenskrar tungu – Gefum íslensku séns Í ár eru liðin 30 ár síðan ríkisstjórn Íslands ákvað að helga fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, íslenskri tungu. Síðan þá hafa stjórnvöld beitt sér árlega fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls sem átti að beina kastljósi okkar að stöðu tungunnar, gildi hennar fyrir þjóðarvitund og menningu. Þrátt fyrir þessa áherslu í 30 ár erum við enn uggandi yfir stöðu þjóðtungunnar og virðumst ráðþrota. Þó skal ekki gera lítið úr áhrifum þess kastljóss sem hefur verið sett á málefnið þessa áratugi en ljóst er að við verðum að gera betur. Að leita svara á íslensku Íslenskan er auðugt mál og þeir sem eru með hana á valdi sínu geta alltaf fundið svar á íslensku. Þess vegna er áhyggjuefni að á Íslandi virðist sem að þeir sem leita sér upplýsinga, þjónustu eða leiðsagnar á íslensku verði að hafa enskuna til jafns og íslenskuna ef þeir ætla að fá svörin. Það eru engar reglur um að upplýsingaskilti skuli að jafnaði vera á íslensku, þegar þjónustu er leitað á kaffihúsi eða veitingahúsi verður enskan að vera jafn tiltæk og lengi mætti telja. En hver er hvatinn fyrir innflytjendur að læra íslensku þegar þeir fá ekki tækifæri til að nota íslenskuna á Íslandi? Íslenska er opinbert mál, ásamt íslenska táknmálinu samkvæmt lögum. Það er á ábyrgð stjórnvalda og okkar að unnt sé að nota hana á öllum sviðum íslensks samfélags. Því er mikilvægt að fólk sem sest hér að, með annað móðurmál, nái að tileinka sér íslenskuna. Fólk á öllum aldri þarf á henni að halda bæði í leik og starfi. Það mikilvægasta, þegar kemur að inngildingu og móttöku erlendra íbúa, er að skapa aðstæður til að tileinka sér þjóðtunguna. Til þess eru margar leiðir og engin best, en versta leiðin er að útiloka íslenskuna úr okkar daglega samtali. Gefum íslenskunni séns Það er ákall í þjóðfélaginu um að styrkja stöðu íslenskrar tungu, ekki bara til að viðhalda þessu tungumáli sem er með elstu tungumálum í heimi heldur er þetta þjóðtungan og það er einfaldlega léttara að lifa og starfa hér á landi ef við tileinkum okkur málið, þetta á við um okkur öll, líka okkur íslensku móðurmálshafana, því kunnátta okkar í tungumálinu virðist vera að dala. Til þess að treysta málið í sessi verðum við öll að axla ábyrgð, við erum jú öll almannakennarar þegar kemur að tungumálinu. Tungumál lærist best með því að iðka það. Það er líka okkar að auka meðvitund og virkni samfélagsins við að hjálpa fólki við máltileinkun íslensku. Áfram er það réttur fólks að geta nýtt sitt móðurmál þegar það er að ná fram persónulegum réttindum, til að mynda í heilbrigðiskerfinu og í samskiptum við stofnanir. Gefum íslensku séns, 16. nóvember, 5. janúar, 12. júní og alla hina daga ársins. Höfundur er verkefnastjóri Gefum íslensku séns á Ísafirði.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun