Brugðist við óvæntum sveiflum í rjúpnastofninum Svandís Svavarsdóttir skrifar 2. nóvember 2011 06:00 Elvar Árni Lund, formaður Skotvís, birtir grein í Morgunblaðinu 31. október sl., þar sem hann gagnrýnir ákvörðun umhverfisráðherra um rjúpnaveiðar þetta árið. Ég harma þann misskilning sem mér finnst örla á hjá Elvari og vil því fara yfir aðdraganda ákvörðunar um rjúpnaveiðar þetta árið. Það skiptir miklu máli að traust ríki á milli stjórnvalda og veiðimanna í þessum efnum. Stjórnvöldum ber skylda út frá náttúruverndarsjónarmiðum að tryggja að athafnir mannsins höggvi ekki of stór skörð í dýrastofna og nýting þeirra sé með sjálfbærum hætti. Sú nýbreytni varð við ákvörðun á fyrirkomulagi rjúpnaveiða haustið 2009, að gert var ráð fyrir að ákvörðunin gilti til þriggja ára, nema að óvænt þróun yrði í rjúpnastofninum á þeim tíma. Þegar umhverfisráðuneytinu bárust ráðleggingar Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) 7. september kom fram að stærð veiðistofnsins virtist hafa dregist saman um ríflega helming á milli ára. Lagði NÍ til þrjár leiðir í stöðunni; í fyrsta lagi óbreytt 18 daga veiðitímabil, í öðru lagi fækkun veiðidaga, t.d. um helming, og í þriðja lagi að rjúpnaveiðum yrði hætt. Sérfræðingar NÍ og Umhverfisstofnunar (UST) mættu á fund í umhverfisráðuneytinu 20. september, þar sem UST lagði fram útfærslu á tillögu um 18 veiðidaga. Taldi ég sveiflu í rjúpnastofninum vera meiri en svo að hægt væri að láta athugunarlaust, en jafnframt fulllangt gengið að banna veiðar með öllu. Því óskaði ég eftir útfærslu sérfræðinga NÍ og UST á níu daga veiðitíma á rjúpu þetta árið. Tillaga stofnananna tveggja lá fyrir 29. september og voru lögboðnir hagsmunaaðilar þá þegar boðaðir á fund um málið. Þann 30. september fundaði ráðuneytið með hagsmunaaðilum, þ.e. fulltrúum frá Skotvís, Bændasamtökunum og Fuglavernd. Þar tilkynnti ég ákvörðun um níu daga veiðitímabil og bað hagsmunaaðila um útfærslu á fyrirkomulaginu, svo hægt væri að taka endanlega ákvörðun fyrir 5. október. Þær athugasemdir sem bárust sneru allar að breytingum á fjölda daga, en ekki með slíkum rökum að sérfræðingar ráðuneytisins legðu til að horfið yrði frá níu daga útfærslunni – enda ljóst að rjúpnastofninn þyrfti strangari veiðistjórnun en áður. Því var farið að tillögu Náttúrufræðistofnunar og Umhverfisstofnunar við endanlega ákvörðun, sem kynnt var 5. október. Almennt er mikill skilningur í samfélaginu á mikilvægi þess að ganga vel um rjúpnastofninn og fara veiðimenn og samtök þeirra þar framarlega í flokki. Samstarf stjórnvalda við Skotvís hefur verið gott og ber að þakka fyrir það. Eins og fram kom þegar ákvörðun um veiðar var kynnt, hyggst ég boða til frekara samstarfs, þar sem skoðað verður hvernig rjúpnaveiðum verði best hagað á komandi árum. Ég tek undir með formanni Skotvís, að slæmt sé að það þurfi að handstýra ákvörðun um rjúpnaveiðar svo skömmu fyrir veiðitímabilið ár hvert. Bind ég vonir við að samstarf sérfræðinga og hagsmunaaðila geti á næstu vikum og mánuðum fundið nýjar lausnir við skipulag rjúpnaveiða, svo hægt sé að stunda þær á sjálfbæran hátt um ókomna tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
Elvar Árni Lund, formaður Skotvís, birtir grein í Morgunblaðinu 31. október sl., þar sem hann gagnrýnir ákvörðun umhverfisráðherra um rjúpnaveiðar þetta árið. Ég harma þann misskilning sem mér finnst örla á hjá Elvari og vil því fara yfir aðdraganda ákvörðunar um rjúpnaveiðar þetta árið. Það skiptir miklu máli að traust ríki á milli stjórnvalda og veiðimanna í þessum efnum. Stjórnvöldum ber skylda út frá náttúruverndarsjónarmiðum að tryggja að athafnir mannsins höggvi ekki of stór skörð í dýrastofna og nýting þeirra sé með sjálfbærum hætti. Sú nýbreytni varð við ákvörðun á fyrirkomulagi rjúpnaveiða haustið 2009, að gert var ráð fyrir að ákvörðunin gilti til þriggja ára, nema að óvænt þróun yrði í rjúpnastofninum á þeim tíma. Þegar umhverfisráðuneytinu bárust ráðleggingar Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) 7. september kom fram að stærð veiðistofnsins virtist hafa dregist saman um ríflega helming á milli ára. Lagði NÍ til þrjár leiðir í stöðunni; í fyrsta lagi óbreytt 18 daga veiðitímabil, í öðru lagi fækkun veiðidaga, t.d. um helming, og í þriðja lagi að rjúpnaveiðum yrði hætt. Sérfræðingar NÍ og Umhverfisstofnunar (UST) mættu á fund í umhverfisráðuneytinu 20. september, þar sem UST lagði fram útfærslu á tillögu um 18 veiðidaga. Taldi ég sveiflu í rjúpnastofninum vera meiri en svo að hægt væri að láta athugunarlaust, en jafnframt fulllangt gengið að banna veiðar með öllu. Því óskaði ég eftir útfærslu sérfræðinga NÍ og UST á níu daga veiðitíma á rjúpu þetta árið. Tillaga stofnananna tveggja lá fyrir 29. september og voru lögboðnir hagsmunaaðilar þá þegar boðaðir á fund um málið. Þann 30. september fundaði ráðuneytið með hagsmunaaðilum, þ.e. fulltrúum frá Skotvís, Bændasamtökunum og Fuglavernd. Þar tilkynnti ég ákvörðun um níu daga veiðitímabil og bað hagsmunaaðila um útfærslu á fyrirkomulaginu, svo hægt væri að taka endanlega ákvörðun fyrir 5. október. Þær athugasemdir sem bárust sneru allar að breytingum á fjölda daga, en ekki með slíkum rökum að sérfræðingar ráðuneytisins legðu til að horfið yrði frá níu daga útfærslunni – enda ljóst að rjúpnastofninn þyrfti strangari veiðistjórnun en áður. Því var farið að tillögu Náttúrufræðistofnunar og Umhverfisstofnunar við endanlega ákvörðun, sem kynnt var 5. október. Almennt er mikill skilningur í samfélaginu á mikilvægi þess að ganga vel um rjúpnastofninn og fara veiðimenn og samtök þeirra þar framarlega í flokki. Samstarf stjórnvalda við Skotvís hefur verið gott og ber að þakka fyrir það. Eins og fram kom þegar ákvörðun um veiðar var kynnt, hyggst ég boða til frekara samstarfs, þar sem skoðað verður hvernig rjúpnaveiðum verði best hagað á komandi árum. Ég tek undir með formanni Skotvís, að slæmt sé að það þurfi að handstýra ákvörðun um rjúpnaveiðar svo skömmu fyrir veiðitímabilið ár hvert. Bind ég vonir við að samstarf sérfræðinga og hagsmunaaðila geti á næstu vikum og mánuðum fundið nýjar lausnir við skipulag rjúpnaveiða, svo hægt sé að stunda þær á sjálfbæran hátt um ókomna tíð.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar