Lífið

Barði og Keren Ann setja upp óperu í Frakklandi

Barði Jóhannsson og franska söngkonan Keren Ann sömdu óperu sem nú er verið að setja upp í Frakklandi.
Barði Jóhannsson og franska söngkonan Keren Ann sömdu óperu sem nú er verið að setja upp í Frakklandi. Mynd/Taki Bibelas
Barði Jóhannsson og franska söngkonan Keren Ann fengu hugmynd að óperu fyrir fimm árum sem er loksins að verða að veruleika.

„Þetta er risastór framkvæmd og það gengur rosalega vel," segir tónlistarmaðurinn Barði Jóhannsson.

Barði vinnur nú að uppsetningu óperunnar Red Waters ásamt frönsku tónlistarkonunni Keren Ann. Sýningin verður frumsýnd 4. nóvember í Rouen og verður svo sýnd víða um Frakkland. Barði og Keren Ann sömdu verkið, en Sjón vann með þeim að sögunni. Þá kemur þrettán manna sinfóníuhljómsveit, dansarar, íslenskur kór, leikarar, danshöfundar og fatahönnuðir að sýningunni. „Það er fullt af fólki. Þetta er risastór framkvæmd," segir Barði.

Óperan í Rouen og Centre Dramatique National D'Orleans framleiða sýninguna, en hugmyndin kom upp fyrir fimm árum þegar Barði og Keren Ann voru að semja saman.

„Við sömdum lag sem okkur fannst vera hluti af ósaminni óperu," segir hann. „Svo byrjuðum við að spjalla saman um þetta og ég held að síðan séu liðin fimm ár. Þetta er svo stórt verkefni, þannig að það tók langan tíma að semja verkið og að finna framleiðanda sem er tilbúinn til leggja í svona stórt verk."

Barði segir verkið byggt upp eins og óperu að öllu leyti. „Nema það er mikill dans og við látum söngvarana ekki syngja með víbratói," segir hann. „Við ákváðum strax að óska eftir því við söngvarana að sleppa öllu víbratói, það hefur farið í okkur."

atlifannar@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.