Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar 13. nóvember 2025 12:32 Undanfarið hefur Vegagerðin haldið kynningarfundi um Sundabraut, þar sem fjallað var um umhverfismat og drög að aðalskipulagsbreytingu. Sem íbúi í Langholtshverfi hefur undirrituð áhuga á verkefninu og hag af því að vandað verði til verka ef ráðist verður í framkvæmdir. Fundir Vegagerðarinnar hafa leitt margt í ljós, aðallega hversu mikinn áhuga Vegagerðin hefur haft á brúarlausnum á kostnað gangalausna, en brú mun hafa mikil áhrif á íbúðahverfi borgarinnar, starfsemi á hafnarsvæðinu sem og Viðeyjarsund. En snúum okkur að mögulegum gangalausnum fyrir Sundabraut. Í samtali við sérfræðinga Eflu verkfræðistofu eftir að fundartíma lauk voru bornar upp spurningar um það af hverju væri verið að leggja það til að setja gangamunni inn í gróið íbúðahverfi, t.d. við Dalbraut og Holtaveg, en ekki nær Sæbraut og Myndlistarskólanum við Klettagarða. Í svörum kom í ljós að það myndi ekki henta flutningsaðilum á svæðinu. Svona svör frá þeim aðilum sem vinna að skýrslum sem síðar eru kynnt almenningi varpa ljósi á það sem íbúasamtök hafa margsinnis bent á; að ekki er tekið jafn mikið tillit til hagsmuna íbúa í þeim hverfum sem framkvæmdin snertir hvað mest og atvinnustarfsemi. Að sjálfsögðu eru flutningafyrirtæki og önnur fyrirtæki á svæðinu fyrir neðan Sæbraut mikilvægir hagsmunaaðilar í þessu stóra verkefni, en það má ekki vera svoleiðis að þeirra hagsmunir vegi þyngra en íbúa. Er það samfélagið sem við viljum búa við í Reykjavík? Þær tvær aðalleiðir sem kynntar hafa verið og fólk er beðið um að taka afstöðu til eru í raun báðar skelfilegar fyrir íbúa Langholtshverfis og Laugarneshverfis. Þessi hverfi eru gömul og gróin og voru byggð löngu áður en hugmyndir um Sundabraut byrjuðu að fara á flug. Fyrir neðan Sæbraut, þ.e.a.s. norðan við hana er engin íbúðabyggð alveg frá Vogabyggð og alla leið niður í miðbæ. Raunar er nær öll strandlengja Reykjavíkur frátekin fyrir atvinnustarfsemi og það að stilla aðeins upp kostum þar sem umferð er beint inn í íbúðabyggð, en ekki bjóða upp á valkost þar sem aðkoma að Sundabraut liggur fjær íbúum og nær hafnarsvæði og öðru atvinnusvæði er óskiljanlegt og ber keim af gerræðistilburðum af hálfu Vegagerðarinnar og yfirvalda. Þegar kemur að skipulagsmálum þá er upplifunin oft sú að hagur íbúa fái ekki jafn hátt vægi og hagur atvinnurekenda og fjármagnseiganda. Sú spurning hefur læðst upp í hugann á undirritaðri hvort Reykjavík sé borg sem er yfir höfuð hönnuð fyrir íbúa hennar? Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sundabraut Reykjavík Mosfellsbær Vegagerð Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur Vegagerðin haldið kynningarfundi um Sundabraut, þar sem fjallað var um umhverfismat og drög að aðalskipulagsbreytingu. Sem íbúi í Langholtshverfi hefur undirrituð áhuga á verkefninu og hag af því að vandað verði til verka ef ráðist verður í framkvæmdir. Fundir Vegagerðarinnar hafa leitt margt í ljós, aðallega hversu mikinn áhuga Vegagerðin hefur haft á brúarlausnum á kostnað gangalausna, en brú mun hafa mikil áhrif á íbúðahverfi borgarinnar, starfsemi á hafnarsvæðinu sem og Viðeyjarsund. En snúum okkur að mögulegum gangalausnum fyrir Sundabraut. Í samtali við sérfræðinga Eflu verkfræðistofu eftir að fundartíma lauk voru bornar upp spurningar um það af hverju væri verið að leggja það til að setja gangamunni inn í gróið íbúðahverfi, t.d. við Dalbraut og Holtaveg, en ekki nær Sæbraut og Myndlistarskólanum við Klettagarða. Í svörum kom í ljós að það myndi ekki henta flutningsaðilum á svæðinu. Svona svör frá þeim aðilum sem vinna að skýrslum sem síðar eru kynnt almenningi varpa ljósi á það sem íbúasamtök hafa margsinnis bent á; að ekki er tekið jafn mikið tillit til hagsmuna íbúa í þeim hverfum sem framkvæmdin snertir hvað mest og atvinnustarfsemi. Að sjálfsögðu eru flutningafyrirtæki og önnur fyrirtæki á svæðinu fyrir neðan Sæbraut mikilvægir hagsmunaaðilar í þessu stóra verkefni, en það má ekki vera svoleiðis að þeirra hagsmunir vegi þyngra en íbúa. Er það samfélagið sem við viljum búa við í Reykjavík? Þær tvær aðalleiðir sem kynntar hafa verið og fólk er beðið um að taka afstöðu til eru í raun báðar skelfilegar fyrir íbúa Langholtshverfis og Laugarneshverfis. Þessi hverfi eru gömul og gróin og voru byggð löngu áður en hugmyndir um Sundabraut byrjuðu að fara á flug. Fyrir neðan Sæbraut, þ.e.a.s. norðan við hana er engin íbúðabyggð alveg frá Vogabyggð og alla leið niður í miðbæ. Raunar er nær öll strandlengja Reykjavíkur frátekin fyrir atvinnustarfsemi og það að stilla aðeins upp kostum þar sem umferð er beint inn í íbúðabyggð, en ekki bjóða upp á valkost þar sem aðkoma að Sundabraut liggur fjær íbúum og nær hafnarsvæði og öðru atvinnusvæði er óskiljanlegt og ber keim af gerræðistilburðum af hálfu Vegagerðarinnar og yfirvalda. Þegar kemur að skipulagsmálum þá er upplifunin oft sú að hagur íbúa fái ekki jafn hátt vægi og hagur atvinnurekenda og fjármagnseiganda. Sú spurning hefur læðst upp í hugann á undirritaðri hvort Reykjavík sé borg sem er yfir höfuð hönnuð fyrir íbúa hennar? Höfundur er hagfræðingur.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun