Það voru bara tvær mínútur eftir af æfingunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2011 07:00 Einar Ingi Hrafnsson spilar ekki handbolta fyrr en á næsta ári. Mynd/Stefán Það var stutt gaman hjá línumanninum Einari Inga Hrafnssyni sem var valinn í íslenska landsliðið á dögunum. Hann varð fyrir miklu áfalli í fyrrakvöld þegar hann handarbrotnaði á æfingu íslenska landsliðsins. Einar Ingi var að fá sín fyrstu alvöru kynni af A-landsliðinu en átti að baki einn leik með hálfgerðu b-liði sumarið 2009. „Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist. Ég greip boltann og er í baráttu á milli tveggja manna. Það kemur einhver slinkur á puttann og ég hélt fyrst að ég hefði farið í og úr lið. Svo kom í ljós að þetta var brotið. Ég hef fengið eitthvert högg á höndina í þessu krafsi en ég datt samt ekkert á höndina eða neitt,“ sagði Einar Ingi og bætti við: „Ég held að það sé ekki hægt að ímynda sér þetta meira svekkjandi. Þetta er alveg skelfilegt og ég veit ekki hvað ég gerði til þess að verðskulda þetta,“ sagði Einar en slysið gerðist í lok æfingarinnar. „Þetta er þvílík óheppni og það voru bara svona tvær mínútur eftir af æfingunni þegar þetta gerðist. Þetta var algjörlega í restina á æfingunni. Ofan á allt annað er þetta síðan skothöndin,“ sagði Einar. Hann hefur leikið ákaflega vel fyrir félag sitt, Mors Thy, í Danmörku á þessu tímabili og hann viðurkennir að það hafi verið erfitt að hringja út og láta þjálfarann vita af meiðslunum. „Ég var stressaður vegna þessa símtals í morgun. Svona er þetta bara og hann blótaði þessu örugglega í sand og ösku þegar hann var búinn að skella á mig. Hann sýndi mér stuðning á meðan ég talaði við hann,“ sagði Einar en það var strax komin pressa á hann að ná leikjum í lok ársins. „Ég er ekki bjartsýnn á að ég nái að spila þennan leik sem hann vill að ég spili milli jóla og nýárs. Það er bara bull að reyna að taka einhvern einn leik þar og skemma meira fyrir sérstaklega þar sem það kemur pása þarna á eftir,“ segir Einar Ingi en landsliðsdraumurinn er dáinn í bili. „Læknirinn sagði við mig í morgun að gifs-tíminn væri svona fjórar vikur og svo eru sex til sjö vikur þangað til maður getur byrjað að gera eitthvað. Þetta ætti því að gróa án þess að ég þurfi að fara í aðgerð. Ef ég er ekki negldur þá á þetta ekki að há mér neitt í framtíðinni. Þeir vilja samt fá mynd af þessu aftur eftir átta til níu daga til að sjá hvort það sé komin einhver hreyfing á þetta. Ef það verður komin einhver hreyfing á brotið þá þarf að negla þetta,“ segir Einar. Íslenski handboltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Það var stutt gaman hjá línumanninum Einari Inga Hrafnssyni sem var valinn í íslenska landsliðið á dögunum. Hann varð fyrir miklu áfalli í fyrrakvöld þegar hann handarbrotnaði á æfingu íslenska landsliðsins. Einar Ingi var að fá sín fyrstu alvöru kynni af A-landsliðinu en átti að baki einn leik með hálfgerðu b-liði sumarið 2009. „Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist. Ég greip boltann og er í baráttu á milli tveggja manna. Það kemur einhver slinkur á puttann og ég hélt fyrst að ég hefði farið í og úr lið. Svo kom í ljós að þetta var brotið. Ég hef fengið eitthvert högg á höndina í þessu krafsi en ég datt samt ekkert á höndina eða neitt,“ sagði Einar Ingi og bætti við: „Ég held að það sé ekki hægt að ímynda sér þetta meira svekkjandi. Þetta er alveg skelfilegt og ég veit ekki hvað ég gerði til þess að verðskulda þetta,“ sagði Einar en slysið gerðist í lok æfingarinnar. „Þetta er þvílík óheppni og það voru bara svona tvær mínútur eftir af æfingunni þegar þetta gerðist. Þetta var algjörlega í restina á æfingunni. Ofan á allt annað er þetta síðan skothöndin,“ sagði Einar. Hann hefur leikið ákaflega vel fyrir félag sitt, Mors Thy, í Danmörku á þessu tímabili og hann viðurkennir að það hafi verið erfitt að hringja út og láta þjálfarann vita af meiðslunum. „Ég var stressaður vegna þessa símtals í morgun. Svona er þetta bara og hann blótaði þessu örugglega í sand og ösku þegar hann var búinn að skella á mig. Hann sýndi mér stuðning á meðan ég talaði við hann,“ sagði Einar en það var strax komin pressa á hann að ná leikjum í lok ársins. „Ég er ekki bjartsýnn á að ég nái að spila þennan leik sem hann vill að ég spili milli jóla og nýárs. Það er bara bull að reyna að taka einhvern einn leik þar og skemma meira fyrir sérstaklega þar sem það kemur pása þarna á eftir,“ segir Einar Ingi en landsliðsdraumurinn er dáinn í bili. „Læknirinn sagði við mig í morgun að gifs-tíminn væri svona fjórar vikur og svo eru sex til sjö vikur þangað til maður getur byrjað að gera eitthvað. Þetta ætti því að gróa án þess að ég þurfi að fara í aðgerð. Ef ég er ekki negldur þá á þetta ekki að há mér neitt í framtíðinni. Þeir vilja samt fá mynd af þessu aftur eftir átta til níu daga til að sjá hvort það sé komin einhver hreyfing á þetta. Ef það verður komin einhver hreyfing á brotið þá þarf að negla þetta,“ segir Einar.
Íslenski handboltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira