Brugðist við óvæntum sveiflum í rjúpnastofninum Svandís Svavarsdóttir skrifar 2. nóvember 2011 06:00 Elvar Árni Lund, formaður Skotvís, birtir grein í Morgunblaðinu 31. október sl., þar sem hann gagnrýnir ákvörðun umhverfisráðherra um rjúpnaveiðar þetta árið. Ég harma þann misskilning sem mér finnst örla á hjá Elvari og vil því fara yfir aðdraganda ákvörðunar um rjúpnaveiðar þetta árið. Það skiptir miklu máli að traust ríki á milli stjórnvalda og veiðimanna í þessum efnum. Stjórnvöldum ber skylda út frá náttúruverndarsjónarmiðum að tryggja að athafnir mannsins höggvi ekki of stór skörð í dýrastofna og nýting þeirra sé með sjálfbærum hætti. Sú nýbreytni varð við ákvörðun á fyrirkomulagi rjúpnaveiða haustið 2009, að gert var ráð fyrir að ákvörðunin gilti til þriggja ára, nema að óvænt þróun yrði í rjúpnastofninum á þeim tíma. Þegar umhverfisráðuneytinu bárust ráðleggingar Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) 7. september kom fram að stærð veiðistofnsins virtist hafa dregist saman um ríflega helming á milli ára. Lagði NÍ til þrjár leiðir í stöðunni; í fyrsta lagi óbreytt 18 daga veiðitímabil, í öðru lagi fækkun veiðidaga, t.d. um helming, og í þriðja lagi að rjúpnaveiðum yrði hætt. Sérfræðingar NÍ og Umhverfisstofnunar (UST) mættu á fund í umhverfisráðuneytinu 20. september, þar sem UST lagði fram útfærslu á tillögu um 18 veiðidaga. Taldi ég sveiflu í rjúpnastofninum vera meiri en svo að hægt væri að láta athugunarlaust, en jafnframt fulllangt gengið að banna veiðar með öllu. Því óskaði ég eftir útfærslu sérfræðinga NÍ og UST á níu daga veiðitíma á rjúpu þetta árið. Tillaga stofnananna tveggja lá fyrir 29. september og voru lögboðnir hagsmunaaðilar þá þegar boðaðir á fund um málið. Þann 30. september fundaði ráðuneytið með hagsmunaaðilum, þ.e. fulltrúum frá Skotvís, Bændasamtökunum og Fuglavernd. Þar tilkynnti ég ákvörðun um níu daga veiðitímabil og bað hagsmunaaðila um útfærslu á fyrirkomulaginu, svo hægt væri að taka endanlega ákvörðun fyrir 5. október. Þær athugasemdir sem bárust sneru allar að breytingum á fjölda daga, en ekki með slíkum rökum að sérfræðingar ráðuneytisins legðu til að horfið yrði frá níu daga útfærslunni – enda ljóst að rjúpnastofninn þyrfti strangari veiðistjórnun en áður. Því var farið að tillögu Náttúrufræðistofnunar og Umhverfisstofnunar við endanlega ákvörðun, sem kynnt var 5. október. Almennt er mikill skilningur í samfélaginu á mikilvægi þess að ganga vel um rjúpnastofninn og fara veiðimenn og samtök þeirra þar framarlega í flokki. Samstarf stjórnvalda við Skotvís hefur verið gott og ber að þakka fyrir það. Eins og fram kom þegar ákvörðun um veiðar var kynnt, hyggst ég boða til frekara samstarfs, þar sem skoðað verður hvernig rjúpnaveiðum verði best hagað á komandi árum. Ég tek undir með formanni Skotvís, að slæmt sé að það þurfi að handstýra ákvörðun um rjúpnaveiðar svo skömmu fyrir veiðitímabilið ár hvert. Bind ég vonir við að samstarf sérfræðinga og hagsmunaaðila geti á næstu vikum og mánuðum fundið nýjar lausnir við skipulag rjúpnaveiða, svo hægt sé að stunda þær á sjálfbæran hátt um ókomna tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Elvar Árni Lund, formaður Skotvís, birtir grein í Morgunblaðinu 31. október sl., þar sem hann gagnrýnir ákvörðun umhverfisráðherra um rjúpnaveiðar þetta árið. Ég harma þann misskilning sem mér finnst örla á hjá Elvari og vil því fara yfir aðdraganda ákvörðunar um rjúpnaveiðar þetta árið. Það skiptir miklu máli að traust ríki á milli stjórnvalda og veiðimanna í þessum efnum. Stjórnvöldum ber skylda út frá náttúruverndarsjónarmiðum að tryggja að athafnir mannsins höggvi ekki of stór skörð í dýrastofna og nýting þeirra sé með sjálfbærum hætti. Sú nýbreytni varð við ákvörðun á fyrirkomulagi rjúpnaveiða haustið 2009, að gert var ráð fyrir að ákvörðunin gilti til þriggja ára, nema að óvænt þróun yrði í rjúpnastofninum á þeim tíma. Þegar umhverfisráðuneytinu bárust ráðleggingar Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) 7. september kom fram að stærð veiðistofnsins virtist hafa dregist saman um ríflega helming á milli ára. Lagði NÍ til þrjár leiðir í stöðunni; í fyrsta lagi óbreytt 18 daga veiðitímabil, í öðru lagi fækkun veiðidaga, t.d. um helming, og í þriðja lagi að rjúpnaveiðum yrði hætt. Sérfræðingar NÍ og Umhverfisstofnunar (UST) mættu á fund í umhverfisráðuneytinu 20. september, þar sem UST lagði fram útfærslu á tillögu um 18 veiðidaga. Taldi ég sveiflu í rjúpnastofninum vera meiri en svo að hægt væri að láta athugunarlaust, en jafnframt fulllangt gengið að banna veiðar með öllu. Því óskaði ég eftir útfærslu sérfræðinga NÍ og UST á níu daga veiðitíma á rjúpu þetta árið. Tillaga stofnananna tveggja lá fyrir 29. september og voru lögboðnir hagsmunaaðilar þá þegar boðaðir á fund um málið. Þann 30. september fundaði ráðuneytið með hagsmunaaðilum, þ.e. fulltrúum frá Skotvís, Bændasamtökunum og Fuglavernd. Þar tilkynnti ég ákvörðun um níu daga veiðitímabil og bað hagsmunaaðila um útfærslu á fyrirkomulaginu, svo hægt væri að taka endanlega ákvörðun fyrir 5. október. Þær athugasemdir sem bárust sneru allar að breytingum á fjölda daga, en ekki með slíkum rökum að sérfræðingar ráðuneytisins legðu til að horfið yrði frá níu daga útfærslunni – enda ljóst að rjúpnastofninn þyrfti strangari veiðistjórnun en áður. Því var farið að tillögu Náttúrufræðistofnunar og Umhverfisstofnunar við endanlega ákvörðun, sem kynnt var 5. október. Almennt er mikill skilningur í samfélaginu á mikilvægi þess að ganga vel um rjúpnastofninn og fara veiðimenn og samtök þeirra þar framarlega í flokki. Samstarf stjórnvalda við Skotvís hefur verið gott og ber að þakka fyrir það. Eins og fram kom þegar ákvörðun um veiðar var kynnt, hyggst ég boða til frekara samstarfs, þar sem skoðað verður hvernig rjúpnaveiðum verði best hagað á komandi árum. Ég tek undir með formanni Skotvís, að slæmt sé að það þurfi að handstýra ákvörðun um rjúpnaveiðar svo skömmu fyrir veiðitímabilið ár hvert. Bind ég vonir við að samstarf sérfræðinga og hagsmunaaðila geti á næstu vikum og mánuðum fundið nýjar lausnir við skipulag rjúpnaveiða, svo hægt sé að stunda þær á sjálfbæran hátt um ókomna tíð.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar