Launajafnrétti kynjanna – barátta í hálfa öld Guðbjartur Hannesson skrifar 22. október 2011 06:00 Barátta fyrir launajafnrétti kynjanna á sér langa sögu, oft þyrnum stráða. Ég fer þó ekki lengra aftur í tímann en hálfa öld, til að rifja upp þegar Alþingi samþykkti árið 1961 lög um launajöfnuð kvenna og karla. Laun kvenna skyldu hækka í áföngum til jafns við laun karla fyrir sömu störf í almennri verkakvennavinnu, verksmiðjuvinnu og verslunar- og skrifstofuvinnu, fyrst með hækkun um 1/6 hluta launamismunarins og síðan árlega þar til fullum launajöfnuði væri náð árið 1967. Frumvarpshöfundar voru ómyrkir í máli og skrifuðu í greinargerð að barátta fyrir launajafnrétti kynja væri barátta fyrir fullkomlega jöfnum mannréttindum: „Þegar endanlegur sigur hefur unnizt í þessari baráttu, er jafnréttisbaráttunni lokið, því að á öðrum sviðum mannréttinda hafa konur fyrir löngu öðlazt sama rétt og karlar.“ Óhætt er að segja að sínum augum lítur hver silfrið. Í greinargerðinni var vísað til fullgildingar Íslands á jafnlaunasamþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar sem fól í sér regluna um jöfn laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf. Var þetta sagt allt of flókið því sífellt þyrfti að leggja mat á verðmæti margbreytilegra starfa karla og kvenna og um það myndu eflaust rísa deilur: „Þetta frumvarp grundvallast því á reglunni um sömu laun fyrir sams konar störf, en hafnar að leysa málið á hinum flókna og ófullnægjandi grundvelli reglunnar um sömu laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf.“ Með setningu jafnréttislaga 1976 var loks kveðið á um sömu laun og sömu kjör kvenna og karla fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Samt er launamisrétti enn staðreynd. Nýleg könnun VR sýnir 15,3% mun á heildarlaunum karla og kvenna og kynbundinn launamun sem nemur 10,6%, þ.e. sá munur sem ekki á sér aðra skýringu en kynferði launamanns. Könnun SFR árið 2011 sýnir að heildarlaun kvenna í fullu starfi eru 24% lægri en hjá körlum og kynbundinn launamunur í félaginu mælist 13,2%. Margt býr í þokunniÞað er almennt viðurkennt að launajafnrétti kynja sé eitt brýnasta jafnréttismál samfélagsins. Lagalegri fyrirstöðu hefur fyrir löngu verið útrýmt en augljóslega þarf margt fleira að koma til. Viðhorf skipta miklu máli um árangur, jafnt viðhorf karla og kvenna. Viðhorfum er erfitt að breyta en hægt er að styðja við og flýta fyrir viðhorfsbreytingum með ýmsum aðgerðum. Miklu skiptir að varpa ljósi á misréttið sem er fyrir hendi með reglulegri upplýsingagjöf. Þetta er gert varðandi kynbundinn launamun, hlutföll kynja í nefndum, ráðum, stjórnum og stjórnunarstöðum, þátttöku kynja í stjórnmálum o.fl. Hægt er að beita stjórnvaldsaðgerðum þar sem augljóst er að annað kynið ber skarðan hlut frá borði. Þetta hefur til dæmis verið gert með lagasetningu um hlutfall kynja í nefndum, ráðum og stjórnum hins opinbera og nýlegri löggjöf um kynjahlutföll í stjórnum hlutafélaga. Launaákvarðanir þurfa að vera réttlátar, gegnsæjar og málefnalegar. Með nýjum jafnréttislögum árið 2008 var lögfest ákvæði um að starfsfólki sé alltaf heimilt að skýra frá launakjörum sínum ef það kýs svo. Þar með er launagreiðendum óheimilt að gera ráðningarsamninga sem kveða á um launaleynd. Þetta skiptir máli, því margt býr í þokunni og þar hefur kynbundinn launamunur þrifist vel í gegnum tíðina. Ráðherranefnd um jafnrétti kynja hefur lýst áhyggjum sínum af því hve treglega gengur að vinna bug á launamun kynja. Nefndin samþykkti því fyrir skömmu að gerð yrði áætlun með tímasettum aðgerðum til að draga úr launamisrétti kynja og á hún að liggja fyrir um næstu áramót. Framkvæmdanefnd hefur verið falið að vinna verkið undir formennsku velferðarráðuneytisins ásamt fulltrúum forsætis-, fjármála- og innanríkisráðuneytis og Jafnréttisstofu. Eðli málsins samkvæmt ber henni að hafa samráð við aðila vinnumarkaðarins auk þess sem henni er heimilt að kalla sérfræðinga til aðstoðar eftir þörfum. Við náum árangriJafnréttisbaráttunni verður seint lokið að fullu, þrátt fyrir bjartsýni þeirra sem settu lögin um launajöfnuð árið 1961. Okkur miðar þó áfram, hægt en örugglega. Fjölmargir þættir vinna saman, hvort sem litið er til menntunar kvenna, aukinnar þátttöku þeirra í stjórnmálum, atvinnulífi og ýmsum áhrifastöðum í samfélaginu. Með einbeittum vilja stjórnvalda og virkri þátttöku aðila vinnumarkaðarins jafnt sem almennings náum við árangri þar sem jafnrétti kynjanna á öllum sviðum samfélagsins verður körlum og konum eðlilegt og sjálfsagt, jafnt í fjölskyldulífi, atvinnulífi sem öllum öðrum sviðum mannlífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Barátta fyrir launajafnrétti kynjanna á sér langa sögu, oft þyrnum stráða. Ég fer þó ekki lengra aftur í tímann en hálfa öld, til að rifja upp þegar Alþingi samþykkti árið 1961 lög um launajöfnuð kvenna og karla. Laun kvenna skyldu hækka í áföngum til jafns við laun karla fyrir sömu störf í almennri verkakvennavinnu, verksmiðjuvinnu og verslunar- og skrifstofuvinnu, fyrst með hækkun um 1/6 hluta launamismunarins og síðan árlega þar til fullum launajöfnuði væri náð árið 1967. Frumvarpshöfundar voru ómyrkir í máli og skrifuðu í greinargerð að barátta fyrir launajafnrétti kynja væri barátta fyrir fullkomlega jöfnum mannréttindum: „Þegar endanlegur sigur hefur unnizt í þessari baráttu, er jafnréttisbaráttunni lokið, því að á öðrum sviðum mannréttinda hafa konur fyrir löngu öðlazt sama rétt og karlar.“ Óhætt er að segja að sínum augum lítur hver silfrið. Í greinargerðinni var vísað til fullgildingar Íslands á jafnlaunasamþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar sem fól í sér regluna um jöfn laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf. Var þetta sagt allt of flókið því sífellt þyrfti að leggja mat á verðmæti margbreytilegra starfa karla og kvenna og um það myndu eflaust rísa deilur: „Þetta frumvarp grundvallast því á reglunni um sömu laun fyrir sams konar störf, en hafnar að leysa málið á hinum flókna og ófullnægjandi grundvelli reglunnar um sömu laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf.“ Með setningu jafnréttislaga 1976 var loks kveðið á um sömu laun og sömu kjör kvenna og karla fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Samt er launamisrétti enn staðreynd. Nýleg könnun VR sýnir 15,3% mun á heildarlaunum karla og kvenna og kynbundinn launamun sem nemur 10,6%, þ.e. sá munur sem ekki á sér aðra skýringu en kynferði launamanns. Könnun SFR árið 2011 sýnir að heildarlaun kvenna í fullu starfi eru 24% lægri en hjá körlum og kynbundinn launamunur í félaginu mælist 13,2%. Margt býr í þokunniÞað er almennt viðurkennt að launajafnrétti kynja sé eitt brýnasta jafnréttismál samfélagsins. Lagalegri fyrirstöðu hefur fyrir löngu verið útrýmt en augljóslega þarf margt fleira að koma til. Viðhorf skipta miklu máli um árangur, jafnt viðhorf karla og kvenna. Viðhorfum er erfitt að breyta en hægt er að styðja við og flýta fyrir viðhorfsbreytingum með ýmsum aðgerðum. Miklu skiptir að varpa ljósi á misréttið sem er fyrir hendi með reglulegri upplýsingagjöf. Þetta er gert varðandi kynbundinn launamun, hlutföll kynja í nefndum, ráðum, stjórnum og stjórnunarstöðum, þátttöku kynja í stjórnmálum o.fl. Hægt er að beita stjórnvaldsaðgerðum þar sem augljóst er að annað kynið ber skarðan hlut frá borði. Þetta hefur til dæmis verið gert með lagasetningu um hlutfall kynja í nefndum, ráðum og stjórnum hins opinbera og nýlegri löggjöf um kynjahlutföll í stjórnum hlutafélaga. Launaákvarðanir þurfa að vera réttlátar, gegnsæjar og málefnalegar. Með nýjum jafnréttislögum árið 2008 var lögfest ákvæði um að starfsfólki sé alltaf heimilt að skýra frá launakjörum sínum ef það kýs svo. Þar með er launagreiðendum óheimilt að gera ráðningarsamninga sem kveða á um launaleynd. Þetta skiptir máli, því margt býr í þokunni og þar hefur kynbundinn launamunur þrifist vel í gegnum tíðina. Ráðherranefnd um jafnrétti kynja hefur lýst áhyggjum sínum af því hve treglega gengur að vinna bug á launamun kynja. Nefndin samþykkti því fyrir skömmu að gerð yrði áætlun með tímasettum aðgerðum til að draga úr launamisrétti kynja og á hún að liggja fyrir um næstu áramót. Framkvæmdanefnd hefur verið falið að vinna verkið undir formennsku velferðarráðuneytisins ásamt fulltrúum forsætis-, fjármála- og innanríkisráðuneytis og Jafnréttisstofu. Eðli málsins samkvæmt ber henni að hafa samráð við aðila vinnumarkaðarins auk þess sem henni er heimilt að kalla sérfræðinga til aðstoðar eftir þörfum. Við náum árangriJafnréttisbaráttunni verður seint lokið að fullu, þrátt fyrir bjartsýni þeirra sem settu lögin um launajöfnuð árið 1961. Okkur miðar þó áfram, hægt en örugglega. Fjölmargir þættir vinna saman, hvort sem litið er til menntunar kvenna, aukinnar þátttöku þeirra í stjórnmálum, atvinnulífi og ýmsum áhrifastöðum í samfélaginu. Með einbeittum vilja stjórnvalda og virkri þátttöku aðila vinnumarkaðarins jafnt sem almennings náum við árangri þar sem jafnrétti kynjanna á öllum sviðum samfélagsins verður körlum og konum eðlilegt og sjálfsagt, jafnt í fjölskyldulífi, atvinnulífi sem öllum öðrum sviðum mannlífsins.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun