Vinnuvernd og ábyrgð atvinnurekenda 26. október 2011 06:00 Ísland hefur tekið virkan þátt í evrópskri vinnuverndarviku sem Evrópusambandið hefur staðið fyrir árlega frá árinu 2000. Viðfangsefni vinnuverndarvikunnar í ár snýst um viðhald og viðgerðir véla og tækja og öryggi þeirra sem sinna viðhaldsvinnu, oft við erfiðar aðstæður og undir miklu álagi. Samkvæmt upplýsingum Vinnuverndarstofnunar Evrópu er talið að 15–20% allra vinnuslysa tengist viðhaldsvinnu og um 10–15% allra banaslysa. Hér er því mikið í húfi og mikill ávinningur fólginn í öflugu forvarnarstarfi. Vinnueftirlit ríkisins er miðstöð vinnuverndarstarfs í landinu og sinnir fjölbreyttum verkefnum á því sviði. Stofnunin ber ábyrgð á framkvæmd laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og gegnir því ríku eftirlitshlutverki samhliða því að sinna fræðslu um vinnuvernd og vinna að rannsóknum á þessu sviði. Eftirlitshlutverk Vinnueftirlitsins er mikilvægt og stofnunin hefur ýmis úrræði sem hún getur gripið til ef öryggi á vinnustöðum er áfátt. Fræðsluhlutverk stofnunarinnar vegur þó ef til vill þyngst, því árangur á sviði vinnuverndar veltur á því að stjórnendur og starfsfólk vinnustaða sé vel upplýst og meðvitað um þær hættur sem eru fyrir hendi í vinnuumhverfinu, hvernig megi forðast þær og hvaða aðgerðir og úrræði stuðla að öryggi á vinnustað. Enn eitt mikilvægt hlutverk Vinnueftirlitsins felst í því að fylgja eftir skráningu upplýsinga um vinnuslys sem atvinnurekendum er skylt að tilkynna til stofnunarinnar samkvæmt lögum. Vinnuvernd spannar vítt svið og er í eðli sínu flókin. Þetta segir sig sjálft þegar maður leiðir hugann að fjölbreytni atvinnulífsins þar sem fólk starfar við flókin tæki og vélbúnað, notar margvísleg verkfæri, stýrir þungavinnuvélum, vinnur í mikilli hæð, meðhöndlar hættuleg efni og svo mætti lengi telja. Mikill fjöldi reglna og reglugerða heyra undir vinnuverndarlöggjöfina sem brýnt er að farið sé eftir undir öllum kringumstæðum. Skyndilegar bilanir véla og tækja geta skapað hættuástand á vinnustað. Oft er mikið í húfi þegar bilun veldur því að stöðva þarf framleiðslu eða gera hlé á framkvæmdum. Þessar aðstæður geta skapað mikinn þrýsting á þá sem sinna viðhaldi og viðgerðum, að finna orsökina sem fyrst og koma hlutunum í lag. Miklu skiptir að álag af þessum völdum leiði ekki til þess að nauðsynlegum öryggisráðstöfunum sé ýtt til hliðar, því þá er voðinn vís. Kerfisbundið eftirlit og viðhald er ein mikilvægasta leiðin til að fyrirbyggja óvæntar bilanir og óvissuástand sem af því getur hlotist. Áhersla evrópsku vinnuverndarvikunnar er á þessa þætti og hefur Vinnueftirlitið sett upp metnaðarfulla dagskrá í tilefni hennar. Áhersla er lögð á heimsóknir í fyrirtæki þar sem þessi mál eru kynnt stjórnendum og fulltrúum starfsmanna auk ýmissa annarra leiða til að koma á framfæri fræðslu og upplýsingum um örugga viðhaldsvinnu. Vinnueftirlitið vekur einnig athygli á því sem vel er gert með því að veita viðurkenningu þeim fyrirtækjum sem skarað hafa fram úr á þessu sviði. Frá því að lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum voru sett hér á landi og tóku gildi árið 1981 hefur verið lyft grettistaki á sviði vinnuverndar. Vinnuvernd er forvarnarstarf sem fæstir leiða hugann að dags daglega þegar lífið gengur sinn vanagang. Þau slys sem tekst að fyrirbyggja með öflugu vinnuverndarstarfi vekja skiljanlega enga athygli og komast ekki í fréttir. Það er hins vegar mikilvægt að atvinnurekendur eigi reglulegt og gott samstarf við Vinnueftirlitið, sæki þangað ráðgjöf og leiðbeiningar eftir þörfum, hlíti fyrirmælum stofnunarinnar og sýni jafnframt frumkvæði í því að auka öryggi á vinnustað. Í þessum málum gildir að engar fréttir eru góðar fréttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Ísland hefur tekið virkan þátt í evrópskri vinnuverndarviku sem Evrópusambandið hefur staðið fyrir árlega frá árinu 2000. Viðfangsefni vinnuverndarvikunnar í ár snýst um viðhald og viðgerðir véla og tækja og öryggi þeirra sem sinna viðhaldsvinnu, oft við erfiðar aðstæður og undir miklu álagi. Samkvæmt upplýsingum Vinnuverndarstofnunar Evrópu er talið að 15–20% allra vinnuslysa tengist viðhaldsvinnu og um 10–15% allra banaslysa. Hér er því mikið í húfi og mikill ávinningur fólginn í öflugu forvarnarstarfi. Vinnueftirlit ríkisins er miðstöð vinnuverndarstarfs í landinu og sinnir fjölbreyttum verkefnum á því sviði. Stofnunin ber ábyrgð á framkvæmd laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og gegnir því ríku eftirlitshlutverki samhliða því að sinna fræðslu um vinnuvernd og vinna að rannsóknum á þessu sviði. Eftirlitshlutverk Vinnueftirlitsins er mikilvægt og stofnunin hefur ýmis úrræði sem hún getur gripið til ef öryggi á vinnustöðum er áfátt. Fræðsluhlutverk stofnunarinnar vegur þó ef til vill þyngst, því árangur á sviði vinnuverndar veltur á því að stjórnendur og starfsfólk vinnustaða sé vel upplýst og meðvitað um þær hættur sem eru fyrir hendi í vinnuumhverfinu, hvernig megi forðast þær og hvaða aðgerðir og úrræði stuðla að öryggi á vinnustað. Enn eitt mikilvægt hlutverk Vinnueftirlitsins felst í því að fylgja eftir skráningu upplýsinga um vinnuslys sem atvinnurekendum er skylt að tilkynna til stofnunarinnar samkvæmt lögum. Vinnuvernd spannar vítt svið og er í eðli sínu flókin. Þetta segir sig sjálft þegar maður leiðir hugann að fjölbreytni atvinnulífsins þar sem fólk starfar við flókin tæki og vélbúnað, notar margvísleg verkfæri, stýrir þungavinnuvélum, vinnur í mikilli hæð, meðhöndlar hættuleg efni og svo mætti lengi telja. Mikill fjöldi reglna og reglugerða heyra undir vinnuverndarlöggjöfina sem brýnt er að farið sé eftir undir öllum kringumstæðum. Skyndilegar bilanir véla og tækja geta skapað hættuástand á vinnustað. Oft er mikið í húfi þegar bilun veldur því að stöðva þarf framleiðslu eða gera hlé á framkvæmdum. Þessar aðstæður geta skapað mikinn þrýsting á þá sem sinna viðhaldi og viðgerðum, að finna orsökina sem fyrst og koma hlutunum í lag. Miklu skiptir að álag af þessum völdum leiði ekki til þess að nauðsynlegum öryggisráðstöfunum sé ýtt til hliðar, því þá er voðinn vís. Kerfisbundið eftirlit og viðhald er ein mikilvægasta leiðin til að fyrirbyggja óvæntar bilanir og óvissuástand sem af því getur hlotist. Áhersla evrópsku vinnuverndarvikunnar er á þessa þætti og hefur Vinnueftirlitið sett upp metnaðarfulla dagskrá í tilefni hennar. Áhersla er lögð á heimsóknir í fyrirtæki þar sem þessi mál eru kynnt stjórnendum og fulltrúum starfsmanna auk ýmissa annarra leiða til að koma á framfæri fræðslu og upplýsingum um örugga viðhaldsvinnu. Vinnueftirlitið vekur einnig athygli á því sem vel er gert með því að veita viðurkenningu þeim fyrirtækjum sem skarað hafa fram úr á þessu sviði. Frá því að lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum voru sett hér á landi og tóku gildi árið 1981 hefur verið lyft grettistaki á sviði vinnuverndar. Vinnuvernd er forvarnarstarf sem fæstir leiða hugann að dags daglega þegar lífið gengur sinn vanagang. Þau slys sem tekst að fyrirbyggja með öflugu vinnuverndarstarfi vekja skiljanlega enga athygli og komast ekki í fréttir. Það er hins vegar mikilvægt að atvinnurekendur eigi reglulegt og gott samstarf við Vinnueftirlitið, sæki þangað ráðgjöf og leiðbeiningar eftir þörfum, hlíti fyrirmælum stofnunarinnar og sýni jafnframt frumkvæði í því að auka öryggi á vinnustað. Í þessum málum gildir að engar fréttir eru góðar fréttir.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun